Bloggfærslur mánaðarins, september 2006
28.9.2006 | 12:58
Einn góður..
Skrapp með Júlíus í sund áðan..sem svosem ekki í frásögurfærandi nema fyrir það eitt að ég heyrði líka þennan góða ljóskubrandara...og þar sem að ég tilheyri þessum hópi..þe. ljóskna þá legg ég ævinlega sérstaklega vel við hlustir þegar slíkir brandarar eru á ferðinni...
Ljóskan fór til læknissins því hún átti við leiðindavandamál að stríða..henni verkjaði út um allt...Þegar hún kom til læknisins sagði hún: "læknir mér verkjar út um allt og ég get ekki komið við mig án þess að því fylgji skerandi sársauki..sjáðu bara". Ljóskan potaði í hnéð á sér og hljóðaði af sársauka, svo kom hún við öxlina á sér, magann og lærið og í hvert einasta skipti sem hún ýtti á líkamshlutana öskraði hún af sársauka...Læknirinn skoðaði ljóskuna hátt og lágt og eftir gaumgæfa skoðun sagði læknirinn: "Ég hef góðar fréttir.... það er ekkert að hnénu, öxlinni, maganum eða lærinu". Það eru góðar fréttir sagði ljóskan..Hins vegar sagði læknirinn þá ertu puttabrotinn...HAHAHAHAHA..hviss bang..
Vildi bara deila þessum skemmtilega brandara með ykkur...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.9.2006 | 21:01
Milli steins og sleggju..
Það er alltaf jafn yndislegt að taka þátt í brúðkaupi..veðrið um helgina skemmdi heldur á engan hátt fyrir veisluhöldunum..sól og yfir tuttugu gráður..brúðurin gullfalleg..brúðguminn myndarlegur og svona til að toppa stemminguna flugu tvær flugvélar frá flugskólanum yfir kirkjuna í heiðurskyni þegar brúðhjónin gengur út..á meðan kollegarnir(by the way allir í búning)stóðu heiðursvörð úti..alveg hreint ævintýralegt..gott partý á eftir og Júlíus stóð sig eins og hetja og var á engan hátt til trafala..enda með eindæmum gott barn(hehehe). Allir voru vel þreyttir á sunnudaginn..þó sérstaklega foreldrarnir þar sem að við fórum seint að sofa og snemma á fætur. Við drifum okkur þó í afmælispartý til Maríu Rúnar í Aarhus á sunnudags seinnipartinn..enda látum við okkur ekki vanta í gott partý..góðar veitingar þar á ferðinni og gaman að sjá allt gengið..Takk fyrir okkur og vonandi sjáumst við sem fyrst aftur..
Annars er ekki mikið á döfunni þessa vikuna og er það vel..næsta helgi er fyrsta helgin í öllum september þar sem við erum ekki að fara að gera eitthvað..þannig að það verður slappað af..og farið í ungbarnasund..og jafnvel opnaður Haribo poki eða tveir..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.9.2006 | 08:57
Enginn lognmolla hér..
frekar en fyrri daginn...Skrapp í nálastunguna á mánudaginn, er nefnilega komin með vöðvabólgu af því að bera elskuna mína allan daginn..og mikið djöf. er svona nálastunga sársaukafull..djíís..Svo var mömmuhittingur í gær..alltaf huggó..Sú sem við heimsóttum í þetta skiptið er að gera upp gamalt hús..svakalega flott hjá henni, samt alveg hellingur eftir..Ég hef bara alls ekki þolinmæði í svona verkefni..Planið í dag er að skreppa í sund..ég og Júlíus erum orðnir fastagestir í lauginni..og drengurinn er að fíla þetta í botn..svo er stóra málið þessa vikuna..brúðkaup á laugardaginn..algjört maraþon bryllup..byrjar klukkan eitt eftir hádegi og stendur langt fram á nótt..veislan verður c.a. í klukkutíma fjarlægð frá Viborg þannig að við erum búin að panta okkur gistingu á staðnum..þetta verður semsagt lítil helgarferð..hlakka til að sjá brúðarparið..og auðvitað brúðarkjólinn...Hér er búið að redda sér kjóli, fíni búningurinn hans Tibba er klár...og ég er búin að dressa Júlíus upp...þannig að litla fjölskyldan er barasta að verða klár í slaginn...og ég gleymi auðvitað Austin..hann verður hjá Sillu vinkonu sinni...Svo til að slá botn í helgina brunum við til Aarhus á sunnudaginn..María Rún prinsessa heldur upp á tveggja ára daginn..við látum okkur ekki vanta í fjörið..frekar en fyrri daginn..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.9.2006 | 09:59
Hér er
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.9.2006 | 11:50
Thank god it's friday..
Nei segi bara svona..allavegana er helgin framundan..og það er nú gaman..Í fyrramálið mætum við fjölskyldan í ungbarnasund..og klukkan kortér i tvö fer húsfreyjan í badmintongallan og massar eins og einn leik á móti Risskov sem er lið frá Aarhus..þetta er fyrstu leikur þannig að það er svaka stemming í liðinu..ég er reyndar ansi þreytt í dag..því það má með sanni segja að ég sé komin á fullt..fór á æfingu á sunnudaginn, þriðjudaginn, fimmtudaginn og svo er leikur á morgun..er ansi aum í skrokknum en þetta gengur bara fínt og ég er með nóga mjólk þannig að þetta er bara súper..Ég spila einliða og tvíiða á morgun..og ekki nóg með að ég spili á morgun er planið að borða með liðinu á eftir og jafnvel kíkja við í partýi þar á eftir...þ.e. ef Júlíus Aron verður góður og sefur eins og hann er vanur...það verður sko gaman að kíkja aðeins út...
P.s. Góða helgi alle sammen...og Brynja ég veit þú MASSAR þinn leik á morgun..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.9.2006 | 08:28
Einn svona laufléttur
NÁMSKEIÐ FYRIR KARLA!!!
ALLIR VELKOMNIR
AÐEINS FYRIR KARLA
Athugasemd: námskeiðin eru flókin þannig að aðeins átta geta sótt
hvert námskeið
Hvert námskeið tekur tvo daga og efnið er eftirfarandi:
FYRRI DAGUR
HVERNIG Á AÐ FYLLA ÍSMOLAMÓT ?
Skref fyrir skref með glærusýningu
KLÓSETTRÚLLUR VAXA ÞÆR Á KLÓSETTRÚLLUHALDARANUM? Hringborðsumræður
MUNURINN Á RUSLAFÖTUM OG GÓLFI
Æfingar með körfuefni (teikningar og módel)
DISKAR OG HNÍFAPÖR: FER ÞETTA
SJÁLFKRAFA Í VASKINN EÐA UPPÞVOTTAVÉLINA?
Pallborðsumræður nokkrir sérfræðingar
AÐ TAPA GETUNNI
Að missa fjarstýringuna til makans Stuðningshópar
LÆRA AÐ FINNA HLUTI
Byrja að leita á réttum stöðum í stað þess að snúa húsinu við gargandi Opin umræða
SEINNI DAGUR
TÓMAR MJÓLKURFERNUR; EIGA ÞÆR
AÐ VERA Í ÍSSKÁPNUM EÐA Í RUSLINU?
Hópvinna og hlutverkaleikir
HEILSUVAKT; ÞAÐ ER EKKI HÆTTULEGT
HEILSUNNI AÐ GEFA HENNI BLÓM
PowerPoint kynning
SANNIR KARLMENN SPYRJA TIL VEGAR ÞEGAR ÞEIR VILLAST
Sönn saga frá manninum sem spurði til vegar
ER ERFÐAFRÆÐILEGA ÓMÖGULEGT
AÐ SITJA ÞEGJANDI MEÐAN HÚN LEGGUR BÍL?
Ökuhermir
AÐ BÚA MEÐ FULLORÐNUM; GRUNDVALLARMUNUR Á ÞVÍ AÐ BÚA MEÐ MÖMMU ÞINNI OG MAKA Fyrirlestur og hlutverkaleikir
HVERNIG Á AÐ FARA MEÐ EIGINKONUNNI Í BÚÐIR Slökunaræfingar,
hugleiðsla og öndunartækni
AÐ MUNA MIKILVÆGAR DAGSETNINGAR
OG AÐ HRINGJA ÞEGAR ÞÉR SEINKAR
Komdu með dagatalið þitt í tímann
AÐ LÆRA AÐ LIFA MEÐ ÞVÍ
AÐ HAFA ALLTAF RANGT FYRIR SÉR
Einstaklingsráðgjöf og samtöl
Leynist lítið sannleikskorn hérna..hmm..ekki gott að segja..
Góðar stundir út um allar jarðir....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2006 | 14:55
Hva?
Ég þurfti nú bara að líta á dagatalið í dag til þess að vera alveg viss um að það væri ekki komið sumar aftur..búið að vera algjört snilldar veður sl. daga..sól og hitinn skreið í 25 gráður í dag..veðrið hefur auðvitað verið nýtt til útiveru..skruppum í smá lautarferð í gær...Thibaut átti frí í gær út á helgina sem var ósköp huggulegt enda búin að vera mikið fjarverandi undanfarið..ég fór svo í það að reyta grasið og illgresið hérna í innkeyrslunni..gvöööð minn hvað það var mikið gras..og þvílík hreinsun að losna við þetta..ég er náttúrulega svakalega montinn með mig að hafa drifið í þessu..enda ekki annað hægt í góðviðrinu..svo er það bara badminton í kvöld..fyrsti leikur er á laugardaginn svo að það er betra að æfa sig aðeins áður..mér hlakkar bara svolítið til verð ég að viðurkenna..Áfram Viborg..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.9.2006 | 18:56
Dauðuppgefin..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.9.2006 | 18:43
Mmmmm..
Hef aðeins þrennt að segja...litli maðurinn sofnaður, gott sjónvarp og rauðvínsglas...mmmm...good times..
P.s klipparinn reddaði toppnum og ég er orðin svaka foxy..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.9.2006 | 14:58
Hálfgert ógeð..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tenglar
Áhugamálið
Ungviðið
Spakmæli
Af mbl.is
Erlent
- Tveir Danir á meðal ferðamanna sem létust
- John Prescott er látinn
- Boða byltingu í flugi til Grænlands
- Lars Løkke: Danir fylgjast náið með
- Vinaþjóðir Úkraínu kyndi undir sálfræðihernað Rússa
- Yfirvöld láta ekkert uppi: Sænsk herskip kölluð út
- Danir og Svíar útiloka ekki skemmdarverk
- Þúsundir þrömmuðu um götur Aþenu
- Ergelsi hjá Google
- Tvíburasystur týndust í Tyrklandi