Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
28.3.2007 | 11:01
Hvar er Ólöf?
Hún er komin heim til Viborgar aftur eftir mikinn ferðamánuð og það liggur við að starfsfólk flugfélaganna þekki mig og Júlíus með nafni núna. Annars er alltaf gott að koma heim í heiðardalinn aftur, við lentum í Álaborg sl. föstudag og að lendingu lokinni var brunað beint í IKEA í Aarhus og bíllinn fylltur. Veðrið er guðdómlegt þessa dagana glampandi sólskin og svei mér þá ef hitinn fór ekki í 15-16 gráður í gær. Hér á bæ er vorverkin komin á fullt, verið að sjæna garðhúsgögnin og svo framvegis. Myndarlega húsmóðirin tók sig til og þvoði gluggana að utan um helgina, hins vegar verð ég að viðurkenna að árangurinn er slappur og því kemur fagmaður á morgun til að meta verkið. Ég kann bara ekki að þvo svona glerdrasl án þess að það sé fullt af röndum á því.
Nú nýjustu fréttir eru þær að ég byrja í nýju starfi þann 1.maí. Ég fór í atvinnuviðtal í gærmorgun og fékk stöðuna. Ég er semsagt að byrja í þjálfun sem skurðhjúkka og hlakkar mikið til, og svona til að gleðja mig enn frekar þá er þetta vaktalaust jobb. Allavegana svona fyrsta árið á meðan að ég er í náminu.
Við skruppum og heimsóttum dagmömmu Júlíus í gær og í dag. Okkur líst bara vel á hana og hún býr bara steinsnar frá okkur kannski 500m. Júlíus var hinn kátasti með heimsóknirnar og var ekkert á því að koma heim með okkur aftur. Á föstudaginn fær hann svo að skreppa með dagmömmunni í heimsókn til annarrar dagmömmu og leika sér við börnin, en hann fer svo á fullt þann 16. apríl. Já mikið verður það nú skrýtið að skilja hann eftir hjá nánast ókunnugri konu, en við bæði höfum gott af því enda algjörar samlokur.
Svo er afmæli prinsins framundan og verður næsta helgi tileinkuð honum. Okkur hlakkar mikið til enda verður maður bara eins árs einu sinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.3.2007 | 13:38
Ég hata
-Frekju og yfirgang
-Fólk sem ekki þorir að segja hvað það meinar beint við mann
-Þegar maður er nýbúinn að kaupa helling inn og er að pakka í pokana, þá heldur færibandið áfram að hreyfast og á endanum eru allar vörurnar í risa fjalli við endann á bandinu.
-Óstundvísi...og sérstaklega mín eigin
-Biðraðir
-Þegar að ókunnugt fólk úti á götu er að gefa manni góð ráð um barnauppeldi (á sérstaklega við um dani)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.3.2007 | 22:24
Smá pása
Ég er búin að liggja í blogg dvala síðasliðinn mánuðinn eða svo...hef ekki haft neitt að skrifa um og því látið það eiga sig. Andinn er þó kominn til baka og verður reynt að bæta úr þessu bloggleysi. Í þessum skrifuðum orðum er ég og Júlíus á Akureyri....já aftur en tilefnið er ekki skemmtilegt..við þurfum að vera viðstödd jarðaför í næstu viku.
Í Danmörku er allt í lukkunnar velstandi...tja nema hjá prins Hinrik finnst lífið ekki leika við sig...enda aðeins titlaður prins....það er semsagt ekki kátt í höllinni þessa dagana. Ég held hann ætti að einbeita sér að dönskunáminu í staðinn fyrir að vera alltaf vælandi í fjölmiðla...
Vorið er að koma í konungsríkinu, fuglarnir farnir að syngja og daginn er farið að lengja. Nú með hækkandi sól breikkar brosið á mér enda minn uppáhalds árstími...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)