Leita í fréttum mbl.is

Páskafrí

Hér er vömbin að springa af mat.  Er búin að slátra eins og einu páskaeggi nr. 4 og hálfu alíslensku lambalæri í dag.  Þetta er bara eins og það á að vera.  Ég er ekki frá því að ég sé stærra fan af páskum en jólum....maður fær einhvern veginn meira fyrir peninginn...minna skreytingarvesen og fleiri frídagar.  Hér snýst allt um að njóta frídaganna í botn þar sem að nú styttist heldur betur í að ég fari aftur út á vinnumarkaðinn.  Það er ekki laust við að það sé að koma spenningur í mig.  Er reyndar í smá nostalgíu fíling,  datt inn á síðu árgangs 1997 frá MA (http://ma1997.muna.is. ) Fyrir þá sem ekki vita þá verð ég 10 ára stúdent í ár....stór tímamót, veit ekki , minnir mig kannski meira á að ég verð þrítug í desember...nei nei má ekki vera með svona stæla..maður fer náttúrulega að fylgjast með síðunni reglulega og fá nýjustu fréttir um viðburðinn...Ég reikna reyndar ekki með því að vera viðstödd dýrðina...öll sumarplön eru farin í vaskinn þar sem að karlinn flýgur af landi brott í lok mai og ég verð grasekkja fram í september.  Ég býst við að halda mig heimavið í sumar svona fyrir utan einstaka túr til köbenhávn...jæja þetta kemur víst allt saman í ljós síðar.

 

 

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

gleðilega páska frænka 

kv. Eydís

Dísin (IP-tala skráð) 9.4.2007 kl. 23:52

2 identicon

Svo geturðu grillað með mér í sumar - mig vantar alltaf einhvern aukamann til að njóta nýja grillsins ;) Fínn díll - þú hleypur á eftir börnunum á meðan ég grilla ;)

Mér finnast páskarnir eiginlega mun skemmtilegri núna - komin svona á gamalsaldur - því það er mun minna stress og maður nýtur sín einhvern veginn betur. Ég ætla svo að lokum að skella mér á MA síðuna og gá hvort ég þekki ekki einhvern ;)

kv. Súsanna í "Breiðholtinu"

Súsanna (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 18:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólöf Guðrún Ólafsdóttir
Ólöf  Guðrún Ólafsdóttir
Akureyringur í Viborg

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband