Leita í fréttum mbl.is

Dauðuppgefin..

eftir annars ágætan dag..var í Arhus að gæsa vinkonu mína..reyndar var ég ósköp róleg í tíðinni þar sem að ég tók litla manninn minn með...Dagurinn byrjaði snemma hérna á Lærkevej 10, allir voru komnir á fætur um klukkan sjö í morgun til þess að geta náð lestinni 8.30...hundinum var fleygt út í örskammastund til þess að sinna brýnustu þörfum og svo röltum við á lestarstöðina..Á lestarstöðinni hittum við svo Charlotte og Freja sem fóru með okkur til Árósa..vorum komnar í hús um kl. tíu..mátulega á undan brúðinni..svo var snæddur brunch..farið í Súmóglímu í svona risa súmóbúningum..svakalega fyndið, var alveg að míga á mig úr hlátri..maður kútveltist þarna um á gólfinu alveg hreint eins strandaður hvalur..gaman gaman..Júlíus var svaka duglegur, sat bara og horfði á mömmu sína fíflast..síðan fékk brúðurin tækifæri til þess að tæma sælgætisbúð á einni mínútu..þannig að það var nóg nammi restina af deginum..nú þegar að þessu var lokið var sest niður út í sólinn og snæddur síðbúinn hádegisverður..það skall á þessi líka brakandi blíða seinnipartinn í dag..eftir hádegisverðinn var svo haldið með brúðinna góðu í upptökustúdíó þar sem hún fékk að syngja inn þrjú lög á geisladisk...og ó mæ ég get með sanni sagt að hún gæti ekki haldið lagi ef líf hennar væri í veði..hahaha..bara skemmtilegt..þegar þessu öllu var lokið var komin tími fyrir mig, Charlotte og smáfólkið að fara heim..klukkan að verða fimm síðdegis og þetta búið að vera langur dagur fyrir alla..við kvöddum og þökkuðum fyrir okkur og óskuðu hinum góðrar skemmtunar þar sem hópurinn ætlaði auðvitað að kanna næturlífið í Aarhus...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólöf Guðrún Ólafsdóttir
Ólöf  Guðrún Ólafsdóttir
Akureyringur í Viborg

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband