19.5.2008 | 19:26
Verkfallsdagbók
Dagur 33 og það er ekkert að gerast í samningum og fróðir menn eru að spá um þremur vikum í viðbót. Ég verð að viðurkenna að ég er alveg klár í að byrja í vinnunni aftur er að verða fínt "frí". Það verður líka spennandi að vita hvaða áhrif þetta verkfall hefur á námið...ég er að ímynda mér að það verði lengt. Ég er voðalega hrædd um að við fáum ekkert út úr þessu verkfalli þar sem að það er greinilega enginn samningavilji í fólki og ef að ríkisstjórnin grípur inn í (sem er líklegast á núverandi tímapunkti) þá er ólíklegt að hún gefi meira en 12.8% eins og var í boði frá byrjun. Maður veltir fyrir sér hvort að verkfall sé ekkert annað en dýr og kannski ekki sérlega áhrifamikil lausn. Danska Hjúkrunarfræðingafélagið segir t.d. á heimasíðu sinn að það kosti félagið um 12 milljónir danskar krónur daglega að hafa félagsmenn í verkfalli...Hva´ það eru litlar 180 millur íslenskar daglega...You do the math? Hins vegar er ég sammála að verkfallið snúist ekki eingöngu um launatölur heldur einnig um jafnrétti í launum og að tryggja áframhaldandi gæði í heilbrigðiskerfinu. Það er vaxandi vandamál hér í landi að það eru einfaldlega ekki nógu margir umsækjendur inn í hjúkrunardeildirnar og því eru ekki nógu margir hjúkrunarfræðingar útskrifaðir ár hvert og það er áhyggjuefni.
Tenglar
Áhugamálið
Ungviðið
Spakmæli
Af mbl.is
Fólk
- Finnst ég í raun ekki tilheyra neins staðar
- Amanda Bynes mætt á OnlyFans
- Fyrrverandi eiginkona Scottie Pippens velur sér annan yngri
- Amma Rutar í ástarleit á Tinder
- Opnar sig um skilnaðinn við Bill Gates
- Gekkst undir aðgerð eftir sigurinn
- Kántrýgæinn á leið til Íslands
- Julia Fox með berar kinnar á Coachella
- Féll fyrir eigin hendi aðeins 54 ára
- Dóttir Perry fylgdist spennt með geimskotinu
Viðskipti
- Evrópa hefur regluvætt sig úr samkeppni
- Viðskiptastríð um fágætismálma
- Elísabet og Bergsveinn ráðnir markaðsstjórar
- Kínverjar vængstýfa Boeing
- Dregið mjög úr áhuga á Íslandi á lykilmörkuðum
- Óvissa má ekki ríkja um ríkisábyrgð
- Of mikil skýrslugerð
- Ákveðin hjarðhegðun í gangi á markaðnum
- Sterkari bankar kostur
- Tollastefna Trumps
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.