Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Haust

Já haustið er svei mér þá komið hingað til okkar "dana".  Hefur verið sudda veður með rigningu og roki alla helgina og tréin fella laufin. Ég þakka gvuði fyrir að við feldum stóra brikitréð okkar í fyrravetur..en það var ferlegt á haustin og bílinn sem og innkeyrslan og í raun allt lauslegt og fast var alþakið laufum.  Ég geri ráð fyrir því að nágrannar okkar séu kátir þar sem að tréskömmin var ekkert að skilja aðra útundan þegar að kom að útdeilingu laufblaða.  Annars finnst mér haustin ósköp notalegur árstími.  Litbrigin með eindæmum falleg og hvað er betra en að hjúfra sig undir teppi á kvöldin með kertljós og jafnvel eld i arninum á meðan regnið lemur húsið á utan.  Nú ef maður verður fyrir því ólani að þurfa að fara út úr húsi er ekkert annað að gera en að teygja sig í regnjakkann og stígvélin og Voila...vandamálið leyst..Sjáum til hvort að ég verði jafn rómantísk og jákvæð út í haustið í fyrramálið þegar ég þarf að hjóla í vinnuna....

Annars er róleg helgi liðin hjá...gærdagurinn fór að mestu í afslöppun þar sem að veðurguðirnir buðu ekki upp á sérstakt útivistar veður.  Við fengum litla vinkonu Júlíusar í heimsókn í gærdag og þótti það ekki slæmt.  Í dag lá leið okkar til Aarhus þar sem að STÓr vinkona okkar hún María Rún hélt upp á þriggja ára afmælið í dag.  Alltaf gaman að heimsækja hana og hennar fjölskyldu og Gvuð minn góður þvílíkar kræsingar.  Við fórum sko ekki svöng heim og segjum bara "takk fyrir okkur" og vonandi sjáumst við sem fyrst.  Júlíus var reyndar hálf slappur þegar við komum heim þannig að það verður óvíst með morgundaginn....vonandi hristir hann þetta af  sér sem fyrst en nú er að verða nóg komið af hori í nos og slappleika hér á bæ....

Ég segi bara gleðilega vinnuviku til allra sem bíða í ofvæni eftir því að mæta í vinnuna í fyrramálið (NOT)......


Heima á ný

Svei mér þá hvað tíminn líður hratt...bara vika eftir af september..og í dag eru þrír mánuðir til jóla.  Við komum heim heilu og höldnu eftir yndislega daga í Frakklandi.  Veðrir lék við okkur og hitastigið var ansi þægilegt miðað við árstíma.  Við nutum þess að flatmaga á ströndinni og skruppum m.a. í verslunar Slash mennignarleiðangur til Bordeux.  Það er orðinn fastur liður þegar við skreppum í sumarhúsið (hús tengdaforeldra minna) að skjótast til Bordeux.  Borgin er afar falleg og mikið af gömlum og merkum byggingum.  Bordeux er að ganga í gegnum mikla fegurðaraðgerð þannig að þau sl. þrjú ár sem við höfum sótt hana heim höfum við séð mikinn mun á milli heimsókna.  Fríið leið því miður allt of fljótt og við vorum komin heim á ný áður en að við vissum af.  Eiginmaðurinn stoppaði þó ekki lengi við og flaug til Stokkhólms í 10 daga daginn eftir heimkomuna, ég á reyndar von á honum heim á ný á morgun.

Annars er allt gott að frétta héðan úr Danaveldinu.  Ég og Júlíus byrjuðum á fullu í vinnu og hjá dagmömmu í síðustu viku.  Júlíus var nú aðeins ruglaður eftir fríið og eftir að hafa haft pabbi sinn hjá sér og svo fór hann aftur...en hann er seigur strákur og er í fínu formi núna.  Hann er nú óttalegur mömmukarl og hangir í annar buxnaskálminni á mér greyjið litla...ætli hann sé ekki hræddur um að ég fari bara líka..

 Fyrir áhugasama þá eru myndir úr sumarfríinu á Barnalandi og ég skipti um lykilorð fyrir stuttu síðan..endilega skrifið mér og ég sendi það um hæl..


Ég fer í fríið...

Þá er komið að langþráðu sumarfríi...og svona lítur veðrið út þar sem ég verð næstu 9 daga...hafið það gott elskurnar mínar...ég skrifa ferðasöguna þegar ég kem heim á ný...Cool

6-døgnsudsigt


Höfundur

Ólöf Guðrún Ólafsdóttir
Ólöf  Guðrún Ólafsdóttir
Akureyringur í Viborg

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband