Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Afsakið hlé

Ég er ekkert hætt...bara smá sumarleti í gangi.  Er með hele familien í heimsókn og því hefur verið við nóg að starfa og Júlíus nýtur þess að hafa afa og ömmu hjá sér.  Þó svo að danska sumarveðrið hafi svikið okkur þá er vantar ekkert upp á sumarskapið og gamli íslendingurinn vaknar upp í manni þegar maður stendur með rjómaís í rigningunni....Annars líða vikurnar óðfluga og fer að líða að komu eiginmannsins...bara um það bil mánuður eftir sem er auðvitað peanuts..

...Har det bra´W00t


Hvað er uppi? (What´s up?)

Langt síðan síðast og verð ég að viðurkenna að ég er ekkert alltof viljug við tölvuna.  Það er nóg að starfa sem einstæð móðir og hafa skrif við tölvuna ekki haft forgang hjá mér síðustu daga..Byrjun vikunnar fór í að liggja með hor og almennan slappleika hérna heimavið, ég hélt á tímabili að hausinn á mér væri að springa af óþverranum og þorði varla að beygja mig niður af hræðslu við að þrýstingurinn yrði meiri en höfuðkúpan gæti borið.   Dagarnir eru ansi fljótir að líða og er svosem ekki mikið fréttnæmt...sami söngurinn...vaknað, borðað, dagmamma, vinna, sækja frá dagmömmu og svo framveigis....Ég er mjög ánægð í nýju vinnunni og er aðeins byrjuð að aðstoða sjálstætt við hinar ýmsu aðgerðir...ég er 100% viss um að ég gerði rétt þegar ég skipti um starf og er bara sátt.  Síðasta helgi leið hratt en örugglega.  Laugardagurinn fór í að gæsa vinkonu mína.  Við vorum nú góðar við hana og hún slapp við að gera sig að fífli...hún er nú rólyndissál og okkur fannst ekki við hæfi að pína hana of mikið.  Dagurinn var skemmtilegur og ég held að hún (brúðurin) hafi verið ánægð, enda var það fyrir öllu.  Við fengum fullt af góðum mat, fórum í keilu og glergerð þar sem hún blés í gler...svona til að stikla á stóru...þetta er ekkert sem maður fær stress af...bara eintóm "hygge".  Sunnudagurinn fór nú bara að mestu í leti enda var ég farin að finna fyrir kvefhelvítinu..danaprinsessan var skírð á sunnudaginn og var byrjað að sjónvarpa "live" kl. 8.30 á sunnudagsmorgun.  Skírnin fór reyndar ekki fram fyrr en kl. 11.30 þannig að lengi vel fra sjónvarpað beint frá tómu bílastæði fyrir framan Fredriksborg slot þar sem að herleg heitin fóru fram...mikið var spekulerað í klæðnaði væntanlegra skírnargesta og skemmtu danir sér konunglega þegar að fyrstu gesti bar að garði um tíu leytið.  En vegna lélegra vegamerkinga keyrðu fyrstu gestirnir ranga leið og hringsóluðu um bílastæðið "live".  Nú einhvern tímann á milli tískuspekúlantanna og bílastæðavandræðanna sofnaði ég og vaknaði nákvæmlega 11.45 þ.e. nokkrum mínutum áður en að prinsessan fékk nafn....Hjúkkit....nei djók..mér er eiginlega slétt sama...fínt að hafa smá að tala um í kaffipásunum í vinnunni...enda héldu danir ekki vatni yfir atburðinum...Talandi um að halda ekki vatni þá er mér hætt að standa á sama með rigninguna hérna.  Hér rignir alla daga og finnst mér heldur betur nóg um...mætti alveg fara að koma smá sól og hlýja...ég hugsa amk. hlýtt til framiðanna til Frakklands í byrjun sept...


Höfundur

Ólöf Guðrún Ólafsdóttir
Ólöf  Guðrún Ólafsdóttir
Akureyringur í Viborg

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband