Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2006

Hola...

Nú fer heldur betur að styttast í Íslandsför..og brosið hjá húsfreyjunni á Lærkevej 10 breikkar í hlutfalli við það.  Mikið hlakkar mig til að skreppa á klakann, er búin að vera með smá heimþrá undanfarið.  Þetta kemur svona í kippum hjá mér og það er venjulega hægt að mæla heimþránna á því hversu mikil íslensk tónlist er spiluð hér á hverjum degi.  Það er skemmst frá því að segja að hér er spiluð íslensk tónlist daginn út og inn...og svona til að toppa það skráði ég mig í 14 daga prufuáskrift á tonlist.is.  Jessör það er trúlega mjög heppilegt að ég sé búin að tryggja mér miða þann 9.nóv.

Helgin leið hratt og örugglega.  Eins og venjulega var ungbarnasund á laugardagsmorguninn.  Júlíus er alltaf jafn ánægður með að komast í laugina..það eru læti í drengnum og er aldrei lukkulegri en þegar hann er í upphálds "elementinu".  Síðar sama dag smeygði húsfreyjan sér í badmintongallann og spilaði eins og eina liðakeppni....því miðir tapaðist sá leikur 8-5.  Það verður þó að fylgja sögunni að húsfreyjan skilaði sigri í hús í einliðaleik..og er bara nokkuð sátt við það.  Gærdagurinn fór að mestu í að flytja húsgögn milli hæða og útbúa gestaaðstöðu í kjallaranum. Barnaherbergið var tæmt þannig að nú fer jafnvel að líða að því að Júlíus fari að sofa í eigin herbergi..hmmm..Annars gerðisti sá stórviðburður á laugardagskvöldið að Júlíus Aron reisti sig upp og stóð einn.  Hann gerði þetta í rúminu sínum...hann náði góðu taki á rimlunum reisti sig upp á hnén og síðan alla leið upp á fæturnar.  Þetta gerði hann auðvitað með tilheyrandi stunum og hljóðum...foreldrarnir fylgdust auðvitað spenntir með og réðu sér ekki fyrir kæti þegar að honum lukkaðis ætlunarverk sitt.  Núna er þetta aðalsportið og hann æfir sig grimmt...hann er hvergi banginn og reynir að reisa sig upp við allt...þetta þýðir auðvitað að hér þarf verulega að huga að öryggismálum og að ekki séu lausir hlutir á sveimi...

Annars er vert að benda á fyrir áhugasama að það eru komnar nýjar myndir á barnalandið..skaut nokkrar góðar af honum í gær..

Adios amigos

 


Mission completed

Fór til tannlæknis í dag í fyrsta skipti í háa herrans tíð..það er svo langt síðan síðast að ég barasta man ekki hvenær ég fór síðast.  Það kom í ljós að ég var með eina holu..og já það þurfti að bora.  Ég ákvað að splæsa á mig deyfingu, tilhugsunin um að láta tannlækninn juðast á tanndruslunni með rafdrifinni borvél var meira en ég gat borið.  Annars er það merkilegur fjandi þegar maður situr þarna í stólnum..með útglenntan kjaftinn, fullann af bómull og jafnvel eitt eða tvo verkfæri upp í sér að þá finnst flestum tannlæknum það vera kjörið tækifæri til þess að ræða um daginn og veginn.  Maður er ekki beint upplagður í stórar samræður undir slíkum kringumstæðum...og jafnvel deyfður líka.  Ég hef bara engan áhuga á "smalltalk"akkúrat á meðan er verið að níðast svona á mér..og til að bæta gráu ofan á svart stóð gosbrunnur upp úr mér á meðan háþrýstings græjan spúlaði greyið tönnina. Tannsi fór þó vel með mig í dag svona miðað við aðstæður..tönninn var löguð og deyfingin virkaði líka svona ljómandi vel...reyndar svo vel að ég var slefandi langt frameftir degi...og rúsinan í pylsuendann er svo að reikningurinn var mun lægri en óttast var í fyrstu...þannig að í rauninni er maður er alltaf að græða..

Jessör..læt þetta duga í bili..

Hilsen Ólöf with a slight drewling problem...

 

 


Súper Gella...með súper tennur..

Helgin liðinn og ný vinnuvika tekinn við.  Ég fór til hárgreiðsludömunnar á laugardagsmorguninn og fékk pínu meikover..ljósar strípur og nýja klippingu..bara nokkuð ánægð með mig enda ekki hægt annað þegar að hárið kostaði mig fót og handlegg...970 danskar krónur..ég ætla ekki einu sinni að reikna verðið yfir í íslenskar nýkrónur..Ég var með móral allan laugardaginn, allan Sunnudaginn og fór svo að skána um miðjan dag í gær...djíííís.. ég er greinilega í röngum bransa..þvílíkt tímakaup..Jæja það er best að vera ekkert að svekkja sig á þessu..hárið er fínt og ég er viss um að ég gleymi þessum reikningi fljótt þegar ég fæ reikninginn frá tannlækninum en ég er að fara til tannsa á morgunn...ég hef ekki farið til tannlæknis í skammarlega langann tíma þannig að blessaður tannlæknirinn verður ánægður með mig...þ.e.a.s hann getur haldið feiki fín Jól þegar ég verð búin að borga upphæðina sem ég er að búast við fyrir að láta laga kjaftinn á mér..

Annars er lítið héðan að frétta..það sem helst getur talist fréttaefni er að Júlíus Aron er alveg að komast upp á hnén þannig að nú líður ekki á löngu þangað til að hann skríði rétt..þetta eru náttúrulega stórfréttir í þessu húsi.

 


Helgarfrí..

Þá er föstudagur enn og aftur...mér finnst ekki fyndið hvað vikurnar eru fljótar að líða..Annars eru helgarnar alltaf gleðiefni.  Hér var vaknað snemma í morgun og arkað í leikfimi.  Ég og Júlíus vorum mætt í leikfmina kl. 9.15 hvorki meira né minna, það var alveg hreint ljómandi hressandi að skreppa í tíma og Júlíus skemmti afgreiðsludömunni á meðan,  það vill svo skemmtilega til að hún er lærður leikskólakennari og var því ekki í nokkrum vandræðum með að hafa ofan af drengum á meðan ég púlaði..Eftir leikfimina var tekinn einn rúntur í gegnum bæinn og svo var stefnan tekin heim á leið.  Annars er ég bara að bíða eftir bóndanum núna...er að keyra heim í þessum töluðu orðum. Hann er búinn að vera viku í Belgíu og það verður ljómandi fínt að fá karlinn heim aftur...er orðin þreytt á því að vera grasekkja..

Annars er mér farið að hlakka mikið til að skreppa á eyrina og 9. nóvember er að nálgast ófluga...í tilefni af því er ég að skreppa í sjæningu á morgun...klukkan áttaþrjátíu sjarp..þá verð ég í klipparastólnum og fer vonandi þaðan nú manneskja...

 


Svart belti..

Rakst á þessa frétt á Mbl og fannst hún fyndin.  Einhverra hluta vegna minnti hún mig á þegar ég og Lína ætluðum að fara að æfa Karate.  Við mættum spenntar í Laugardalinn, tilbúnar til þess að læra nokkur spörk.  Eftir dágóðastund uppgvötuðum við okkur til mikillar skelfingar að við vorum mættar á svarta beltisæfingu..Það má því segja að ástandið hafi minnt á gíslatöku...það er skemmst frá því að segja að ég fór aldrei a Karate æfingu aftur...og b.t.w. mér finnst orðið fúkyrði fyndið orð, prófaðu að segja það hratt 20 sinnum...hahahaha
mbl.is Taldi júdókennslu vera gíslatöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ósanngirni..

Það er eiginlega það orð sem er mér efst í huga þessa dagana, mér finnst ósanngjarnt að tendamóðir mín þurfi á ný að takast á við illvígan sjúdóm eftir að hafa sigrað frækilegan sigur fyrir hálfu ári...eða að við héldum....og mér finnst ósanngjarnt að lítil hetja sem hefur barist og barist í langan tíma standi nú frammi fyrir erfiðastu báráttunni á sinni stuttu ævi..hér er ég að tala um hana Þuríði Örnu.  Einhvern tímann heyrði ég að Guð leggði ekki meira á okkur en við getum borið....þvílík lygi...ég á erfitt með að sjá hvernig hann getur réttlætt að leggja þessa pínu á lítið barn..og fjölskylduna hennar...

Ég sendi Áslaugu og fjölskyldu hennar allann minn styrk og góða strauma...


Skrýtin vika..

Það er orðið nokkuð síðan ég skrifaði nokkuð hér og það er víst ástæða fyrir því..hér kemur hún..Síðasta mánudag hringdi tengafaðir minn til okkur og sagði okkur þær sorgarfréttir að móðir hans (í frakklandi) lægi fyrir dauðanum og hann myndi leggja af stað til hennar snemma daginn eftir.  Thibaut var auðvitað ákveðinn í að fara til ömmu sinnar en ætlaði þó að láta þriðjudaginn líða og bíða frekari frétta..við ákváðum því að rjúka til Köben sl. þriðjudag svo að Thibaut gæti bara hoppað í flug ef svo bæri undir..og ekki minnst vegna þess að móðir hans er því miður aftur veik og fór akkúrat í fyrstu lyfjameðferðina á mánudaginn.  Hún var búin að vera hálfslöpp og líða illa þannig að okkur fannst engan veginn hægt að láta hana vera eina á meðan að tengdapabbi var í burtu...við semsagt rukum af stað og það var pakkað frekar mikið þar sem að enginn vissi hvursu lengi við yrðum í burtu...Við náum til Köben og fáum þær góðu fréttir að amma í Frakklandi er að hressast og er ekkert á því að kveðja okkur að svo stöddu og hún hressist öll þegar leið á þriðjudaginn og var orðinn enn betri á miðvikudag. Thibaut ákvað því að fresta Frakklandsferð...og pabbi hans kom aftur heim tveim dögum seinna.  Við áttum tvo fína daga með tengdamömmu og svo var brunað heim til Viborgar á fimmtudagskvöld.  Anna systir flaut með okkur tilbaka og hún er hérna núna og verður fram á miðvikudag..Thibaut er á námskeiði í Belgíu þessa viku..Mér var reyndar boðið með en ég nennti ekki að leggja 10 tíma keyrslu á Júlíus..þannig að við höfum það bara huggulegt heima í staðinn..

Annars í öðrum fréttum skrapp ég á "djammið" á laugardagskvöldið...búið að standa til lengi..það voru tónleikar hérna í bænum og ég og vinkonur mínar vorum búnar að tryggja okkur miða fyrir löngu síðan..Við hittumst snemma eða klukkan sex, borðuðum saman og svo var farið á koncert klukkan átta.  Það var ofsalega gaman og við tjúttuðum heil ósköp..reyndar er skemmst frá því að segja að nýbakaða móðirin í hópnum þ.e.a.s. MOI var orðin alveg uppgefin um miðnættið. Það þarf greinilega að trappa sig upp í svona ústáelsi...ekki hægt að taka þetta með trompi í fyrsta skiptið..Annars skemmti ég mér konunglega...þrátt fyrir að vera farin að geispa fyrr en ég átti von á.

 


Tapsár, tanntaka og framtíðarplön

Var að koma heim eftir að spila leik með badmintonliðinu og við töpuðum 9-4..aldrei gaman að tapa.  Ég tapaði einliðaleiknum mínum á móti stelpu sem ég átti klárlega að vinna, ég spilaði ömurlega illa..enda ósofinn.  Júlíus minn ákvað að skemmta okkur í alla nótt vaknaði á klukkutímafresti þangað til kl. 03.00 þá var minn bara vaknaður og ekkert á því að sofa meira...reyndar held ég að skýringin sé sú að hann er að taka tennur..það eru tvær tennur að koma upp í neðri gómi...hann er alveg örugglega pirraður út af því...Reyndar passaði það mér vel að hafa svona fína afsökun fyrir þvi að spila illa...skellti bara skuldinni á saklaust barnið...Reyndar drusluðumst við i ungbarnasundið í morgun ósofin og fín...alltaf gaman að busla með þessarri elsku.

Annars i öðrum fréttum þá skrapp i á fund upp á deild(þar sem ég vinn)í síðustu viku..það er verið að leggja saman sveitarfélögin hérna í Danveldinu..fækka, breyta og hagræða.  Nú þar sem að þetta eru ansi róttækar breytingar kemur þetta m.a. niður á heilbrigðiskerfinu og í því samhengi sjúkrahúsinu hérna í Viborg.  Fundurinn sem ég fór á var kynningarfundur um breytingarnar á mínu sviði..þ.e. bæklun.  Þar verður sviðinu deilt upp í þrjár deildir og við eigum að velja á hvaða deild við viljum vinna,  ég fékk skema í póstinum um daginn þar sem ég á að velja hvar ég vil vera..valið stendur á milli þessarra þriggja deilda og bráðamóttökunnar.  Á þessu skema á ég svo að rökstyðja val mitt og jafnframt skrifa framtíðarplön!!!!..Gvöð minn góður hvað á ég að verða þegar ég verð stór?  Ég er ekki beinlínis i þeim hugleiðingunum akkúrat í augnablikinu...þannig að mér finnst pínu erfitt að fylla þetta blessaða skema út.  Verð þó að viðurkenna að ég hef lengi gælt við einn valmöguleikann og býst við að velja hann..þe. bráðamóttökuna.  Svona ER fílíngur...hefur kitlað mig lengi..verst að það er enginn John Carter á Viborg Syghus þá væri ég náttúrulega i engum vafa....

Kannski er ágætt að manni sé stillt svona upp við vegg og halfpartinn þvingaður til að ákveða sig ...svona í miðju fæðingarorlofi..allavegana býst ég við að leggjast undir feld í næstu viku og setja framtíð mína á blað..svo er bara að bíða og sjá hvort í fæ það sem ég vil..það er að minnsta kosti pottþétt að það verður spennandi að mæta til vinnu á ný í apríl á nýjum vinnustað..

Annars hef ég ekki frá miklu meira að segja akkúrat núna..

Hilsen..


Október..

barasta genginn í garð..djís hvað tíminn er svakalega fljótur að líða..og máli mínu til stuðnings vil ég benda á að litla barnið mitt varð 6 mánaða sl. laugardag..þetta er ekki hemja..og btw. orðinn 10.2 kg og geri aðrir betur á sama aldri..Annars leggst október bara vel í mig..það fara tvær helgar í badminton, hele tengafamilien kemur eina helgina plús að Anna mín ætlar að fljóta með og veita mér selskap á meðan Thibaut skreppur til Belgíu og síðast en alls ekki síst þá er Mútta hér er að fara að tónleika 14. október saman með vinkonunum sínum...girls night out so to speak..og það verður örugglega svaka gaman..

Annars er ljúf helgi að baki..Thibaut tók frí á föstudaginn og var svo duglegur að fara í ógeðis runnana hérna í kringum húsið...og þar sem að garðurinn eru litlir 1000m2  var af nógu að taka.  Við gáfum okkur þó tíma til að "Hygge", skruppum í prinsessu afmæli til Ebbi Dísar á laugardaginn svona til að nefna eitthvað. 

Það er aðeins farið að hausta núna...aðeins farið að kólna og búið að rigna heil ósköp um helgina..but hey..það er Október..

Læt eina mynd fljóta með af stóra stráknum mínum...og fyrir áhugasama eru komin tvö nú albúm á barnalandið.


c_documents_and_settings_owner_my_documents_my_pictures_2006_10_01_02_new_folder_100n-0264_dsc.jpg

Höfundur

Ólöf Guðrún Ólafsdóttir
Ólöf  Guðrún Ólafsdóttir
Akureyringur í Viborg

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband