24.12.2006 | 08:27
Gleðileg jól, God Jul, Feliz navidad, Joyeux Noël.
Gleðileg Jól og farsælt komandi ár
Ég vona að allir eigi góðan dag í faðmi fjölskyldu og vina. Við sendum öllum okkar bestu kveðjur og söknum auðvitað allra á klakanum.
Jólaknús
Ólöf, Thibaut, Júlíus Aron og auðvitað Austin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.12.2006 | 10:43
Svefn, yndislegur svefn..
Ég hef nú aldrei leyft mér að kvarta hérna yfir svefnleysi sonar míns...sérstaklega þegar ég les að Áslaug vinkona mín hefur verið að slást við sama vandamál hjá syni sínum...munurinn á okkur er bara sá að ég á ekki tvö önnur lítil börn og ég er ekki að berjast fyrir lífi og heilbrigði eins þeirra. Þannig að í hvert skipti sem ég vorkenndi sjálfum mér alveg svakalega útaf þreytu og svefnleysi þá varð mér oft hugsað til hennar og hálf skammaðist mín fyrir að vera að væla út af engu. Nú spyrja örugglega margir af hverju í ósköpunum er hún þá að tala um þetta? Nú skal ég segja ykkur frá því...Júlíus Aron er farin að sofa á nóttunni og svaf t.d. nota bene frá kl. 21.00 í gærkvöldi til kl. 08.00 í morgun...Hallelúja og dýrð sé Guði...svona er þetta búið að vera nokkurn veginn alla vikuna...Ástæðan liggur trúlega í því að við færðum kvöldmatinn til kl. 18.00 og svo fær hann smá graut rétt fyrir svefninn þannig að hann sofnar saddur og glaður...eymingja barnið hefur greinilega verið að vakna hungurmorða oft á nóttunni...allavegna..ég er svo ánægð að ég varð að deila þessu með ykkur, besta jólagjöf í heimi....SVEFN.
Jólahátíðin er rétt handan við hornið og síðustu gjafirnar voru keyptar í gær. Í dag er svo verið að pakka í töskur því á morgun brunum við til Köben. Við höldum jólin heilög saman með tengdó í ár og planið er að keyra á þollák til Mön þar sem að þau eiga sumar/heilsárshús. Happy day´s are her to stay sagði einhver...og mig hlakkar barasta til að komast í sveitina. Auðvitað eru engin jól eins og jólin heima en því miður sáum við okkur ekki fært að vera á Íslandi þessi jól.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.12.2006 | 11:17
Gekk ég yfir sjó og land
og hitti þar einn gamlan mann, sagaði svo og smurði svo og...nei ég segi bara sonna, ég var svo afskaplega heppinn að fá the best of íslenskum jólalögum í afmælisgjöf...fimm diskar smekklega raðað í þar til gerða öskju...ég get lofað ykkur því að þessir diskar hafa ekki stoppað síðan að ég fékk þá enda er jólaskapið að ná hápunkti hér á bæ. Flestar jólagjafirnar komnar í hús og jólapakkinn fer til Íslands á morgun enda er síðasti sendingardagur á laugardaginn. Hér er allt í góðum gir...undirskrifuð lá veik með háan hita í síðustu viku og einkasonurinn fylgdi í kjölfarið með sama pakka hita og almenna vanlíðan..þetta er sem betur fer gengið yfir og allir stálslegnir á ný. Núbb jólaklippingin stendur fyrir dyrum eða á morgun nánar tiltekið og tók ég þá ákvörðun ekki að láta klippa annað en toppinn í þetta skiptið enda ennþá meða risamóral eftir síðustu klippingu....Liðakeppni um helgina...og þar er feikilega mikilvægur leikur sem við barasta verðum að vinna...ætli maður leggist ekki undir feld næstu daga og undirbúi sig andlega...slík verða átökin..og svo er julefrokost um kvöldið...og það myndi ekki spilla fyrir stemmingunni að hafa sigrað fyrr um daginn...Húsfreyjan hefur fengið útivistarleyfi af bóndanum og ætlar ekki að láta sig vanta í gleðina..
Jæja folkens læt þetta duga í bili...læt fylgja með eina skemmtilega jólamynd af syni mínum
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
8.12.2006 | 22:49
Don't you worry the Hoffmeister is here...
Þessi sérstaklega skemmtilega jólakveðja er í boði systur minnar..njótið vel...
THE HOFFMEISTER
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.12.2006 | 11:01
8. Desember
er mikill merkisdagur fyrir þær sakir að hún Kristín vinkona mín á afmæli í dag...Til hamingju krúttið mitt...vona að þú egir góðan dag í dag.
Annars læt einn gullmola fljóta með svona rétt til að ktila hláturtaugina..þannig er mál með vexti að ég var að panta bílstól á netinu handa honum Júlíusi...beint frá Þýskalandi svona Römer stól. Nema hvað blessaðir þjóðverjarnir eru ekkert afskaplega sleipir í ensku..fékk þennan póst í morgun um að þær hafi móttekið pöntunina...eða ég held að það sé það sem þeir meina.....Priceless...
Hello,
we have your order today
with DPD - package number:
dispatches. Please you consider the usual post office running times to you! If
the commodity does not arrive in an appropriate period with you, communicate
this to us please.
We hope the fact that you were content with us and about a small entry in our
guest book would be pleased.
Ef ykkur langar að kíkja á fleiri gullmola af þessari annars ágætu síðu vil ég benda á www.kindersitze-shop.de
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.12.2006 | 19:10
Kærar þakkir..
fyrir allar kveðjurnar í tilefni 4.des. Alltaf gaman að vita að maður eigi góða að. Annars leið afmælisdagurinn hjá svona nokkurn veginn eins og hver annar dagur...ég skrapp í bæinn og byrjaði jólagjafainnkaupin enda kannski ekki seinna vænna...mér skilst að flest allar vinkonur mínar sér langt komnar ef ekki búnar að slíku og jafnvel búnar að baka tvær þrjár sortir líka...ekki satt stelpur. Ég fór samt að spá í þarna á afmælisdeginum mínum að þetta er án efa það ár sem ég hef vaxið/fullorðnast mest...það gerir eitthvað við mann að eignast lítið barn...Þannig að ætli ég hafi ekki vaxið einn cm eða svo í ár.
Jólastemmingin er öll að koma til hérna í Viborg...en daninn er nú ekkert að sleppa sér í jólaljósunum...komið eitt og eitt aðventuljós í glugga hérna í götunni..hér á Lærkvej 10 er auðvitað komin jólaljós í alla glugga og sem og úti á bílastæði...ég er nú ekki íslendingur fyrir ekki neitt og hef gert það að markmiði mínu að kenna nágrönnum mínum að skreyta almennilega fyrir jólin...Ég dröslaði jólaséríum í metravís með mér frá Íslandi...enda miklu billegra þar...hér í landi er slíkt talinn munaðarvarningur og er því verðlagður eftir því prinsippi...
Vona að allir hafi það gott og munið að það á bara að borða einn mola á dag úr dagatalinu og svo bursta á eftir..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.12.2006 | 14:55
Ég á afmæli í dag..
Júhúuuuu og Húrra fyrir mér....vildi bara koma þessu á framfæri..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
29.11.2006 | 12:53
Betra seint..
Hef ekki verið sú duglegasta við að skrifa...og hef ég góða afsökun. Þannig er mál með vexti að húsbóndinn var með farartölvu í láni frá vinnunni sem hann því miður varð að skila þar sem hann er komin í nýja stöðu...bévítans vesen segi ég bara þar sem ég var orðin ansi góðu von og það var orðið hreint quality time að liggja með tölvuna á maganum og skoða undraheim netsins þegar dagur var að kveldi kominn og einkasonurinn svifinn á vits við ævintýri í draumaheimi..við eigum auðvitað alveg hreint ágæta tölvu sjálf, hún er bara niðri í kjallara á skrifborðinu þar...og þegar það er dimmt úti og kalt á ég erfitt með að drusla mér í kjallarann í tölvuræksnið og skrifa línur...það er einhvern veginn meira "appeling" að sitja á mjúkum sófanum fyrir framan arinneldinn og gefa skáldagáfunni lausan tauminn...En ekki örvænta kæru lesendur...fartalva er ansi hátt á óskalistanum og verður án efa bætt úr ástandinu og já ég segi og meina ástandinu fljótt...enda ekki hægt að senda húsfreyjuna í náttsloppnum með rúllurnar í hárinu niður í kjallarann til þess að nýta sér tölvutæknina...Nei ég segi bara sonna..
Kv. Húsfreyjan í tölvuvandræðum....eða ekki alveg vandræðum bara pínu...æi .þið vitið hvað ég meina..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.11.2006 | 11:06
Norðan 10-15.
Þá er árstíðin heldur betur búin að gera vart við sig hérna á norðurlandinu...það er nánast búið að snjóa stanslaust síðan að við komum og þegar hér er komið við sögu þá er nánast orðið ófært hérna í götunni hjá foreldrum mínum. Ég gerði heiðarlega tilraun til að rölta smá hring með Júlíus í vagni hérna á sunnudaginn...komst 3 metra en varð frá að hverfa vegna snjóþyngsla. Trúlega væri ég orðin léttgeggjuð ef ég byggi hérna "permanent" og kæmist ekki minn daglega labbitúr með vagninn...er alveg ómissandi. Annars er lítið annað að gera þegar svona viðrar en að halda sig innandyra og njóta íslenskrar matargerðar...sit hérna og háma í mig tvo íslenska gullmola...kleinu og jólaöl með appelsín. Ef þetta veðurfar heldur svona áfram verða góð ráð dýr um næstu helgi því þá er ég vaxin upp úr öllum mínum fatnaði þar sem að ég geri ekki annað en að eta...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.11.2006 | 12:38
Hvar..
annars staðar en á Íslandi nær dæmdur glæpamaður endurkjöri inn á þing Íslendinga eða er svo gott sem á leiðinni þangað. Ekki nóg með að vera með dóm á bakinu þá var kauði dæmdur fyrir að misnota stöðu sína sem þingmaður...já það er gott að vera íslendingur. Það er eitthvað annað en eymingja svíarnir sem voru hraktir úr ráðherrastólnum fyrir það eitt að greiða ekki afnotagjöldin sín hjá sænska ríkissjónvarpinu...það er greinilega grundvöllur fyrir þá að bjóða sig fram í prófkjöri sjálfstæðisflokksins á suðurlandi...er reyndar ekki viss um að brot þeirra sé nógu alvarlegt til að vera með...geta kannski verið varamenn..
Annars er bara lovelly á eyrinni..hér skiptist á sunnanstrekkingur og norðandrulla..ekta íslenskar aðstæður. Gaman að hitta fjölskyldur og vini, og ég sporðrenndi hálfu lambalæri í gær, með kartöflum,sósu, grænum ora baunum og rauðkáli...Jömm..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)