Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Næturvaktablus

Er a minni tridju næturvakt...three down, one to go...eg er bara ekki byggd i næturvinnu...eg verd svo sljo tegar eg fæ ekki minn nætursvefn ad tad halfa væri nog.  Sidasta nott var reyndar su allra versta...eg nadi ekki ad sofa meira en 4 tima daginn adur og tad er ekki nog a tveimur solarhringum...eg var hreinlega ad verda hrædd vid sjalfan mig i gær...heilinn funkeradi bara ekki eins og hann atti og tad veltust inn sjuklingar ur øllum attum...tvi tetta er ad verda slysahelgin mikla.  Annars komst eg nu i gegnum nottina og an storslysa....eg sofnadi adur en eg nadi ad leggja hofudid a koddann og svaf i 6 tima straight, sem er bara vel af ser vikid fyrir mig.  Husbondin og barnid læddust um a tanum i allan dag til tess ad vekja mig ekki....Eg er bara nokkud hress i dag/nott

Annars er ekkert merkilegt i frettum...vedrid hefur leikid vid okkur "dani" sl. vikuna...og for hitastigid upp i 25 gradur tegar best let....gaman ad tvi og greinilegt ad sumarid er ad melda komu sina..

Jæja best ad snua ser ad vinnunni aftur...


Braudstrit

Jæja ta er alvara lifsins byrjud a ny.  Eg byrjadi ad vinna aftur fyrir viku sidan og erum vid øll svona ad venjast breyttum adstædum.  Mer finnst reyndar agætt ad vera komin i gang aftur og nota heilahluta sem eru bunir ad liggja i dvala lengi.  I tessum skrifudu ordum er eg a næturvakt, su fyrsta af fjorum gud hjalpi mer....en reyndar tær sidustu a tessarri deild tar sem ad eg byrja a skurdganginum tann 1. mai....og mig hlakkar til.  Bædi ad kljast vid nytt verkefni og svo er vinnutiminn grand midad vid tad sem eg er vøn...fra 730 til 1515 a daginn...og fri um helgar...Jibbi.. 

 Nu tad er komin dagsetning a utras eiginmannsins en tad verdur i kringum 29.mai sem er nokkrum døgum seinna en aætlad.  Eg er nu handviss um ad tessir trir manudir verdi fljotir ad lida...eg verd ad vera dugleg ad finna mer eitthvad vid ad vera...leggst i heimsoknir og svoleidis...og svo kemur audvitad i ljos hverjir seu vinir i raun...og kannski hringi endrum og eins eda sendi linu eda jafnvel droppi vid....tvi allar heimsoknir eru vel tegnar...

Nu eg sa ad sidan min er komin med tengil a MA reunion siduna og einhverjir eru ad lædast hingad inn....tad væri nu gaman ad fa eins og eitt og eitt kvitt...Grin

Annars ætla eg ekki ad hafa tetta lengra...Geeeeisp...over and out fra nattevagten..


Lasarus

Er þetta ekki týpískt....búið að bjóða fólki í mat í kvöld og svo aftur í síðbúið afmæliskaffi á morgun og drengurinn veikur...Greyið var kominn með háan hita í gærkveldi og var ansi slappur.  Hitinn er reyndar á niðurleið í dag og við erum að reyna að halda fast í afmælisplön á morgun.  Veðrið er virkilega að leika við okkur "dana" þessa dagana....sól og sumarhiti...við höfum ekki náð að njóta góða veðursins eins og til stóð sökum veikinda en við rákum nú aðeins nefið út í dag....Júlíus hafði gott af því aðeins að fá frískt loft og var bara nokkuð brattur seinni partinn...Við erum að vona að hann rífi þetta úr sér drengurinn bæði útaf af afmælisplönum en ekki síst vegna þess að á mánudaginn er fyrsti dagur hjá dagmömmu. 

Ég get með réttu sagt að ný vinnuvika hefjist hjá mér á mánudaginn....en þá er fyrsti vinnidagur eftir langt fæðingarorlof.  Það er ekki laust við að það sé að koma spenningur í mig...reyndar finnst mér hálf skrýtið að skilja Júlíus eftir hjá nánast ókunnugri konu....en okkur líst vel á Mette dagmömmu og erum vongóð um að Júlíusi líki vel hjá henni...Þar sem að ég byrja að vinna á mánudaginn tekur Thibaut frí í nokkra daga til þess að venja drenginn við. 

Hef svo sem ekki mikið meira að segja akkúrat núna....nema vildi nota tækifærið og óska Áslaugu og co. til hamingju með frábæru fréttirnar sem þau fengu fyrir helgi....Dóttir þeirra er algjör hetja og kraftaverkastelpa...


Jafnrétti

Það var frétt í danska fréttatímanum í kvöld sem vakti mig til umhugsunar.  Fréttin var um réttindi feðra við andlát nýbura við fæðingu.  Hér í Danmörku eru reglurnar nefnilega þannig að ef foreldrar verða fyrir því að barn þeirra látist við eða rétt eftir fæðingu þá fær móðirin 14 vikna "fæðingarorlof" en faðirinn aðeins 2 vikur.  Nú er verið að reyna að breyta þessum reglum þannig að faðirinn eigi rétt á sama orlofi eins og móðirinn.  Þetta er að mínu mati mjög nauðsynleg umræða og ekki spurning að feður eiga að eiga rétt á sama tíma til þess að syrgja og reyna að komast yfir áfallið.  Þessi frétt kom mér mjög á óvart því ég hélt að það væri orðið nokkuð gott samræmi í foreldralöggjöfinni.  Nú er ég ekki kunnug réttindum feðra á Íslandi en ég hef á tilfinningunni að það sé töluvert langt í að það sé fullt jafnrétti í þessum málum.  Við konur tölum alltaf um að það sé víða pottur brotinn hvað varðar jafnrétti kynjanna og þá sérstaklega réttindi kvenna.  Ég fæ ekki betur sé en að það vanti töluvert upp á réttindi karla...allavegana hvað varðar réttindi þeirra sem feðra. 

Er sumarið á leiðinni?

Það er allavegana það sem veðurfréttirnar lofuðu í kvöld...tuttugustigahiti og sól alla helgina og gleðin byrjar á föstudag.  Ég er nú þegar farin að hugsa um að draga sumarklæðin fram.  Það væri svei mér þá ekki amalegt að slá botninn í fæðingarorlofið með brakandi blíðu alla helgina...til er ég.  Páskafríið á enda og allt að komast í réttar skorður hér á bæ....eftir linnulaust át alla helgina.  Þarf heldur betur að taka sig á hér á bæ, ég fæ hreinlega ónotatilfinningu þegar ég hugsa um allt það nammi sem ég innbyrti sl. daga.   En batnandi manni er best að lifa og ég brá mér út að hlaupa í kvöld....samviskan er tandurhrein....tja allavegana í klukkutíma eða svo...því nú ligg ég hér á sófanum, nýbúin að éta "smá" ís.  Ég verð víst að verða mér úti um eitthvert 12 þrepa kerfi fyrir nammi alka....ég tek bara einn dag í einu

En talandi um að liggja hérna á sófanum þá er ég búin að glápa á imbann samhliða því að troða mig út af ís....Gvöð minn almáttugur hvað danskurinn getur kjaftað í timevis eins og maður segir á góðri dönsku.  Það er verið að debattera þátttöku danmerkur í Íraksstríðinu....vissulega vert umræðuefni....en nú er þessi blessaði þáttur búinn að vera í gangi í ca. tvo tíma og þátttakendurnir eru orðnir bláir af loftleysi af öllu kjaftæðinu.....og er fólk nær niðurstöðu....Nei og aftur nei...typical danish problem solving...við kjöftum bara fólk til dauða...Ég er allavegana þannig að ég kann betur að meta fólk sem brettir upp ermarnar, greinir vandann og finnur viðeigandi lausn....kannski barnalegt viðhorf....but hey thats me...


Páskafrí

Hér er vömbin að springa af mat.  Er búin að slátra eins og einu páskaeggi nr. 4 og hálfu alíslensku lambalæri í dag.  Þetta er bara eins og það á að vera.  Ég er ekki frá því að ég sé stærra fan af páskum en jólum....maður fær einhvern veginn meira fyrir peninginn...minna skreytingarvesen og fleiri frídagar.  Hér snýst allt um að njóta frídaganna í botn þar sem að nú styttist heldur betur í að ég fari aftur út á vinnumarkaðinn.  Það er ekki laust við að það sé að koma spenningur í mig.  Er reyndar í smá nostalgíu fíling,  datt inn á síðu árgangs 1997 frá MA (http://ma1997.muna.is. ) Fyrir þá sem ekki vita þá verð ég 10 ára stúdent í ár....stór tímamót, veit ekki , minnir mig kannski meira á að ég verð þrítug í desember...nei nei má ekki vera með svona stæla..maður fer náttúrulega að fylgjast með síðunni reglulega og fá nýjustu fréttir um viðburðinn...Ég reikna reyndar ekki með því að vera viðstödd dýrðina...öll sumarplön eru farin í vaskinn þar sem að karlinn flýgur af landi brott í lok mai og ég verð grasekkja fram í september.  Ég býst við að halda mig heimavið í sumar svona fyrir utan einstaka túr til köbenhávn...jæja þetta kemur víst allt saman í ljós síðar.

 

 

  


Höfundur

Ólöf Guðrún Ólafsdóttir
Ólöf  Guðrún Ólafsdóttir
Akureyringur í Viborg

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband