Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2006

Betra seint..

Hef ekki verið sú duglegasta við að skrifa...og hef ég góða afsökun. Þannig er mál með vexti að húsbóndinn var með farartölvu í láni frá vinnunni sem hann því miður varð að skila þar sem hann er komin í nýja stöðu...bévítans vesen segi ég bara þar sem ég var orðin ansi góðu von og það var orðið hreint quality time að liggja með tölvuna á maganum og skoða undraheim netsins þegar dagur var að kveldi kominn og einkasonurinn svifinn á vits við ævintýri í draumaheimi..við eigum auðvitað alveg hreint ágæta tölvu sjálf, hún er bara niðri í kjallara á skrifborðinu þar...og þegar það er dimmt úti og kalt á ég erfitt með að drusla mér í kjallarann í tölvuræksnið og skrifa línur...það er einhvern veginn meira "appeling" að sitja á mjúkum sófanum fyrir framan arinneldinn og gefa skáldagáfunni lausan tauminn...En ekki örvænta kæru lesendur...fartalva er ansi hátt á óskalistanum og verður án efa bætt úr ástandinu og já ég segi og meina ástandinu fljótt...enda ekki hægt að senda húsfreyjuna í náttsloppnum með rúllurnar í hárinu niður í kjallarann til þess að nýta sér tölvutæknina...Nei ég segi bara sonna..

Kv. Húsfreyjan í tölvuvandræðum....eða ekki alveg vandræðum bara pínu...æi .þið vitið hvað ég meina..


Norðan 10-15.

Þá er árstíðin heldur betur búin að gera vart við sig hérna á norðurlandinu...það er nánast búið að snjóa stanslaust síðan að við komum og þegar hér er komið við sögu þá er nánast orðið ófært hérna í götunni hjá foreldrum mínum.  Ég gerði heiðarlega tilraun til að rölta smá hring með Júlíus í vagni hérna á sunnudaginn...komst 3 metra en varð frá að hverfa vegna snjóþyngsla. Trúlega væri ég orðin léttgeggjuð ef ég byggi hérna "permanent" og kæmist ekki minn daglega labbitúr með vagninn...er alveg ómissandi.  Annars er lítið annað að gera þegar svona viðrar en að halda sig innandyra og njóta íslenskrar matargerðar...sit hérna og háma í mig tvo íslenska gullmola...kleinu og jólaöl með appelsín.  Ef þetta veðurfar heldur svona áfram verða góð ráð dýr um næstu helgi því þá er ég vaxin upp úr öllum mínum fatnaði þar sem að ég geri ekki annað en að eta...

 


Hvar..

annars staðar en á Íslandi nær dæmdur glæpamaður endurkjöri inn á þing Íslendinga eða er svo gott sem á leiðinni þangað. Ekki nóg með að vera með dóm á bakinu þá var kauði dæmdur fyrir að misnota stöðu sína sem þingmaður...já það er gott að vera íslendingur.  Það er eitthvað annað en eymingja svíarnir sem voru hraktir úr ráðherrastólnum fyrir það eitt að greiða ekki afnotagjöldin sín hjá sænska ríkissjónvarpinu...það er greinilega grundvöllur fyrir þá að bjóða sig fram í prófkjöri sjálfstæðisflokksins á suðurlandi...er reyndar ekki viss um að brot þeirra sé nógu alvarlegt til að vera með...geta kannski verið varamenn..

Annars er bara lovelly á eyrinni..hér skiptist á sunnanstrekkingur og norðandrulla..ekta íslenskar aðstæður.  Gaman að hitta fjölskyldur og vini, og ég sporðrenndi hálfu lambalæri í gær, með kartöflum,sósu, grænum ora baunum og rauðkáli...Jömm..

 


Þá..

er Íslandsförin alveg að bresta á og til marks um það keyrir þvottavélin "non stop" hér á bæ. Ekki er laust við að spenningur sé komin í strákinn enda ákvað hann um helgina að byrja að æfa sig á íslenskunni og kom með líka þetta fína "MAMM" og síðar fór að fylgja lítið "a" með svona í endann..kemur þó ekki alltaf..hmmm..tilviljun eða er drengurinn búin að segja fyrsta orðið..ég leyfi mér að halda því síðara fram enda með eindæmum stolt af honum fyrir að segja "MAMM" og að nota íslensku útgáfuna..en allir vita frá grunnskólaárunum að mamma er mor á danska málinu...Jessöríbob mikill skýrleiki í drengum sem nú btw. getur reist sig upp við sjónvarpsskápinn..drengurinn verður altalandi og hlaupandi um allt áður en hann nær að verða eins árs...greinilegt að foreldrarnir eru góð eintök til undaneldis..

Annars sá ég spaustofuna frá því á Laugardag og skemmti mér vel yfir henni..bara nokkuð gott hjá þeim..og Örn náttúrulega alveg drepfyndinn sem danskur "kommentater" röltandi upp/niður strikið...Greinilegt að danskurinn er að rifna úr öfund yfir skjótum "heimsyfirráðum" íslendinga..typisk dansk segi ég bara..þeir ég nú líka svo fínt orð yfir svona öfund út í náungann.."JENTELØV". Í framhaldi af allri þessari dönsk/íslensku krísu og í því sambandi áhrif dólgslátanna á íslensku krónuna.  Er ekki bara sniðugast að taka upp Evruna?...þá eru íslendingar ekki undir því komnir hvort að einhver aumur blaðamaður á þeim annars öðlings klósettpappír Ekstra bladet fer vitlausu meginn fram úr rúminu á morgnanna.  Gengi "pappírseyjupeninga" eru ögn viðkæmara en annarra mun alþjóðlegri gjaldmiðla...Nei ég segi bara sonna?...

Það var svo sem ekki meiningin að snúa pistli dagsins upp í rammpólitískan áróður...segi bara góðar stundir og eins og hún "Skorrý" frænka mín segir..gangið á guðs vegum..Við sjáumst hress á Akureyri..

Over and out..

Húsfreyjan með pólitískt harðlífi..


Svarthvíta hetjan mín..

Vorum að koma frá ljósmyndaranum..Júlíus minn var myndaður í bak og fyrir, og auðvitað fengu foreldrarnir að vera með....enda með eindæmum myndarlegt fólk hér á ferðinni..múhahahaha..Nei í alvöru talað þá hlakkar mig svooooooona mikið til að ná í myndirnar..Júlíus var alveg að fara á kostum og var við það að rifna úr hlátri við fíflalætin í mömmu sinni..sem og aðrir viðstaddir reyndar líka.  Thibaut hafði það að orði að hann hefði ekki ímyndað sér að ég ætti slík hljóð í eigu minni...en viti menn, neyðin kennir naktri..eða eitthvað í þá áttina.

Hver hefði trúað því..bara kominn helgi aftur..og já unbarnasundið er á sínum stað í fyrramálið..svo fer húsmóðirin í það að gera sig fína því annað kvöld heldur Jane vinkona mín upp á 30 ára afmælið sitt..það verður án efa svaka fjör..og svo förum við familien saman í afmæli á sunnudag hjá Charlotte...jessör ekta danskt "boller og lagkage" gerist víst ekki danskara en það...

Hér stigmagnast spennan fyrir Íslandsförina...enda ekki langt í hana..Excellent..


Áfram Þuríður Arna!!!

Þuríður Arna greindist með illvíga flogaveiki í október 2004 og í kjölfarið fundust æxli í höfði hennar sem á þeim tíma voru greind góðkynja.Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur ekki tekist að vinna bug á meini hennar og nú er svo komið að æxlið er skilgreint sem illkynja og útlit fyrir að  frekari meðferðarúræði séu ekki fyrir hendi. Nú ætlum við að leggjast á eitt og sagna fjármunum til að hún og foreldrar hennar geti átt góðar stundir saman.

Tónleikar
Til styrktar og heiðurs Þuríði Örnu Óskarsdóttur í Bústaðarkirkju Miðvikudaginn 8. nóvember kl 20.

Fram koma
Stebbi og Eyfi, Regína Ósk, Garðar Örn Hinriksson, Signý Sæmundsdóttir, Jóhann Friðgeir, Hanna Þóra og Ólöf Inga Guðbrandsdætur.

Ásamt
Guðmundi Sigurðssyni, Vilhelmínu Ólafsdóttur, Matthíasi Baldurssyni og Guðmundi S Sveinssyni

Kynnir verður
Anna Björk Birgisdóttir

Aðgangseyrir 2000 kr
Allt fé sem safnast á tónleikunum rennur óskert til Þuríðar Örnu og fjölskyldu hennar

Ég skora á alla sem vettlingi geta valdið að drífa sig á tónleikana...


Höfundur

Ólöf Guðrún Ólafsdóttir
Ólöf  Guðrún Ólafsdóttir
Akureyringur í Viborg

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband