25.12.2006 | 12:46
Ađfangadagskvöld..
Ţá eru jólin gengin í garđ..međ gjöfum, góđum mat og öllu tilheyrandi. Ađfangadagur hérna á Mön var yndisgóđur. Viđ fórum í jólamessu í gćrdag og eftir hana var haldiđ heim og jólaöndinni komiđ fyrir í ofninum. Allir fóru í sitt fínasta og rykiđ blásiđ af jólaskapinu. Ég sannfćrđi fransk/dönsku tengdafjölskylduna mína um ađ ţađ vćri ekki hćgt ađ halda jól á ţess ađ hafa jólatónlist frá Rás 2 í eyrunum og hlusta á kirkjuklukkurnar hringja inn jólin á slaginu sex(kl. sjö ađ stađartíma). Rás 2 fékk semsagt ađ malla hérna í surround sound í allt gćrkvöld. Öndin var feikigóđ matreidd ađ frönskum siđ og ţar á eftir var möndlugjöf. Viđ dönsuđum í kringum jólatréđ ađ dönskum siđ og ţar á eftir voru gjafir opnađar. Júlíus Aron var auđvitađ löngu kominn í rúmiđ enda var klukkan farin ađ ganga í ellefu ţegar viđ náđum ađ opna gjafir. Margir voru pakkarnir og af öllum stćrđum og gerđum.....VIĐ ŢÖKKUM FYRIR OKKUR!!!
Athugasemdir
Gunnar Helgi Eysteinsson, 26.12.2006 kl. 11:00
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.