14.11.2006 | 11:06
Norðan 10-15.
Þá er árstíðin heldur betur búin að gera vart við sig hérna á norðurlandinu...það er nánast búið að snjóa stanslaust síðan að við komum og þegar hér er komið við sögu þá er nánast orðið ófært hérna í götunni hjá foreldrum mínum. Ég gerði heiðarlega tilraun til að rölta smá hring með Júlíus í vagni hérna á sunnudaginn...komst 3 metra en varð frá að hverfa vegna snjóþyngsla. Trúlega væri ég orðin léttgeggjuð ef ég byggi hérna "permanent" og kæmist ekki minn daglega labbitúr með vagninn...er alveg ómissandi. Annars er lítið annað að gera þegar svona viðrar en að halda sig innandyra og njóta íslenskrar matargerðar...sit hérna og háma í mig tvo íslenska gullmola...kleinu og jólaöl með appelsín. Ef þetta veðurfar heldur svona áfram verða góð ráð dýr um næstu helgi því þá er ég vaxin upp úr öllum mínum fatnaði þar sem að ég geri ekki annað en að eta...
Athugasemdir
Nú þú mokar bara alla götuna!... engin smá líkamsrækt og svo getur þú labbað hring.. mokað svo aftur.. af því það snjóar svo mikið og labbað svo annan hring..´og þá sé ég ekki að einn og einn gullmoli sé mikið vandamál.. grab that shuffle!
Stínan loks komin suður.. (IP-tala skráð) 15.11.2006 kl. 20:59
Kærar þakkar fyrir ábendinguna...var nebblega úti að moka í dag og strunsaði út götuna með barnavagninn í svartabil..jessör..hér er ekkert látið stöðva sig...gott að sjá að þið komust heilu og höldnu á suðurlandið..
Olof (IP-tala skráð) 16.11.2006 kl. 21:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.