Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2006

Uppgjör

Þannig leið árið 2006:

Janúar:

Nýju ári var fagnað á eyrinni góðu.  Maginn fór sívaxandi og greinilegt að þar var fjörugt kríli á ferðinni.  Ég hætti að vinna í lok janúar og við tók hreiðurgerð hér heima fyrir.

Febrúar:

Leið bara nokkuð fljótt að mig minnir.  Fengum margar og góðar heimsóknir þ.a. meðal komu bræður Thibauts eina helgi ásamt mökum og haldið var "Lord of the rings maraþon, the extendet version" u.þ.b. 18 tíma törn.  Jú og meðan ég man grindin í mér gaf sig og ég var haltrandi fram yfir fæðingu.

Mars:

Hreiðurgerðin náði hápunkti sínum sem og þynd mín.....Thibaut hélt upp á afmælið sitt 6. mars og eftir það tók við Löööööööööng bið.  Þann 30.mars 2006 kl. 14.02 kom svo litli kúturinn okkar í heiminn...

Apríl:

Apríl fór að mestu leyti í það að læra á foreldrahlutverkið, venja sig við minni svefn en nokkurn tímann áður og njóta þess að vera orðin lítil fjölskylda.  Mamma, pabbi, Anna og Jón komu til okkar um páskana til þess að sjá frumburðinn. Apríl einkenndist af miklum gestagangi almennt.

Maí:

Leið hjá hratt og örugglega.  Við nældum okkur í nýtt gasgrill sem hefur verið dyggur þjónn okkar síðan.  Jú og ekki má gleyma okkar árlega Evrovision partý, sem var með örlítið fjölskylduvænna sniði en oft áður. 

Júni:

Fyrsta utanlandsferð með litla kút...og ekki af verri endanum.  Vorum með í Jómfrúarferð Iceland Express til Akureyrar.  Ekki amalegt að fara í fyrsta skipti í flugvél og lenda í fréttunum hjá flestum skjámiðlum landsins...Nú við héldum skírn á eyrinni góðu og drengurin fékk nafnið Júlíus Aron Thibautson Guilbert.

Júlí:

Heitasta sumar í manna minnum hérna í danaveldi, sól og hiti næstum alla daga.  Blíðan í Danmörku reyndist vera fín æfing fyrir Frakklandsferðina um miðjan Júlí.  Hitabylgja með upp undir 40 stiga hita á köflum.  Júlíus er náttúrulega svalur strákur og lét svoleiðis smámuni ekki trufla sig.  Við stunduðum ströndina og ísbúðir grimmt og  Júlíus svamlaði í baði daginn út og inn.  Vellukkað frí og á engan hátt vandræði að hafa ungabarn með í för.

Ágúst:

Málningarvinna og önnur viðhaldsvinna á húsinu.  Ljómandi gott að klára það af.  Mamma og pabbi litu við í viku og síðan skruppum ég og Júlíus með til Malmö. 

September:

Fyrir einhverjar sakir ekki sérlega eftirminnilegur mánuður.  Júlíus alltaf að þroskast og stækka og gott ef ekki fyrsta grautarmáltíðin átti sér stað í þessum mánuði.....og jú við fórum í Brúðkaup hjá vinum okkar Steffen og Elisabeth.

Október:

Hmmmmm...eitthvað minnisleysi hefur gripið um sig.

Nóvember:

Ég og Júlíus lögðum land undir fót og skruppum til Akureyrar í 10 daga.  Alltaf ljúft að komast þangað.  Þar snjóaði meira en elstu menn muna eftir í nóvember, svo mikið reyndar að ég komst á skíði einn dag.  Ég á örugglega eftir að lifa lengi á þeirri ferð.  Nú síðast en ekki síðst héldum við árlegan Julefrokost vinahópsins í lok nóvember. 

Desember:

Jólaundirbúningur.  Jólin haldin hátíðleg á Mön saman með tendafjölskyldunni.  Áramótunum fagnað heima við ásamt nokkrum vinum.  Jú og Kristín og Haukur eignuðust yndislega stelpu þann 27. desember....TIL hamingju dúllurnar mínar...hlakka til að sjá hana í febrúar...

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla....


Pældu í því sem pælandi er..

er án efa jólaplatan mín í ár.  Endalaust skemmtilegar útfærslur á gullmolum Meistara Megasar. Ég hef reyndar aldrei verið hans number one fan...en þessi plata er góð og svona er það bara.  Ég fékk líka Sálina og Gospel í jólagjöf eftir að hafa sett hana efst á óskalistann þessi jól....skemmtileg plata ekki spurning og aðdáunarvert hvernig Sálin kemst upp með það að gefa nánast sömu plötuna út ár eftir ár bara í mismunandi útsetningum....þá er ég að tala um unplöggd plötuna, sálin og sinfó og núna sálin og gospel...og ef vandlega er að gáð er nánast sömu lögin á öllum þessum ágætu skífum.  Annars finnst mér nýja platan þeirra fín og örugglega eftir að lenda oft í spilaranum hjá mér....en í augnablikinu er það Megas sem blívar...

 


Aðfangadagskvöld..

Þá eru jólin gengin í garð..með gjöfum, góðum mat og öllu tilheyrandi.  Aðfangadagur hérna á Mön var yndisgóður. Við fórum í jólamessu í gærdag og eftir hana var haldið heim og jólaöndinni komið fyrir í ofninum. Allir fóru í sitt fínasta og rykið blásið af jólaskapinu.  Ég sannfærði fransk/dönsku tengdafjölskylduna mína um að það væri ekki hægt að halda jól á þess að hafa jólatónlist frá Rás 2 í eyrunum og hlusta á kirkjuklukkurnar hringja inn jólin á slaginu sex(kl. sjö að staðartíma).  Rás 2 fékk semsagt að malla hérna í surround sound í allt gærkvöld.  Öndin var feikigóð matreidd að frönskum sið og þar á eftir var möndlugjöf.  Við dönsuðum í kringum jólatréð að dönskum sið og þar á eftir voru gjafir opnaðar.  Júlíus Aron var auðvitað löngu kominn í rúmið enda var klukkan farin að ganga í ellefu þegar við náðum að opna gjafir.  Margir voru pakkarnir og af öllum stærðum og gerðum.....VIÐ ÞÖKKUM FYRIR OKKUR!!!

 


Gleðileg jól, God Jul, Feliz navidad, Joyeux Noël.

Gleðileg Jól og farsælt komandi ár

Ég vona að allir eigi góðan dag í faðmi fjölskyldu og vina.  Við sendum öllum okkar bestu kveðjur og söknum auðvitað allra á klakanum. 

Jólaknús

Ólöf, Thibaut, Júlíus Aron og auðvitað Austin.

 


Svefn, yndislegur svefn..

Ég hef nú aldrei leyft mér að kvarta hérna yfir svefnleysi sonar míns...sérstaklega þegar ég les að Áslaug vinkona mín hefur verið að slást við sama vandamál hjá syni sínum...munurinn á okkur er bara sá að ég á ekki tvö önnur lítil börn og ég er ekki að berjast fyrir lífi og heilbrigði eins þeirra.  Þannig að í hvert skipti sem ég vorkenndi sjálfum mér alveg svakalega útaf þreytu og svefnleysi þá varð mér oft hugsað til hennar og hálf skammaðist mín fyrir að vera að væla út af engu.  Nú spyrja örugglega margir af hverju í ósköpunum er hún þá að tala um þetta?  Nú skal ég segja ykkur frá því...Júlíus Aron er farin að sofa á nóttunni og svaf t.d. nota bene frá kl. 21.00 í gærkvöldi til kl. 08.00 í morgun...Hallelúja og dýrð sé Guði...svona er þetta búið að vera nokkurn veginn alla vikuna...Ástæðan liggur trúlega í því að við færðum kvöldmatinn til kl. 18.00 og svo fær hann smá graut rétt fyrir svefninn þannig að hann sofnar saddur og glaður...eymingja barnið hefur greinilega verið að vakna hungurmorða oft á nóttunni...allavegna..ég er svo ánægð að ég varð að deila þessu með ykkur, besta jólagjöf í heimi....SVEFN.

Jólahátíðin er rétt handan við hornið og síðustu gjafirnar voru keyptar í gær.  Í dag er svo verið að pakka í töskur því á morgun brunum við til Köben.  Við höldum jólin heilög saman með tengdó í ár og planið er að keyra á þollák til Mön þar sem að þau eiga sumar/heilsárshús.  Happy day´s are her to stay sagði einhver...og mig hlakkar barasta til að komast í sveitina.  Auðvitað eru engin jól eins og jólin heima en því miður sáum við okkur ekki fært að vera á Íslandi þessi jól.

 

 


Gekk ég yfir sjó og land

og hitti þar einn gamlan mann, sagaði svo og smurði svo og...nei ég segi bara sonna, ég var svo afskaplega heppinn að fá the best of íslenskum jólalögum í afmælisgjöf...fimm diskar smekklega raðað í þar til gerða öskju...ég get lofað ykkur því að þessir diskar hafa ekki stoppað síðan að ég fékk þá enda er jólaskapið að ná hápunkti hér á bæ.  Flestar jólagjafirnar komnar í hús og jólapakkinn fer til Íslands á morgun enda er síðasti sendingardagur á laugardaginn.  Hér er allt í góðum gir...undirskrifuð lá veik með háan hita í síðustu viku og einkasonurinn fylgdi í kjölfarið með sama pakka hita og almenna vanlíðan..þetta er sem betur fer gengið yfir og allir stálslegnir á ný.   Núbb jólaklippingin stendur fyrir dyrum eða á morgun nánar tiltekið og tók ég þá ákvörðun ekki að láta klippa annað en toppinn í þetta skiptið enda ennþá meða risamóral eftir síðustu klippingu....Liðakeppni um helgina...og þar er feikilega mikilvægur leikur sem við barasta verðum að vinna...ætli maður leggist ekki undir feld næstu daga og undirbúi sig andlega...slík verða átökin..og svo er julefrokost um kvöldið...og það myndi ekki spilla fyrir stemmingunni að hafa sigrað fyrr um daginn...Húsfreyjan hefur fengið útivistarleyfi af bóndanum og ætlar ekki að láta sig vanta í gleðina..

Jæja folkens læt þetta duga í bili...læt fylgja með eina skemmtilega jólamynd af syni mínum


c_documents_and_settings_owner_my_documents_my_pictures_2006_12_09_new_folder_copy_of_copy_of_100n-0048_dsc.jpg

Don't you worry the Hoffmeister is here...

Þessi sérstaklega skemmtilega jólakveðja er í boði systur minnar..njótið vel...

THE HOFFMEISTER

 


8. Desember

er mikill merkisdagur fyrir þær sakir að hún Kristín vinkona mín á afmæli í dag...Til hamingju krúttið mitt...vona að þú egir góðan dag í dag. 

Annars læt einn gullmola fljóta með svona rétt til að ktila hláturtaugina..þannig er mál með vexti að ég var að panta bílstól á netinu handa honum Júlíusi...beint frá Þýskalandi svona Römer stól. Nema hvað blessaðir þjóðverjarnir eru ekkert afskaplega sleipir í ensku..fékk þennan póst í morgun um að þær hafi móttekið pöntunina...eða ég held að það sé það sem þeir meina.....Priceless...

Hello,
we have your order today
with DPD - package number:
dispatches. Please you consider the usual post office running times to you! If
the commodity does not arrive in an appropriate period with you, communicate
this to us please.

We hope the fact that you were content with us and about a small entry in our
guest book would be pleased.

Ef ykkur langar að kíkja á fleiri gullmola af þessari annars ágætu síðu vil ég benda á www.kindersitze-shop.de

 


Kærar þakkir..

fyrir allar kveðjurnar í tilefni 4.des. Alltaf gaman að vita að maður eigi góða að.  Annars leið afmælisdagurinn hjá svona nokkurn veginn eins og hver annar dagur...ég skrapp í bæinn og byrjaði jólagjafainnkaupin enda kannski ekki seinna vænna...mér skilst að flest allar vinkonur mínar sér langt komnar ef ekki búnar að slíku og jafnvel búnar að baka tvær þrjár sortir líka...ekki satt stelpur.  Ég fór samt að spá í þarna á afmælisdeginum mínum að þetta er án efa það ár sem ég hef vaxið/fullorðnast mest...það gerir eitthvað við mann að eignast lítið barn...Þannig að ætli ég hafi ekki vaxið einn cm eða svo í ár. 

Jólastemmingin er öll að koma til hérna í Viborg...en daninn er nú ekkert að sleppa sér í jólaljósunum...komið eitt og eitt aðventuljós í glugga hérna í götunni..hér á Lærkvej 10 er auðvitað komin jólaljós í alla glugga og sem og úti á bílastæði...ég er nú ekki íslendingur fyrir ekki neitt og hef gert það að markmiði mínu að kenna nágrönnum mínum að skreyta almennilega fyrir jólin...Ég dröslaði jólaséríum í metravís með mér frá Íslandi...enda miklu billegra þar...hér í landi er slíkt talinn munaðarvarningur og er því verðlagður eftir því prinsippi...

Vona að allir hafi það gott og munið að það á bara að borða einn mola á dag úr dagatalinu og svo bursta á eftir..


Ég á afmæli í dag..

Júhúuuuu og Húrra fyrir mér....vildi bara koma þessu á framfæri..


Höfundur

Ólöf Guðrún Ólafsdóttir
Ólöf  Guðrún Ólafsdóttir
Akureyringur í Viborg

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband