Leita í fréttum mbl.is

Er sumarið á leiðinni?

Það er allavegana það sem veðurfréttirnar lofuðu í kvöld...tuttugustigahiti og sól alla helgina og gleðin byrjar á föstudag.  Ég er nú þegar farin að hugsa um að draga sumarklæðin fram.  Það væri svei mér þá ekki amalegt að slá botninn í fæðingarorlofið með brakandi blíðu alla helgina...til er ég.  Páskafríið á enda og allt að komast í réttar skorður hér á bæ....eftir linnulaust át alla helgina.  Þarf heldur betur að taka sig á hér á bæ, ég fæ hreinlega ónotatilfinningu þegar ég hugsa um allt það nammi sem ég innbyrti sl. daga.   En batnandi manni er best að lifa og ég brá mér út að hlaupa í kvöld....samviskan er tandurhrein....tja allavegana í klukkutíma eða svo...því nú ligg ég hér á sófanum, nýbúin að éta "smá" ís.  Ég verð víst að verða mér úti um eitthvert 12 þrepa kerfi fyrir nammi alka....ég tek bara einn dag í einu

En talandi um að liggja hérna á sófanum þá er ég búin að glápa á imbann samhliða því að troða mig út af ís....Gvöð minn almáttugur hvað danskurinn getur kjaftað í timevis eins og maður segir á góðri dönsku.  Það er verið að debattera þátttöku danmerkur í Íraksstríðinu....vissulega vert umræðuefni....en nú er þessi blessaði þáttur búinn að vera í gangi í ca. tvo tíma og þátttakendurnir eru orðnir bláir af loftleysi af öllu kjaftæðinu.....og er fólk nær niðurstöðu....Nei og aftur nei...typical danish problem solving...við kjöftum bara fólk til dauða...Ég er allavegana þannig að ég kann betur að meta fólk sem brettir upp ermarnar, greinir vandann og finnur viðeigandi lausn....kannski barnalegt viðhorf....but hey thats me...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mar ætti kanski að skella sér í sóliða í Danaveldinu :)

Áslaug Ósk (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólöf Guðrún Ólafsdóttir
Ólöf  Guðrún Ólafsdóttir
Akureyringur í Viborg

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband