16.10.2006 | 20:35
Skrýtin vika..
Það er orðið nokkuð síðan ég skrifaði nokkuð hér og það er víst ástæða fyrir því..hér kemur hún..Síðasta mánudag hringdi tengafaðir minn til okkur og sagði okkur þær sorgarfréttir að móðir hans (í frakklandi) lægi fyrir dauðanum og hann myndi leggja af stað til hennar snemma daginn eftir. Thibaut var auðvitað ákveðinn í að fara til ömmu sinnar en ætlaði þó að láta þriðjudaginn líða og bíða frekari frétta..við ákváðum því að rjúka til Köben sl. þriðjudag svo að Thibaut gæti bara hoppað í flug ef svo bæri undir..og ekki minnst vegna þess að móðir hans er því miður aftur veik og fór akkúrat í fyrstu lyfjameðferðina á mánudaginn. Hún var búin að vera hálfslöpp og líða illa þannig að okkur fannst engan veginn hægt að láta hana vera eina á meðan að tengdapabbi var í burtu...við semsagt rukum af stað og það var pakkað frekar mikið þar sem að enginn vissi hvursu lengi við yrðum í burtu...Við náum til Köben og fáum þær góðu fréttir að amma í Frakklandi er að hressast og er ekkert á því að kveðja okkur að svo stöddu og hún hressist öll þegar leið á þriðjudaginn og var orðinn enn betri á miðvikudag. Thibaut ákvað því að fresta Frakklandsferð...og pabbi hans kom aftur heim tveim dögum seinna. Við áttum tvo fína daga með tengdamömmu og svo var brunað heim til Viborgar á fimmtudagskvöld. Anna systir flaut með okkur tilbaka og hún er hérna núna og verður fram á miðvikudag..Thibaut er á námskeiði í Belgíu þessa viku..Mér var reyndar boðið með en ég nennti ekki að leggja 10 tíma keyrslu á Júlíus..þannig að við höfum það bara huggulegt heima í staðinn..
Annars í öðrum fréttum skrapp ég á "djammið" á laugardagskvöldið...búið að standa til lengi..það voru tónleikar hérna í bænum og ég og vinkonur mínar vorum búnar að tryggja okkur miða fyrir löngu síðan..Við hittumst snemma eða klukkan sex, borðuðum saman og svo var farið á koncert klukkan átta. Það var ofsalega gaman og við tjúttuðum heil ósköp..reyndar er skemmst frá því að segja að nýbakaða móðirin í hópnum þ.e.a.s. MOI var orðin alveg uppgefin um miðnættið. Það þarf greinilega að trappa sig upp í svona ústáelsi...ekki hægt að taka þetta með trompi í fyrsta skiptið..Annars skemmti ég mér konunglega...þrátt fyrir að vera farin að geispa fyrr en ég átti von á.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.