29.11.2007 | 07:26
Jule jule...
Jæja þá er jólaskapið allt að koma...og ég verð að viðurkenna að það hljóp kannski pínu skröggur í mig í síðustu færslu. Það bætti ekki skapið að Flugherinn er kominn með þá dillu að eiginmaðurinn eigi kannski að fara á námskeið í Usa aftur á næsta ári í þrjá og hálfan mánuð...þannig að síðasta færsla var kannski skrifuð með smá dassi af sjálfsvorkun. Annars er ég byrjuð að skreyta hér á bæ...ekkert yfirdrifið svosem þar sem að við verðum ekki heima þessi jól. Meira skraut þýðir bara meiri tiltekt eftir jólin. Annars er jólapartý í vinnunni um helgina og miðillinn slash stílistinn slash handalesari slash stripparinn mætir hress...hlakka orðið aðeins til að sjá þessa fígúru getur ekki verið annað en góð skemmtun með svona blöndu. Hann er víst ófeiminn við að segja sínar skoðanir þannig að ég vona ekki að maður verði tekinn of mikið fyrir. Ég og annar kollegi vorum að ræða þann möguleika að skreppa á hjálpræðisherinn og kaupa einhvern fallegan rósóttan kjól og mæta í honum með óblásið hár og takmarkaðan farða og sjá hvað hann segði....hún kemst því miður ekki og ég er of mikill kjúklingur til þess að gera þetta ein....þannig að það verður sparigallinn. Er reyndar að vona að ég verði búin að hrista af mér flensuna en ég og Júlíus erum heima í dag...hann er líka stútfullur af hor..við höfum það bara kósy í dag...og kannski hengjum upp það síðasta af jólaskrautinu...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.