Leita í fréttum mbl.is

Heima á ný

Svei mér þá hvað tíminn líður hratt...bara vika eftir af september..og í dag eru þrír mánuðir til jóla.  Við komum heim heilu og höldnu eftir yndislega daga í Frakklandi.  Veðrir lék við okkur og hitastigið var ansi þægilegt miðað við árstíma.  Við nutum þess að flatmaga á ströndinni og skruppum m.a. í verslunar Slash mennignarleiðangur til Bordeux.  Það er orðinn fastur liður þegar við skreppum í sumarhúsið (hús tengdaforeldra minna) að skjótast til Bordeux.  Borgin er afar falleg og mikið af gömlum og merkum byggingum.  Bordeux er að ganga í gegnum mikla fegurðaraðgerð þannig að þau sl. þrjú ár sem við höfum sótt hana heim höfum við séð mikinn mun á milli heimsókna.  Fríið leið því miður allt of fljótt og við vorum komin heim á ný áður en að við vissum af.  Eiginmaðurinn stoppaði þó ekki lengi við og flaug til Stokkhólms í 10 daga daginn eftir heimkomuna, ég á reyndar von á honum heim á ný á morgun.

Annars er allt gott að frétta héðan úr Danaveldinu.  Ég og Júlíus byrjuðum á fullu í vinnu og hjá dagmömmu í síðustu viku.  Júlíus var nú aðeins ruglaður eftir fríið og eftir að hafa haft pabbi sinn hjá sér og svo fór hann aftur...en hann er seigur strákur og er í fínu formi núna.  Hann er nú óttalegur mömmukarl og hangir í annar buxnaskálminni á mér greyjið litla...ætli hann sé ekki hræddur um að ég fari bara líka..

 Fyrir áhugasama þá eru myndir úr sumarfríinu á Barnalandi og ég skipti um lykilorð fyrir stuttu síðan..endilega skrifið mér og ég sendi það um hæl..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ vinkona...velkomin heim úr fríi :)

Ég vil endilega skoða þessar myndir frá Bordeux og mig vantar nýja lykilorðið.....

það var annars svo ask... auðvelt að muna hitt orðið að ég á eftir að sakna þess ;-)

Kveðjur frá Maple síróp stræti - þarna hinumegin á hnettinum

Kram/Lína

Lina (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 00:15

2 identicon

Frábært.

Velkomin heim :D 

Súsanna (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 09:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólöf Guðrún Ólafsdóttir
Ólöf  Guðrún Ólafsdóttir
Akureyringur í Viborg

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband