Leita í fréttum mbl.is

Lidt sjov...

Fékk þennan skemmtilega link frá Línu í Kananda.....og nú deili ég honum með ykkur

http://www.youtube.com/watch?v=s-mOy8VUEBk....


Nýjar lummur

Eins og í flest öllum bloggum mínum verð ég að nefna veðrið á nafn...hér hefur verið hrein bongó blíða alla vikuna og húsfreyjan er bara að verða fallega brún á litinn..

Á sunnudaginn síðasta fór fram hálf maraþonið umtalaða í c.a. 30 stiga hita.  Það var heitara en í sölum helvítis og ég hélt að ég væri að andast á síðustu 5 kílómetrunum.  Reyndar var stærsta krísan í sirka miðju hlaupinu þar sem að ég hafði drukkið ansi mikið vatn daginn áður og um morguninn til þess að vera klár í hitann....ég var í svaka spreng og gerði heiðarlega tilraun til þess að halda í mér...en nei þrýstingurinn jókst með hverju spori og ég lét til neyðast og hoppaði bak við runna og losaði umfram vökvann þar.  Ég barðist við illgresi og brenninetlur áður en að ég fann "the spot" og bar þess merki allann daginn á fótleggjunum...en betra þar en...þið vitið hvar!!! Annars varð mér hugsað til bókarinnar "How to shit in the woods" á meðan ég var að sinna kalli náttúrunnar...Ég og Lína vinkona rákumst á þessar fleygu bókmenntir einhvertímann og það hefði verið gáfulegt að lesa hana betur, ég hefði án efa verið betur undirbúin..En ég náði í mark að lokum og ekkert á versta tíma heldur, náði 19. sæti af c.a 400 kerlum þannig að ég er nokkuð sátt við árangurinn enda voru aðstæðurnar ekki þær bestu...

Því miður veiktist Júlíus seinni partinn á sunnudaginn og var kominn með hita...það er svo sem ekki í frásögurfærandi nema fyrir þær sakir að hann er búin að vera undir læknishendi nærri allan mánuðinn.  Við fórum upp á spítala og eftir langa bið og margar prufur var komist að þeirri niðurstöðu að hann væri kominn með lungnabólgu greyið litla.  Við fengum að fara heim og hann er byrjaður á lyfjameðferð við þessu.  Hann er búin að vera slappur og með hita síðan og ég er að vona að þetta lyf fari að virka fljótlega..

Annars gengur grasekkju lífið ágætlega og vikurnar líða fljót..það er nóg að starfa og nú er okkur farið að hlakka til 17.júni en þá er planið að skreppa til Aarhus og fagna deginum þar.  Það er að segja ef heilsufarið á syni mínum er farið að skána...


Newsflash!

Hér í konungsríkinu er veðrið ekki af verri endanum þessa dagana.....sólin skín í heiði og hitastigið er ljúft....og svona er útlitið næstu daga...samanber www.dmi.dk.

Nú driftin var alveg að drepa mig í kvöld þannig að ég ákvað að endurlífga barnalandssíðu sonarins og eru komnar inn nokkrar nýjar myndir...enjoy....ég geri ráð fyrir að vera ansi aktív með myndavélina þar sem að Thibaut er fjarri góðu gamni og getur aðeins fylgst með í gegnum netið...

Ég ætla að láta þetta duga í bili....nætí næt...


Grannar...allir þurfa góða graaanna..

Jæja þá er karlinn floginn á brott og við Júlíus erum ein í kotinu. þetta gengur nú bara ljómandi að vera grasekkja...og dagarinir fljúga af stað, enda hef ég frískan 14 mánaða orkubolta til að stytta mér stundirnar. 

Nú þar sem að ég er ein í koti og hef engan karlkyns til þess að sinna garðslætti varð ég að vinda mér út garð í dag og slá lóðina....það er nú svo sem ekki í frásögu færandi nema fyrir þær sakir að nágranni minn kæri var úti á sama tíma og ég.  Hann og hans frú eru kominn á eftirlaun og eitt af þeirra stóru hobbýum er garðurinn...sérstaklega hans og ber garðurinn hans þess fagurt vitni...dýrustu golfflatir landsins blikna í samanburði við grænu og sérlega vel hirtu lóðina hans...hvert einasta strá er jafn langt og er það ekki óalgeng sjón að sjá hann skríða á fjórum fótum, nærri því með flísastöng við það að fjarlægja illgresi og annan ófögnuð.  Nú í dag var granninn minn kæri að ditta að húsinu nánar tiltekið þakinu...eða réttara sagt að þvo þakið....ég fylgdist með með öðru auganum á meðan ég sinnti garðvinnunni og hló hátt inn í mér að aðförunum.  Blessaður karlinn var upp á þaki með svona Ajax gluggalög og lítinn bursta og pússaði þakið nánast einn þakstein í einu.....mér fannst þetta fyndin sjón....og það verður að taka það fram að þakið er býsna stórt...sumir hafa greinilega meiri tíma á sínum höndum en aðrir...


Handhirða

Ég vona að Bush karlinn hafi þvegið sér vel um hendurnar á eftir....það fylgdi nefnilega ekki sögunni...
mbl.is Bush fékk óvænta flugsendingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Take it easy..

Þá er Ipodinn fullur af nýrri músík...er nýbúin að hlaða inn nýjustu smellunum..og er því klár í slaginn á morgun að kljást við tuttugu km.  Nú það hjálpar auðvitað að ég brá mér til Flensborgar í dag og keypti nýjan hlaupagalla..jakka, bol og hálfar thights...bleikt og svart..ég verð svaka gella á morgun...því mottóið er að ef formið er ekki alveg í toppi þá verða að græjurnar verða vera tip top...you have to look the part darling ...hahaha..Óskið mér góðs gengis..

Jelló

Er nýkominn inn úr dyrunum, rjóð í kinnum eftir yndislegan hlaupatúr...12.9km voru á dagskránni í dag...og er að stefna á 20km á sunnudaginn. Ég er öll að koma til eftir fæðingarorlofið og er bara nokkuð frá á fæti...Nú eru eflaust margir sem hrista höfuðið og hugsa af hverju í andsk. maður er að leggja þetta á sig...ég segi nú bara við efasemdarmenn, prófaðu sjálfur/sjálf og þá veistu hvað ég er að tala um....Annars er stefnan sett á Viborg Avis Maraþon þ.e.a.s. hálf maraþon...þann 10. júni og það er ekki að verða langur tími til stefnu.  Viborg er frábær hlaupabær og hér hleypur fólk á öllum aldri allt árið um kring...það er mikill félagskapur í kringum þetta og mikil stemming í kringum Viborg hálfmaraþon...Jón hlaupari myndi örugglega fíla sig vel hér..(smá Akureyrar brandari) Ég vona bara að það verði ekki 25 stiga hiti akkúrat daginn sem hlaupið fer fram...það verður heitara en í helvíti að hlaupa rúma 21km í slíku óveðri...(á einungis við hálfmaraþon, alla aðra daga eru 25 gráður ljómandi veður).

Nú eins og ég nefndi í síðustu færslu er heldur betur að styttast í að karlinn leggi land undir fót...Ég er náttúrulega búin að skipuleggja ýmis verkefni fyrir karlinn sem hann þarf að klára áður en að hann stingur af...klippa runna, slá gras, hreinsa þakrennuna og svo mætti lengi telja....ég geri eiginlega ráð fyrir að hann verði guðslifandi feginn að losna úr þrælavinnunni á þriðjudaginn...Við erum nú reyndar að stefna á rólega helgi...kannski að skreppa í nokkra bíltúra...Flensborg er sterkur kandidat þar sem að hér er öl og gos lagerinn orðinn tómur....ekki það að ég geri ráð fyrir því að liggja í mjöðnum góða í sumar...það er bara alltaf gott að eiga byrgðir þegar góða gesti ber að garði...HINT HINT... 


Í fréttum er þetta helst..

Ég er nú bara nokkuð stolt af mér...ég mundi lykilorðið og ef tekið er tillit til hvursu langt er síðan ég hef litið hérna inn þá er það vel af sér vikið...

Núbb ýmislegt hefur drifið á daga okkar síðan síðast.  Við erum öll búin að liggja með flensu hér á bæ og við vorum tvo daga á spítala með Júlíus þar sem að hann tók upp á því að fá hitakrampa....eitthvað sem að okkur langar ekki til að prófa aftur..en hann er nú orðinn eldhress og byrjaður hjá dagmömmunni aftur...Mér líkar alveg hreint ljómandi vel í nýju vinnunni og læri eitthvað nýtt á hverjum degi...skurðgangurinn er mjög spennandi staður...og það hefur ekki liðið yfir mig ennþá..þannig að það er góðs viti.

Nú er heldur betur farið að styttast í að karlinn fljúgi vestur um haf...næsta þriðjudag...og við sjáum hann ekki fyrr en í september....það verður pínu skrítið að vera einstæð...en ég er þó sannfærð um að tíminn verði fljótur að líða...og svo skemmir ekki fyrir að danska veðurstofan var að lofa heitasta sumri í manna minnum...

 


Næturvaktablus

Er a minni tridju næturvakt...three down, one to go...eg er bara ekki byggd i næturvinnu...eg verd svo sljo tegar eg fæ ekki minn nætursvefn ad tad halfa væri nog.  Sidasta nott var reyndar su allra versta...eg nadi ekki ad sofa meira en 4 tima daginn adur og tad er ekki nog a tveimur solarhringum...eg var hreinlega ad verda hrædd vid sjalfan mig i gær...heilinn funkeradi bara ekki eins og hann atti og tad veltust inn sjuklingar ur øllum attum...tvi tetta er ad verda slysahelgin mikla.  Annars komst eg nu i gegnum nottina og an storslysa....eg sofnadi adur en eg nadi ad leggja hofudid a koddann og svaf i 6 tima straight, sem er bara vel af ser vikid fyrir mig.  Husbondin og barnid læddust um a tanum i allan dag til tess ad vekja mig ekki....Eg er bara nokkud hress i dag/nott

Annars er ekkert merkilegt i frettum...vedrid hefur leikid vid okkur "dani" sl. vikuna...og for hitastigid upp i 25 gradur tegar best let....gaman ad tvi og greinilegt ad sumarid er ad melda komu sina..

Jæja best ad snua ser ad vinnunni aftur...


Braudstrit

Jæja ta er alvara lifsins byrjud a ny.  Eg byrjadi ad vinna aftur fyrir viku sidan og erum vid øll svona ad venjast breyttum adstædum.  Mer finnst reyndar agætt ad vera komin i gang aftur og nota heilahluta sem eru bunir ad liggja i dvala lengi.  I tessum skrifudu ordum er eg a næturvakt, su fyrsta af fjorum gud hjalpi mer....en reyndar tær sidustu a tessarri deild tar sem ad eg byrja a skurdganginum tann 1. mai....og mig hlakkar til.  Bædi ad kljast vid nytt verkefni og svo er vinnutiminn grand midad vid tad sem eg er vøn...fra 730 til 1515 a daginn...og fri um helgar...Jibbi.. 

 Nu tad er komin dagsetning a utras eiginmannsins en tad verdur i kringum 29.mai sem er nokkrum døgum seinna en aætlad.  Eg er nu handviss um ad tessir trir manudir verdi fljotir ad lida...eg verd ad vera dugleg ad finna mer eitthvad vid ad vera...leggst i heimsoknir og svoleidis...og svo kemur audvitad i ljos hverjir seu vinir i raun...og kannski hringi endrum og eins eda sendi linu eda jafnvel droppi vid....tvi allar heimsoknir eru vel tegnar...

Nu eg sa ad sidan min er komin med tengil a MA reunion siduna og einhverjir eru ad lædast hingad inn....tad væri nu gaman ad fa eins og eitt og eitt kvitt...Grin

Annars ætla eg ekki ad hafa tetta lengra...Geeeeisp...over and out fra nattevagten..


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ólöf Guðrún Ólafsdóttir
Ólöf  Guðrún Ólafsdóttir
Akureyringur í Viborg

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband