Leita í fréttum mbl.is

Tapsár, tanntaka og framtíðarplön

Var að koma heim eftir að spila leik með badmintonliðinu og við töpuðum 9-4..aldrei gaman að tapa.  Ég tapaði einliðaleiknum mínum á móti stelpu sem ég átti klárlega að vinna, ég spilaði ömurlega illa..enda ósofinn.  Júlíus minn ákvað að skemmta okkur í alla nótt vaknaði á klukkutímafresti þangað til kl. 03.00 þá var minn bara vaknaður og ekkert á því að sofa meira...reyndar held ég að skýringin sé sú að hann er að taka tennur..það eru tvær tennur að koma upp í neðri gómi...hann er alveg örugglega pirraður út af því...Reyndar passaði það mér vel að hafa svona fína afsökun fyrir þvi að spila illa...skellti bara skuldinni á saklaust barnið...Reyndar drusluðumst við i ungbarnasundið í morgun ósofin og fín...alltaf gaman að busla með þessarri elsku.

Annars i öðrum fréttum þá skrapp i á fund upp á deild(þar sem ég vinn)í síðustu viku..það er verið að leggja saman sveitarfélögin hérna í Danveldinu..fækka, breyta og hagræða.  Nú þar sem að þetta eru ansi róttækar breytingar kemur þetta m.a. niður á heilbrigðiskerfinu og í því samhengi sjúkrahúsinu hérna í Viborg.  Fundurinn sem ég fór á var kynningarfundur um breytingarnar á mínu sviði..þ.e. bæklun.  Þar verður sviðinu deilt upp í þrjár deildir og við eigum að velja á hvaða deild við viljum vinna,  ég fékk skema í póstinum um daginn þar sem ég á að velja hvar ég vil vera..valið stendur á milli þessarra þriggja deilda og bráðamóttökunnar.  Á þessu skema á ég svo að rökstyðja val mitt og jafnframt skrifa framtíðarplön!!!!..Gvöð minn góður hvað á ég að verða þegar ég verð stór?  Ég er ekki beinlínis i þeim hugleiðingunum akkúrat í augnablikinu...þannig að mér finnst pínu erfitt að fylla þetta blessaða skema út.  Verð þó að viðurkenna að ég hef lengi gælt við einn valmöguleikann og býst við að velja hann..þe. bráðamóttökuna.  Svona ER fílíngur...hefur kitlað mig lengi..verst að það er enginn John Carter á Viborg Syghus þá væri ég náttúrulega i engum vafa....

Kannski er ágætt að manni sé stillt svona upp við vegg og halfpartinn þvingaður til að ákveða sig ...svona í miðju fæðingarorlofi..allavegana býst ég við að leggjast undir feld í næstu viku og setja framtíð mína á blað..svo er bara að bíða og sjá hvort í fæ það sem ég vil..það er að minnsta kosti pottþétt að það verður spennandi að mæta til vinnu á ný í apríl á nýjum vinnustað..

Annars hef ég ekki frá miklu meira að segja akkúrat núna..

Hilsen..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Luka maður LUKA!!! John Carter hvað ??? hahaha ;) En neimm hvorugur þeirra fyrirfinnst sennilega á þessu sjúkrahúsi, alla vega hef ég ekki rekist á þá :P

Dúsdús (IP-tala skráð) 8.10.2006 kl. 13:43

2 identicon

hej.. enginn veit ævina fyrr en.. ómögulegt að skrifa nákvæm framtíðarplön.. mikið skil ég þig! mundu bara að þetta er ekki ákvörðun sem stendur for the rest of your life.. alltaf hægt að skipta um skoðun;) en já ég sé þig helst fyrir mér í bráðamóttöku.. aksjón.. four sísís of o negative!!! en nú er bara mánuður.. jei jei

Stína (IP-tala skráð) 8.10.2006 kl. 15:12

3 identicon

vona ad tú liggir ekki undir feldi tegar ég kem og heimsæki tig.. ;-) hlakka til ad sjá tig.. en ég er sammála stínu.. tad er alltaf hægt ad skipta um skodun.. tad setur samt strik í reikning ad John Carter er ekki á svædinu.. er ekki hægt ad ráda hann í öllum breytingunum...!!!! syss í malmö

Anna í Malmö (IP-tala skráð) 9.10.2006 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólöf Guðrún Ólafsdóttir
Ólöf  Guðrún Ólafsdóttir
Akureyringur í Viborg

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband