Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
19.5.2008 | 19:26
Verkfallsdagbók
Dagur 33 og það er ekkert að gerast í samningum og fróðir menn eru að spá um þremur vikum í viðbót. Ég verð að viðurkenna að ég er alveg klár í að byrja í vinnunni aftur er að verða fínt "frí". Það verður líka spennandi að vita hvaða áhrif þetta verkfall hefur á námið...ég er að ímynda mér að það verði lengt. Ég er voðalega hrædd um að við fáum ekkert út úr þessu verkfalli þar sem að það er greinilega enginn samningavilji í fólki og ef að ríkisstjórnin grípur inn í (sem er líklegast á núverandi tímapunkti) þá er ólíklegt að hún gefi meira en 12.8% eins og var í boði frá byrjun. Maður veltir fyrir sér hvort að verkfall sé ekkert annað en dýr og kannski ekki sérlega áhrifamikil lausn. Danska Hjúkrunarfræðingafélagið segir t.d. á heimasíðu sinn að það kosti félagið um 12 milljónir danskar krónur daglega að hafa félagsmenn í verkfalli...Hva´ það eru litlar 180 millur íslenskar daglega...You do the math? Hins vegar er ég sammála að verkfallið snúist ekki eingöngu um launatölur heldur einnig um jafnrétti í launum og að tryggja áframhaldandi gæði í heilbrigðiskerfinu. Það er vaxandi vandamál hér í landi að það eru einfaldlega ekki nógu margir umsækjendur inn í hjúkrunardeildirnar og því eru ekki nógu margir hjúkrunarfræðingar útskrifaðir ár hvert og það er áhyggjuefni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2008 | 20:34
Sumarkoma
Nú held ég að það sé alveg öruggt að sumarið er komið enda er búið að vera sólskin og steik í fleiri daga og virðist ekkert lát vera á góðviðrinu. Ég hef auðvitað notið þess í botn enda ennþá atvinnulaus og engir samningar komnir í hús enn. Þetta er bara hið besta sumarfríi og fínt að hlaða batteríið fyrir sumarið áður en að karlinn flýr land og skilur mig eftir með hús, hund og barn. Garðurinn hefur aldrei verið fegri og ég er búin að búa til tvö ný beð í verkfallinu. Það er kannski ekki stór áskorun að stinga upp eins og eitt beð heldur að halda lífi í plöntudótinu á eftir en það verður að koma í ljós. Pallurinn var málaður í í gær og garðhúsgögnin hafa aldrei verið flottari þannig að núna er að nást fyrir endann á vorverkunum. Í gær brá ég mér í flugtúr með eiginmanninum í nágrenni Viborgar og Silkiborgar. Það var virkilega gaman og veðrið var magnað. Ég fékk meira segja að fljúga mest alla leiðina og því dusta rykið af gömlum töktum. Eiginmaður minn er hugrakkur maður og leyfði mér að lenda og það úr hægra sæti...magnað alveg..enda langt síðan að ég hef flogið...
Nú helgin býður víst upp á meira sólskinsveður og því verða allir í sólskinsskapi. Ég ætla að kíkja út með Charlotte vinkonu minni á Laugardaginn og svo er planað að heimsækja vinafólk í bústað á sunnudag...
Jæja best að snúa sér aftur að imbanum er að horfa á skelfilegan þátt sem heitir Paradise Hotel...jésús minn þvílík og önnur eins vitleysa en það er skárra en að fara niður í kjallara og hengja upp þvott...svona er maður klikkaður...
Har det bra´
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.5.2008 | 20:20
Go´dag, go´dag
Heilbrigðið er að komast á réttan kjöl eftir að hafa slegið botnin í veikindin með góðri magakveisu, það góða við allar þessar kveisur undanfarna daga er að gallabuxurnar passa óneitanlega betur...þannig þetta var ekki alslæmt..Nú verkfallið heldur áfram og lítur ekkert út fyrir að samningar séu á næsta leyti. Ég bíð bara þolinmóð á meðan og höfum við Júlíus bara átt ansi góða daga síðustu viku með ferðum niður að andapolli, rólóferðir ofl. Núna er löng helgi og hefur Thibaut bara verið heima hjá okkur enda sjaldséður hér heima við þessa dagana...bæði búinn að vera á Íslandi og á Grænlandi þessa vikuna. Íslandsferðin var upphaflega plönuð fyrir viku síðan og ætluðum við Júlíus að fljóta með og borða kvöldmat með systur minni á sumardaginn fyrsta en það varð ekkert úr því þar sem að vélin bilaði og varahlutirnir náðu ekki í tæka tíð til Álaborgar og því varö ekkert úr þeirri ferð...enda er Danski flugherinn gjarnan kallaður "May be not airlines" hérna heima við og við erum ekki óvön að breyta plönum í síðasta augnabliki..
Nú helgin bíður upp á barnaafmæli í Álaborg á morgun....og það verður örugglega mikið fjör. Við vorum líka í barnaafmæli í gær þannig að kvótinn er örugglega fullur eftir morgundaginn..Það er ekki mikið annað planað hér á bæ þessa helgina..reyndar er garðurinn alltaf til taks ef manni vantar verkefni, já og svo er sundhöllinn alltaf vinsæl...kannski að maður sleppi bara bíkiní toppinum og viðri elskurnar eins og er orðið nýmóðins í Köbenhavn....
Neibb ætli það....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)