31.1.2007 | 11:01
Háspenna, lífshætta
Þvílíkur leikur í gær...vá..ég titra ennþá..ég var saman með nokkrum dönum í gærkvöldi að horfa á leikinn og ég held svei mér þá að ég hafi hrópað hærra á köflum en allir baunarnir til samans...annars grátlegur endir...
Það er algjört skítaveður úti og ekki annað að gera en að "hygge sig" heimafyrir...hér stendur tiltekt og bollubakstur fyrir dyrum í dag...enda er það svo "hyggeligt". Júlíus "slasaði" sig í fyrsta skipti í gærkvöldi..barnið datt og sprengdi vör....og já það blæddi heil ósköp...en sem betur fer gekk þetta nú fljótt yfir og allir gátu tekið gleði sína á ný.
Las í mogganum að The Police ætlaði að spila aftur....jibbí segi ég nú bara enda hef ég verið Sting fan í mörg ár sem og aðdáandi The Police...nú er bara að vona að þetta verði þvílíkt kommbakk að þeir neyðist til að túra um Evrópu....ég ætla allavegana pottþétt að fylgjast með hvað verður úr þessu hjá þeim drengjunum...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.1.2007 | 21:12
Andlaus, loftlaus og vitlaus..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2007 | 11:52
Úti er alltaf að snjóa..
Veturinn kom á mánudaginn...mínusgráður og alhvít jörð. Þið vitið svona hæfilega mikill snjór...sem rétt nær að leggja hvíta slæðu yfir jörðina án þess þó að vera svo mikill að maður komist ekki ferða sinna. Mér finnst þetta ósköð kósý (og nú veit ég að karl faðir minn bölvar mér í hljóði), það er eitthvað svo fallegt úti og í gær skein svo sólin til þess að setja lokapunktinn á listaverkið. Annars gengur lífið sitt vanagang hér á bæ..það er kannski takmarkað hvað heimavinnandi húsmóðir getur skrifað af spennandi sögum...ég hugsa að þær hljómi allar eins...kannski einhvern veginn svona..
" Í morgun fór ég á fætur, klæddi barnið og sjálfan mig. Snæddum morgunverð...það var hafragrautur í dag..nú þegar klukkan nálgaðist ellefu var kominn tími á lúr...við trítluðum með barnavagninn þangað til drengurinn sofnaði....ooog svo framvegis..."
Ég ætla að hlífa ykkur frá slíkum sögum...annars líður að því að ég fari að vinna aftur..16. apríl er dagurinn....verður án efa skrýtið að standa í "uniforminu" aftur...ég man ekki einu sinni lykilorðið mitt til að komast inn í tölvukerfið hvað þá að blanda og starta epidural dreypi....nei ég segi svona ætli þetta komi ekki. Ég geri ráð fyrir því að maður fái smá slaka svona í byrjun að minnsta kosti, í hope so at least...er ekki alveg viss um að annað væri verjanlegt.
Nú frá einu í annað. Framkvæmdirnar utandyra eru langt komnar...og jeminn góður..þvílíkur munur...ég verða að setja inn hérna before and after myndir.
Annars svona fyrir áhugasama eru komnar nýjar myndir á barnalands síðuna og fleiri eru á leiðinni..
kveð að sinni...
Húsmóðirin síkáta
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.1.2007 | 21:01
Og þá var kátt í höllinni
Ragna og Tinna tryggðu Íslendingum sæti á meðal þeirra bestu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.1.2007 | 22:45
Áfram Ísland
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.1.2007 | 20:02
Aldur og annað...
Var að renna upp fyrir mér ljós...ég verð sko þrítug í ár, reyndar eftir 11 og hálfan mánuð..en samt..þetta er staðreynd. Eitt ótvírætt merki um að aldurinn sér að færast yfir mann er pöntunarsíðan hjá flugfélögunum. Ég var að panta mér miða til Íslands í dag..sem er nú ekki í frásögufærandi í aldurslegu samhengi...nema fyrir það eitt að þegar þú ert búin að slá inn nafn og kyn og svo framvegis, kemur að innslátti fæðingardags og árs...og mér varð brugðið...ég þurfti að "skrolla" ansi lengi...áður en ég fann fæðingarár mitt..1977....so it´s official ím getting óld...
Annars að öðru og mun skemmtilegra þá verðum við fjölskyldan á Klakanum frá 16. feb til 2. mars...mestmegnis á eyrinni en við slúttum með nokkrum dögum í borg óttans...og nú er að byrja að panta tíma...því það þarf að sjá marga á ekki svo mörgum dögum..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.1.2007 | 15:19
Allt er á tjá og tundri..
Hmmm..get ekki sagt að árið byrji með látum hérna í bloggdeildinni hjá mér..en reyni að vera dugleg..promise..Annars er allt komið á fullt eftir gott jólafrí, húsbóndinn byrjaður að vinna, ég er farin að kenna aftur og hjálpa fólki við að losna við jólaukakílóin og nú fer heldur betur að styttast í að húsfreyjan fái að spreyta sig á atvinnumarkaðnum aftur. Allt á tjá og tundri segi ég og stend við það, því hér fara stórvinnuvélar um garðinn hjá mér og rífa og tæta upp jarðveginn..við erum að sjæna innkeyrsluna og útvíkka hana...en í augnablikinu er eins og að atómbomba hafi sprungið hérna úti....verður án efa stórgott að verki loknu...hlakka mikið til að sjá endresult.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.12.2006 | 22:20
Uppgjör
Þannig leið árið 2006:
Janúar:
Nýju ári var fagnað á eyrinni góðu. Maginn fór sívaxandi og greinilegt að þar var fjörugt kríli á ferðinni. Ég hætti að vinna í lok janúar og við tók hreiðurgerð hér heima fyrir.
Febrúar:
Leið bara nokkuð fljótt að mig minnir. Fengum margar og góðar heimsóknir þ.a. meðal komu bræður Thibauts eina helgi ásamt mökum og haldið var "Lord of the rings maraþon, the extendet version" u.þ.b. 18 tíma törn. Jú og meðan ég man grindin í mér gaf sig og ég var haltrandi fram yfir fæðingu.
Mars:
Hreiðurgerðin náði hápunkti sínum sem og þynd mín.....Thibaut hélt upp á afmælið sitt 6. mars og eftir það tók við Löööööööööng bið. Þann 30.mars 2006 kl. 14.02 kom svo litli kúturinn okkar í heiminn...
Apríl:
Apríl fór að mestu leyti í það að læra á foreldrahlutverkið, venja sig við minni svefn en nokkurn tímann áður og njóta þess að vera orðin lítil fjölskylda. Mamma, pabbi, Anna og Jón komu til okkar um páskana til þess að sjá frumburðinn. Apríl einkenndist af miklum gestagangi almennt.
Maí:
Leið hjá hratt og örugglega. Við nældum okkur í nýtt gasgrill sem hefur verið dyggur þjónn okkar síðan. Jú og ekki má gleyma okkar árlega Evrovision partý, sem var með örlítið fjölskylduvænna sniði en oft áður.
Júni:
Fyrsta utanlandsferð með litla kút...og ekki af verri endanum. Vorum með í Jómfrúarferð Iceland Express til Akureyrar. Ekki amalegt að fara í fyrsta skipti í flugvél og lenda í fréttunum hjá flestum skjámiðlum landsins...Nú við héldum skírn á eyrinni góðu og drengurin fékk nafnið Júlíus Aron Thibautson Guilbert.
Júlí:
Heitasta sumar í manna minnum hérna í danaveldi, sól og hiti næstum alla daga. Blíðan í Danmörku reyndist vera fín æfing fyrir Frakklandsferðina um miðjan Júlí. Hitabylgja með upp undir 40 stiga hita á köflum. Júlíus er náttúrulega svalur strákur og lét svoleiðis smámuni ekki trufla sig. Við stunduðum ströndina og ísbúðir grimmt og Júlíus svamlaði í baði daginn út og inn. Vellukkað frí og á engan hátt vandræði að hafa ungabarn með í för.
Ágúst:
Málningarvinna og önnur viðhaldsvinna á húsinu. Ljómandi gott að klára það af. Mamma og pabbi litu við í viku og síðan skruppum ég og Júlíus með til Malmö.
September:
Fyrir einhverjar sakir ekki sérlega eftirminnilegur mánuður. Júlíus alltaf að þroskast og stækka og gott ef ekki fyrsta grautarmáltíðin átti sér stað í þessum mánuði.....og jú við fórum í Brúðkaup hjá vinum okkar Steffen og Elisabeth.
Október:
Hmmmmm...eitthvað minnisleysi hefur gripið um sig.
Nóvember:
Ég og Júlíus lögðum land undir fót og skruppum til Akureyrar í 10 daga. Alltaf ljúft að komast þangað. Þar snjóaði meira en elstu menn muna eftir í nóvember, svo mikið reyndar að ég komst á skíði einn dag. Ég á örugglega eftir að lifa lengi á þeirri ferð. Nú síðast en ekki síðst héldum við árlegan Julefrokost vinahópsins í lok nóvember.
Desember:
Jólaundirbúningur. Jólin haldin hátíðleg á Mön saman með tendafjölskyldunni. Áramótunum fagnað heima við ásamt nokkrum vinum. Jú og Kristín og Haukur eignuðust yndislega stelpu þann 27. desember....TIL hamingju dúllurnar mínar...hlakka til að sjá hana í febrúar...
Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.12.2006 | 19:33
Pældu í því sem pælandi er..
er án efa jólaplatan mín í ár. Endalaust skemmtilegar útfærslur á gullmolum Meistara Megasar. Ég hef reyndar aldrei verið hans number one fan...en þessi plata er góð og svona er það bara. Ég fékk líka Sálina og Gospel í jólagjöf eftir að hafa sett hana efst á óskalistann þessi jól....skemmtileg plata ekki spurning og aðdáunarvert hvernig Sálin kemst upp með það að gefa nánast sömu plötuna út ár eftir ár bara í mismunandi útsetningum....þá er ég að tala um unplöggd plötuna, sálin og sinfó og núna sálin og gospel...og ef vandlega er að gáð er nánast sömu lögin á öllum þessum ágætu skífum. Annars finnst mér nýja platan þeirra fín og örugglega eftir að lenda oft í spilaranum hjá mér....en í augnablikinu er það Megas sem blívar...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.12.2006 | 12:46
Aðfangadagskvöld..
Þá eru jólin gengin í garð..með gjöfum, góðum mat og öllu tilheyrandi. Aðfangadagur hérna á Mön var yndisgóður. Við fórum í jólamessu í gærdag og eftir hana var haldið heim og jólaöndinni komið fyrir í ofninum. Allir fóru í sitt fínasta og rykið blásið af jólaskapinu. Ég sannfærði fransk/dönsku tengdafjölskylduna mína um að það væri ekki hægt að halda jól á þess að hafa jólatónlist frá Rás 2 í eyrunum og hlusta á kirkjuklukkurnar hringja inn jólin á slaginu sex(kl. sjö að staðartíma). Rás 2 fékk semsagt að malla hérna í surround sound í allt gærkvöld. Öndin var feikigóð matreidd að frönskum sið og þar á eftir var möndlugjöf. Við dönsuðum í kringum jólatréð að dönskum sið og þar á eftir voru gjafir opnaðar. Júlíus Aron var auðvitað löngu kominn í rúmið enda var klukkan farin að ganga í ellefu þegar við náðum að opna gjafir. Margir voru pakkarnir og af öllum stærðum og gerðum.....VIÐ ÞÖKKUM FYRIR OKKUR!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)