Leita í fréttum mbl.is

Betra seint..

Hef ekki verið sú duglegasta við að skrifa...og hef ég góða afsökun. Þannig er mál með vexti að húsbóndinn var með farartölvu í láni frá vinnunni sem hann því miður varð að skila þar sem hann er komin í nýja stöðu...bévítans vesen segi ég bara þar sem ég var orðin ansi góðu von og það var orðið hreint quality time að liggja með tölvuna á maganum og skoða undraheim netsins þegar dagur var að kveldi kominn og einkasonurinn svifinn á vits við ævintýri í draumaheimi..við eigum auðvitað alveg hreint ágæta tölvu sjálf, hún er bara niðri í kjallara á skrifborðinu þar...og þegar það er dimmt úti og kalt á ég erfitt með að drusla mér í kjallarann í tölvuræksnið og skrifa línur...það er einhvern veginn meira "appeling" að sitja á mjúkum sófanum fyrir framan arinneldinn og gefa skáldagáfunni lausan tauminn...En ekki örvænta kæru lesendur...fartalva er ansi hátt á óskalistanum og verður án efa bætt úr ástandinu og já ég segi og meina ástandinu fljótt...enda ekki hægt að senda húsfreyjuna í náttsloppnum með rúllurnar í hárinu niður í kjallarann til þess að nýta sér tölvutæknina...Nei ég segi bara sonna..

Kv. Húsfreyjan í tölvuvandræðum....eða ekki alveg vandræðum bara pínu...æi .þið vitið hvað ég meina..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Oh hvað ég skil þig vel með að nenna ekki í kjallarann að skrifa svo þú verður að bæta úr og fá þér eitt stykki.

En gaman að þú sért komin í Danaveldi aftur hélt bara að þú ætlaðir aldrei að koma vínkona.  Verðum að fara hittast og þegar þú kemur í verslunarleiðangur þá er heitt á könnunni hérna.

kv. Brynja.

Brynja Kolbrún (IP-tala skráð) 30.11.2006 kl. 08:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólöf Guðrún Ólafsdóttir
Ólöf  Guðrún Ólafsdóttir
Akureyringur í Viborg

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband