Leita í fréttum mbl.is

Hvar er Ólöf?

Hún er komin heim til Viborgar aftur eftir mikinn ferðamánuð og það liggur við að starfsfólk flugfélaganna þekki mig og Júlíus með nafni núna.  Annars er alltaf gott að koma heim í heiðardalinn aftur, við lentum í Álaborg sl. föstudag og að lendingu lokinni var brunað beint í IKEA í Aarhus og bíllinn fylltur.  Veðrið er guðdómlegt þessa dagana glampandi sólskin og svei mér þá ef hitinn fór ekki í 15-16 gráður í gær.  Hér á bæ er vorverkin komin á fullt, verið að sjæna garðhúsgögnin og svo framvegis.  Myndarlega húsmóðirin tók sig til og þvoði gluggana að utan um helgina, hins vegar verð ég að viðurkenna að árangurinn er slappur og því kemur fagmaður á morgun til að meta verkið.  Ég kann bara ekki að þvo svona glerdrasl án þess að það sé fullt af röndum á því.

Nú nýjustu fréttir eru þær að ég byrja í nýju starfi þann 1.maí.  Ég fór í atvinnuviðtal í gærmorgun og fékk stöðuna. Ég er semsagt að byrja í þjálfun sem skurðhjúkka og hlakkar mikið til, og svona til að gleðja mig enn frekar þá er þetta vaktalaust jobb.  Allavegana svona fyrsta árið á meðan að ég er í náminu. 

Við skruppum og heimsóttum dagmömmu Júlíus í gær og í dag.  Okkur líst bara vel á hana og hún býr bara steinsnar frá okkur kannski 500m.  Júlíus var hinn kátasti með heimsóknirnar og var ekkert á því að koma heim með okkur aftur.  Á föstudaginn fær hann svo að skreppa með dagmömmunni í heimsókn til annarrar dagmömmu og leika sér við börnin, en hann fer svo á fullt þann 16. apríl.  Já mikið verður það nú skrýtið að skilja hann eftir hjá nánast ókunnugri konu, en við bæði höfum gott af því enda algjörar samlokur.

Svo er afmæli prinsins framundan og verður næsta helgi tileinkuð honum.  Okkur hlakkar mikið til enda verður maður bara eins árs einu sinni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Löng keyrsla frá Aalborg til Århus. Bara til þess að fara í Ikea. Ved siden af ILVA. Og þaðan heim til Viborg. Hátt á annaðahundruð km. Jú en það er löglegt að keyra á 110. eftir dönskum hraðbrautum.  Med venlige hilsen danski Petur

Danski Petur (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 11:22

2 identicon

Snilld! Frábært með vinnuna.

Og IKEA rúlar náttla!!

Kv. Súsanna 

Súsanna (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólöf Guðrún Ólafsdóttir
Ólöf  Guðrún Ólafsdóttir
Akureyringur í Viborg

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband