Leita í fréttum mbl.is

Góðar fréttir..

Þá er búið að tryggja sér miða til Íslands um jólin og litla fjölskyldan í Viborg ætlar enn einu sinni að leggja land undir fót.  Okkur hlakkar mikið til og það verður án efa gaman að koma aftur á heimaslóðir.  Við leggjum í hann þann 19. des og komum heim á ný þann 3. janúar.  Planið er að vera á Akureyri að mestu leyti. 

Annars er allt að komast í fyrra horf eftir erfiðar vikur.  Allir farnir að vinna og Júlíus byrjaður aftur hjá dagmömmu.  Maður er aðeins farin að huga að jólunum og er svei mér þá búin að versla nokkar jólagjafir sem er nú í fyrra fallinu fyrir mig.  Ég verð aldrei þessi súper myndarlega húsmóðir sem er búin að kaupa allar jólagjafir í ágúst á sumarútsölunum og er búin að baka þrjár sortir af smákökum og frysta niður í nóvember. En allavegana þá er ég byrjuð...og er bara ánægð með það...maður verður að vera ánægður með litlu sigrana hérna í lífinu.  Nú jólageðveikin er byrjuð í öllum búðum og duttu nú af mér allar dauðar lýs um síðustu helgi þegar að ég skrapp í Magasín og það var spiluð jólatónlist í öllum kerfum...við erum að tala um 10. nóvember.  Ég er bara nokkuð sátt við þá óskrifuðu reglu að maður á ekki að spila jólatónlist fyrr en 1. des....ég verð komin með ræpu ef ég þarf að hlusta á "Last christmas" í tvo mánuði.  Danir eru þegar byrjaðir að halda Julefrokost og eru tveir á dagskránni hjá mér.  Ég er reyndar enginn stór aðdáandi Julefrokosta.  Þessar blessuðu samkundur eru yfirleitt makalausar og taka mest allann daginn.  Danir líta líka á þessar skemmtanir sem einhverskonar afsökun fyrir því að drekka sig gjörsamlega út úr heiminum ( og trúið mér það er vel hægt ef partýið byrjar kl. 14.00) og gjarnan skreppa á klósettið með vinnufélaga ( og þá á ég ekki við að sinna hinu hefðbundna kalli náttúrunnar).  Ég á pínu lítið erfitt með að sjá hvernig að slík á að bæta vinnumóralinn og þjappi samstarfsfólki saman.....nema þá þessa einu kvöldstund.  Ég verð að taka fram að þar sem að á mínum vinnustað eru að mestu kvenkyns starfsmenn þá er hættan á vafasömum klósettferðum í lágmarki....Mér hlakkar reyndar aðeins til skemmtuninnar í minni vinnu þar sem að búið er að leigja skemmtikraft.  Þekktur miðill og stílisti ætlar að skemmta okkur og það er skemmtun í lagi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ... hehe miðill og stílisti ... hljómar vel en dáldið sérstök blanda;) en ég er að hugsa um að skella mér í jólagírinn um helgina... hengja upp seríur eða tvær, kaupa nokkrar gjafir og hlusta á jólalög;) Var á jólatónleikum Guðrúnar Gunnars og Friðriks Ómars áðan og er í rosa jólafíling;) En ég er rosa ánægð með að þið komið um jólin! hlakka bara til;)

Stínan (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólöf Guðrún Ólafsdóttir
Ólöf  Guðrún Ólafsdóttir
Akureyringur í Viborg

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband