12.3.2008 | 20:38
Letipúki
Það fer víst ekki framhjá neinum að bloggið hefur ekki forgang í mínu lífi...og svona er það bara. Annars hefur ýmislegt drifið á daga mína síðan síðast...og ber þar hæst:
-Byrjaði í nýrri vinnu/námi á svæfingardeildinni...jebbs verð með nefið niðri í bókum næstu tvö árin.
-Farin að hlaupa reglulega aftur enda mikið og skemmtilegt hlaupasumar framundan.
-Júlíus er að verða ansi sleipur bæði í dönskunni og ylhýru íslenskunni.
-Klúbbaskipti framundan.
-Búin að taka kjallarann í gegn og henda öllum óþarfa....ótrúlega hreinsandi.
-Skemmtilegt vetrarfrí.
Annars koma mamma og pabbi á föstudaginn í páskaleyfi og það verður skemmtilegt að sjá þau. Ég fer í frí á þriðjudaginn og verð í fríi um páskana. Ætla að njóta þess að vinna vorverkin í garðinum en hann þarf virkilega á því að halda....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.12.2007 | 13:26
Bla bla bla
Smá skemmtilegheit i tilefni af deginum á morgun og svona til að minna okkur á að brosa reglulega...og að maður er alltaf ungur í anda...
http://www.slide.com/r/5un2egc77T-ZHrdEku9UMGyt0gVJ7mop
Mér finnst þetta svo krúttlegt....hef líka alltaf verið mikill Muppets aðdáandi...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.11.2007 | 07:26
Jule jule...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.11.2007 | 17:53
Góðar fréttir..
Þá er búið að tryggja sér miða til Íslands um jólin og litla fjölskyldan í Viborg ætlar enn einu sinni að leggja land undir fót. Okkur hlakkar mikið til og það verður án efa gaman að koma aftur á heimaslóðir. Við leggjum í hann þann 19. des og komum heim á ný þann 3. janúar. Planið er að vera á Akureyri að mestu leyti.
Annars er allt að komast í fyrra horf eftir erfiðar vikur. Allir farnir að vinna og Júlíus byrjaður aftur hjá dagmömmu. Maður er aðeins farin að huga að jólunum og er svei mér þá búin að versla nokkar jólagjafir sem er nú í fyrra fallinu fyrir mig. Ég verð aldrei þessi súper myndarlega húsmóðir sem er búin að kaupa allar jólagjafir í ágúst á sumarútsölunum og er búin að baka þrjár sortir af smákökum og frysta niður í nóvember. En allavegana þá er ég byrjuð...og er bara ánægð með það...maður verður að vera ánægður með litlu sigrana hérna í lífinu. Nú jólageðveikin er byrjuð í öllum búðum og duttu nú af mér allar dauðar lýs um síðustu helgi þegar að ég skrapp í Magasín og það var spiluð jólatónlist í öllum kerfum...við erum að tala um 10. nóvember. Ég er bara nokkuð sátt við þá óskrifuðu reglu að maður á ekki að spila jólatónlist fyrr en 1. des....ég verð komin með ræpu ef ég þarf að hlusta á "Last christmas" í tvo mánuði. Danir eru þegar byrjaðir að halda Julefrokost og eru tveir á dagskránni hjá mér. Ég er reyndar enginn stór aðdáandi Julefrokosta. Þessar blessuðu samkundur eru yfirleitt makalausar og taka mest allann daginn. Danir líta líka á þessar skemmtanir sem einhverskonar afsökun fyrir því að drekka sig gjörsamlega út úr heiminum ( og trúið mér það er vel hægt ef partýið byrjar kl. 14.00) og gjarnan skreppa á klósettið með vinnufélaga ( og þá á ég ekki við að sinna hinu hefðbundna kalli náttúrunnar). Ég á pínu lítið erfitt með að sjá hvernig að slík á að bæta vinnumóralinn og þjappi samstarfsfólki saman.....nema þá þessa einu kvöldstund. Ég verð að taka fram að þar sem að á mínum vinnustað eru að mestu kvenkyns starfsmenn þá er hættan á vafasömum klósettferðum í lágmarki....Mér hlakkar reyndar aðeins til skemmtuninnar í minni vinnu þar sem að búið er að leigja skemmtikraft. Þekktur miðill og stílisti ætlar að skemmta okkur og það er skemmtun í lagi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.11.2007 | 20:54
Af mér og mínum..
Að baki er afar erfið vika en elskuleg tengdamóðir mín Inga A. Guilbert lést þann 4 nóvember sl., 59 ára að aldri. Hún barðist hetjulega við krabbamein í tvö ár en sjúkdómurinn hafði því miður betur að lokum. Blessuð sé minning hennar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.9.2007 | 19:14
Haust
Já haustið er svei mér þá komið hingað til okkar "dana". Hefur verið sudda veður með rigningu og roki alla helgina og tréin fella laufin. Ég þakka gvuði fyrir að við feldum stóra brikitréð okkar í fyrravetur..en það var ferlegt á haustin og bílinn sem og innkeyrslan og í raun allt lauslegt og fast var alþakið laufum. Ég geri ráð fyrir því að nágrannar okkar séu kátir þar sem að tréskömmin var ekkert að skilja aðra útundan þegar að kom að útdeilingu laufblaða. Annars finnst mér haustin ósköp notalegur árstími. Litbrigin með eindæmum falleg og hvað er betra en að hjúfra sig undir teppi á kvöldin með kertljós og jafnvel eld i arninum á meðan regnið lemur húsið á utan. Nú ef maður verður fyrir því ólani að þurfa að fara út úr húsi er ekkert annað að gera en að teygja sig í regnjakkann og stígvélin og Voila...vandamálið leyst..Sjáum til hvort að ég verði jafn rómantísk og jákvæð út í haustið í fyrramálið þegar ég þarf að hjóla í vinnuna....
Annars er róleg helgi liðin hjá...gærdagurinn fór að mestu í afslöppun þar sem að veðurguðirnir buðu ekki upp á sérstakt útivistar veður. Við fengum litla vinkonu Júlíusar í heimsókn í gærdag og þótti það ekki slæmt. Í dag lá leið okkar til Aarhus þar sem að STÓr vinkona okkar hún María Rún hélt upp á þriggja ára afmælið í dag. Alltaf gaman að heimsækja hana og hennar fjölskyldu og Gvuð minn góður þvílíkar kræsingar. Við fórum sko ekki svöng heim og segjum bara "takk fyrir okkur" og vonandi sjáumst við sem fyrst. Júlíus var reyndar hálf slappur þegar við komum heim þannig að það verður óvíst með morgundaginn....vonandi hristir hann þetta af sér sem fyrst en nú er að verða nóg komið af hori í nos og slappleika hér á bæ....
Ég segi bara gleðilega vinnuviku til allra sem bíða í ofvæni eftir því að mæta í vinnuna í fyrramálið (NOT)......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.9.2007 | 18:43
Heima á ný
Svei mér þá hvað tíminn líður hratt...bara vika eftir af september..og í dag eru þrír mánuðir til jóla. Við komum heim heilu og höldnu eftir yndislega daga í Frakklandi. Veðrir lék við okkur og hitastigið var ansi þægilegt miðað við árstíma. Við nutum þess að flatmaga á ströndinni og skruppum m.a. í verslunar Slash mennignarleiðangur til Bordeux. Það er orðinn fastur liður þegar við skreppum í sumarhúsið (hús tengdaforeldra minna) að skjótast til Bordeux. Borgin er afar falleg og mikið af gömlum og merkum byggingum. Bordeux er að ganga í gegnum mikla fegurðaraðgerð þannig að þau sl. þrjú ár sem við höfum sótt hana heim höfum við séð mikinn mun á milli heimsókna. Fríið leið því miður allt of fljótt og við vorum komin heim á ný áður en að við vissum af. Eiginmaðurinn stoppaði þó ekki lengi við og flaug til Stokkhólms í 10 daga daginn eftir heimkomuna, ég á reyndar von á honum heim á ný á morgun.
Annars er allt gott að frétta héðan úr Danaveldinu. Ég og Júlíus byrjuðum á fullu í vinnu og hjá dagmömmu í síðustu viku. Júlíus var nú aðeins ruglaður eftir fríið og eftir að hafa haft pabbi sinn hjá sér og svo fór hann aftur...en hann er seigur strákur og er í fínu formi núna. Hann er nú óttalegur mömmukarl og hangir í annar buxnaskálminni á mér greyjið litla...ætli hann sé ekki hræddur um að ég fari bara líka..
Fyrir áhugasama þá eru myndir úr sumarfríinu á Barnalandi og ég skipti um lykilorð fyrir stuttu síðan..endilega skrifið mér og ég sendi það um hæl..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.9.2007 | 12:53
Ég fer í fríið...
Þá er komið að langþráðu sumarfríi...og svona lítur veðrið út þar sem ég verð næstu 9 daga...hafið það gott elskurnar mínar...ég skrifa ferðasöguna þegar ég kem heim á ný...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.7.2007 | 21:40
Afsakið hlé
Ég er ekkert hætt...bara smá sumarleti í gangi. Er með hele familien í heimsókn og því hefur verið við nóg að starfa og Júlíus nýtur þess að hafa afa og ömmu hjá sér. Þó svo að danska sumarveðrið hafi svikið okkur þá er vantar ekkert upp á sumarskapið og gamli íslendingurinn vaknar upp í manni þegar maður stendur með rjómaís í rigningunni....Annars líða vikurnar óðfluga og fer að líða að komu eiginmannsins...bara um það bil mánuður eftir sem er auðvitað peanuts..
...Har det bra´
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.7.2007 | 20:43
Hvað er uppi? (What´s up?)
Langt síðan síðast og verð ég að viðurkenna að ég er ekkert alltof viljug við tölvuna. Það er nóg að starfa sem einstæð móðir og hafa skrif við tölvuna ekki haft forgang hjá mér síðustu daga..Byrjun vikunnar fór í að liggja með hor og almennan slappleika hérna heimavið, ég hélt á tímabili að hausinn á mér væri að springa af óþverranum og þorði varla að beygja mig niður af hræðslu við að þrýstingurinn yrði meiri en höfuðkúpan gæti borið. Dagarnir eru ansi fljótir að líða og er svosem ekki mikið fréttnæmt...sami söngurinn...vaknað, borðað, dagmamma, vinna, sækja frá dagmömmu og svo framveigis....Ég er mjög ánægð í nýju vinnunni og er aðeins byrjuð að aðstoða sjálstætt við hinar ýmsu aðgerðir...ég er 100% viss um að ég gerði rétt þegar ég skipti um starf og er bara sátt. Síðasta helgi leið hratt en örugglega. Laugardagurinn fór í að gæsa vinkonu mína. Við vorum nú góðar við hana og hún slapp við að gera sig að fífli...hún er nú rólyndissál og okkur fannst ekki við hæfi að pína hana of mikið. Dagurinn var skemmtilegur og ég held að hún (brúðurin) hafi verið ánægð, enda var það fyrir öllu. Við fengum fullt af góðum mat, fórum í keilu og glergerð þar sem hún blés í gler...svona til að stikla á stóru...þetta er ekkert sem maður fær stress af...bara eintóm "hygge". Sunnudagurinn fór nú bara að mestu í leti enda var ég farin að finna fyrir kvefhelvítinu..danaprinsessan var skírð á sunnudaginn og var byrjað að sjónvarpa "live" kl. 8.30 á sunnudagsmorgun. Skírnin fór reyndar ekki fram fyrr en kl. 11.30 þannig að lengi vel fra sjónvarpað beint frá tómu bílastæði fyrir framan Fredriksborg slot þar sem að herleg heitin fóru fram...mikið var spekulerað í klæðnaði væntanlegra skírnargesta og skemmtu danir sér konunglega þegar að fyrstu gesti bar að garði um tíu leytið. En vegna lélegra vegamerkinga keyrðu fyrstu gestirnir ranga leið og hringsóluðu um bílastæðið "live". Nú einhvern tímann á milli tískuspekúlantanna og bílastæðavandræðanna sofnaði ég og vaknaði nákvæmlega 11.45 þ.e. nokkrum mínutum áður en að prinsessan fékk nafn....Hjúkkit....nei djók..mér er eiginlega slétt sama...fínt að hafa smá að tala um í kaffipásunum í vinnunni...enda héldu danir ekki vatni yfir atburðinum...Talandi um að halda ekki vatni þá er mér hætt að standa á sama með rigninguna hérna. Hér rignir alla daga og finnst mér heldur betur nóg um...mætti alveg fara að koma smá sól og hlýja...ég hugsa amk. hlýtt til framiðanna til Frakklands í byrjun sept...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)