Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007
31.1.2007 | 11:01
Háspenna, lífshætta
Þvílíkur leikur í gær...vá..ég titra ennþá..ég var saman með nokkrum dönum í gærkvöldi að horfa á leikinn og ég held svei mér þá að ég hafi hrópað hærra á köflum en allir baunarnir til samans...annars grátlegur endir...
Það er algjört skítaveður úti og ekki annað að gera en að "hygge sig" heimafyrir...hér stendur tiltekt og bollubakstur fyrir dyrum í dag...enda er það svo "hyggeligt". Júlíus "slasaði" sig í fyrsta skipti í gærkvöldi..barnið datt og sprengdi vör....og já það blæddi heil ósköp...en sem betur fer gekk þetta nú fljótt yfir og allir gátu tekið gleði sína á ný.
Las í mogganum að The Police ætlaði að spila aftur....jibbí segi ég nú bara enda hef ég verið Sting fan í mörg ár sem og aðdáandi The Police...nú er bara að vona að þetta verði þvílíkt kommbakk að þeir neyðist til að túra um Evrópu....ég ætla allavegana pottþétt að fylgjast með hvað verður úr þessu hjá þeim drengjunum...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.1.2007 | 21:12
Andlaus, loftlaus og vitlaus..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2007 | 11:52
Úti er alltaf að snjóa..
Veturinn kom á mánudaginn...mínusgráður og alhvít jörð. Þið vitið svona hæfilega mikill snjór...sem rétt nær að leggja hvíta slæðu yfir jörðina án þess þó að vera svo mikill að maður komist ekki ferða sinna. Mér finnst þetta ósköð kósý (og nú veit ég að karl faðir minn bölvar mér í hljóði), það er eitthvað svo fallegt úti og í gær skein svo sólin til þess að setja lokapunktinn á listaverkið. Annars gengur lífið sitt vanagang hér á bæ..það er kannski takmarkað hvað heimavinnandi húsmóðir getur skrifað af spennandi sögum...ég hugsa að þær hljómi allar eins...kannski einhvern veginn svona..
" Í morgun fór ég á fætur, klæddi barnið og sjálfan mig. Snæddum morgunverð...það var hafragrautur í dag..nú þegar klukkan nálgaðist ellefu var kominn tími á lúr...við trítluðum með barnavagninn þangað til drengurinn sofnaði....ooog svo framvegis..."
Ég ætla að hlífa ykkur frá slíkum sögum...annars líður að því að ég fari að vinna aftur..16. apríl er dagurinn....verður án efa skrýtið að standa í "uniforminu" aftur...ég man ekki einu sinni lykilorðið mitt til að komast inn í tölvukerfið hvað þá að blanda og starta epidural dreypi....nei ég segi svona ætli þetta komi ekki. Ég geri ráð fyrir því að maður fái smá slaka svona í byrjun að minnsta kosti, í hope so at least...er ekki alveg viss um að annað væri verjanlegt.
Nú frá einu í annað. Framkvæmdirnar utandyra eru langt komnar...og jeminn góður..þvílíkur munur...ég verða að setja inn hérna before and after myndir.
Annars svona fyrir áhugasama eru komnar nýjar myndir á barnalands síðuna og fleiri eru á leiðinni..
kveð að sinni...
Húsmóðirin síkáta
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.1.2007 | 21:01
Og þá var kátt í höllinni
Ragna og Tinna tryggðu Íslendingum sæti á meðal þeirra bestu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.1.2007 | 22:45
Áfram Ísland
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.1.2007 | 20:02
Aldur og annað...
Var að renna upp fyrir mér ljós...ég verð sko þrítug í ár, reyndar eftir 11 og hálfan mánuð..en samt..þetta er staðreynd. Eitt ótvírætt merki um að aldurinn sér að færast yfir mann er pöntunarsíðan hjá flugfélögunum. Ég var að panta mér miða til Íslands í dag..sem er nú ekki í frásögufærandi í aldurslegu samhengi...nema fyrir það eitt að þegar þú ert búin að slá inn nafn og kyn og svo framvegis, kemur að innslátti fæðingardags og árs...og mér varð brugðið...ég þurfti að "skrolla" ansi lengi...áður en ég fann fæðingarár mitt..1977....so it´s official ím getting óld...
Annars að öðru og mun skemmtilegra þá verðum við fjölskyldan á Klakanum frá 16. feb til 2. mars...mestmegnis á eyrinni en við slúttum með nokkrum dögum í borg óttans...og nú er að byrja að panta tíma...því það þarf að sjá marga á ekki svo mörgum dögum..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.1.2007 | 15:19
Allt er á tjá og tundri..
Hmmm..get ekki sagt að árið byrji með látum hérna í bloggdeildinni hjá mér..en reyni að vera dugleg..promise..Annars er allt komið á fullt eftir gott jólafrí, húsbóndinn byrjaður að vinna, ég er farin að kenna aftur og hjálpa fólki við að losna við jólaukakílóin og nú fer heldur betur að styttast í að húsfreyjan fái að spreyta sig á atvinnumarkaðnum aftur. Allt á tjá og tundri segi ég og stend við það, því hér fara stórvinnuvélar um garðinn hjá mér og rífa og tæta upp jarðveginn..við erum að sjæna innkeyrsluna og útvíkka hana...en í augnablikinu er eins og að atómbomba hafi sprungið hérna úti....verður án efa stórgott að verki loknu...hlakka mikið til að sjá endresult.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)