Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2006

Tíminn líður..

Júlíus Aron

og líður og Júlíus Aron stækkar og stækkar...og er alltaf að verða duglegri og duglegri...hann er fyrir löngu farin að rúlla sér af maganum á bakið og frá bakinu á magann..og maður er alltaf að taka eftir einhverju nýju hjá honum..og svo er hann engin smá smíði..heil 9.1 kg...jamm og jæja..bara gott mál..annars er allt í lukkunnar velstandi hér á bæ..Mamma og pabbi eru í heimsókn þessa dagana..og núna á þriðjudaginn ætla ég og Júlíus með þeim til Malmö og sjá nýju íbúðina hennar Önnu systur..hlakka mikið til...Skrapp til Þýskalands í gær með gamla settið (ég verð auðvitað hengd fyrir að kalla þau það..haha), keypti fullt af öli og gosi..það verður ekkert mál að drekka gosið..það verður öllu verra með allt ölið..þannig að gestir óskast..það verður alveg pottþétt kalt öl á boðstólnum..Og það eru komnar nýjar myndir á barnalandi..


Mætt til leiks..

Jæja þá, nenni ómögulega að vera í fílu lengur..þakka þeim fjórum sem sendu mér lítið komment..djís..ég á víst enga vini..en hvað um það ég tala bara við sjálfan mig.  Helgin alveg að líða..er á fullu að gera fínt hjá mér..mamma og pabbi eru á leiðinni og ekki gengur að húsið líti út eins og sprengja hafi fallið á svæðið.  Annars er ég ansi þreytt..við tókum þátt í 24 tíma hlaupi þessa helgina..og nei við hlupum ekki stanslaust allann þann tíma..við vorum í 19 manna liði og var ferðunum bróðurlega deilt á milli þátttakendanna.  Ég hljóp einu sinni í gær og einu sinni í dag..og vegalengdin var 5.7 km...engin maraþon vegalengd en alveg nóg þegar maður er nýbúinn að kreista út úr sér eitt stykki barni fyrir fjórum og hálfum mánuði síðan.  Þetta var alveg mega skemmtilegt og góður andi í liðinu sem samastóð af mestu af badmintonklúbbnum plús viðhengi...og til að gera ennþá meiri "hygge" byrjaði að mígrigna í gær og ég meina mígrigna..þannig að svæðið varð eins og  góð íslensk útihátið..aurbleyta, skítur og drulla eins langt og augað eygði...og því var ekkert annað að gera en að draga fram gúmmístígvélin og "lobbuna".  Það var grillað, skrafað og hlaupið...og við urðum nr. 16 af c.a. 90 liðum og vorum "by the way" nr. 48 í fyrra þannig að bætingin er svakaleg..það er spurning um að blanda sér í topp 10 á næsta ári..hehehe...Júlíus Aron fylgdi auðvitað með og verður hann auðvitað neyddur til þátttöku um leið og hann getur sjáfur gengið...!!!

Annars í öðrum og ekki alls óskyldum fréttum er að ég er byrjuð að spila badminton aftur eftir hlé...og það er alltaf jafn ansi skemmtilegt..búin að mæta á þrjár æfingar so far...og er búin að vera með strengi eftir þær allar...sem er kannski minna skemmtilegt..

 Það er sossem ekkert annað héðan að frétta akkúrat í augnablikinu...er að vonast eftir betra veðri..komin með leið á rigningunni..því "when it rains it pores" í augnablikinu og það er varla hundi út siginandi..bókstaflega...

P.s. sá svakalega skemmtilega mynd á föstudaginn...Keeping MUM..svartur enskur húmör eins og hann gerist bestur..mæli með henni..hló næstum alla myndina..


Krísa..

Halló folkens..er í minniháttar krísu í augnablikinu...og er það útaf kommentaleysinu á þessarri síðu..hef ég velt eftirfarandi möguleikum fyrir mér.

a)Ég á enga vini lengur sem hafa áhuga á að lesa röflið í mér og þess þá heldur að skrifa mér skilaboð endrum og eins.

b)Ég á vini en það er enginn sem nennir að skrifa komment.

c)Það er enginn sem les þessa blessuðu síðu og því er mér hollara að hætta að blogga og eyða tímanum í eitthvað annað.

d)Það eru allir í sumarfríi og tóku tölvuna ekki með...

Vona að einhverju góðhjartaðir reyni að svara þessarri miklu gátu fyrir mig...písát..


Vinnan göfgar manninn..

og það er enginn lygi...

Eldhús tjékk, sökkull tjékk, þak tjékk, barnaherbergi og rósabeð work in progress. 

Algjört yndi að vera búin að þessu...og þvílík andlitslyfting..Þögull sem gröfin


Enginn er verri þótt hann vökni..

Gaman að koma heim eða hittó..búið að vera mígandi djöf..rigning síðan að við komum heim úr sólinni og ég meina rigning því himininn er bókstaflega búinn að falla niður nokkrum sinnum á dag sl. 3 daga.  Eymingja nágrannakona mín sem ég leyfi mér að nefna Rympu á ruslahaugnum vegna drasl og óreiðu í garðinum hjá henni bankaði upp á hjá okkur í gærkveldi svona um kvöldmatarleytið.  Var henni frekar mikið niður fyrir blessaðri konunni.  Hún var að forvitnast um hvort kjallarinn hjá okkur væri þurr þar sem að hjá henni væri c.a 5 cm hátt vatn um allan kjallarann.  "Ó mæ" voru svona fyrstu viðbrögð húsráðenda sem auðvitað drifu sig í kjallarann til að athuga ástandið...og í fyrstu leit allt út fyrir að vera í sómanum...það var amk. ekki stormandi stórfljót í kjallaranum.  Við nánari athugun komum við svo auga á blautan pappakassa sem stóð í einu horninu og mikið rétt það var pollur í kringum hann..."Ó mæ" varð húsráðendum aftur að orði...og aftur þegar að pappakassinn var fjarlægður og það sást seytla vatn í gegnum hornið niður við gólf.  Hvað gera danir þá...og bókstaflega hvað gera danir þá.  Sáum við fyrir okkur stórvinnuvélar, iðnaðarmenn og svimandi háan reikning.  Reyndar liggur þetta horn akkúrat að þakrennu sem hefur verið að "bögga" okkur í þókokkurn tíma og því var nærtækast að "vippa" sér út í úrhellið og kanna bölvaða rennuna...og "rigtigt nok" var allt á floti í kringum hana og niðurfallið...Á meðan á þessu stóð hafði Rympa aka. nágrannakonan kallað á klóakmeistara til að bjarga sér frá drukknum þar sem að vatnið streymdi inn hjá henni..eftir að búið var að pumpa vatninu út frá henni fengum við klóakkallinn (hljómar geðslega) til að líta á ástandið hjá okkur.  Hann kom askvaðandi í stórum stígvélum, ekki alveg nýþvegnum (ég ákvað ekkert að spá í hvað sæti á þeim). Það fyrsta sem kom upp í huga minn þegar ég barði hann augum var orðið "klósettkafari" en það er orð sem var mikið notað í minni sveit á árum áður..allavegana meinti hann ekki að hér væri mikil alvara á ferð, tók stærðarkúbein og kippti niðurfallinu upp og losaði um stífluna og viti menn það hefur ekki sést dropi á kjallaragólfinu síðan...og allar áhyggjur um svimandi háan reikning hafa verið lagðar á hilluna...í bili..

Annars erum við á fullu við að fegra húsið þessa dagana..máluðum eldhúsið í gær og breyttum aðeins innréttingunni þar..svo er planið að mála þakskeggið og sökkulinn um leið og það styttir upp..ég var aðeins að dunda mér við að gera smá barnaherbergi fyrir Júlíus Aron í gær..

Ég get ekki sagt að okkur leiðist í augnablikinu..


Höfundur

Ólöf Guðrún Ólafsdóttir
Ólöf  Guðrún Ólafsdóttir
Akureyringur í Viborg

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband