8.5.2008 | 20:34
Sumarkoma
Nú held ég að það sé alveg öruggt að sumarið er komið enda er búið að vera sólskin og steik í fleiri daga og virðist ekkert lát vera á góðviðrinu. Ég hef auðvitað notið þess í botn enda ennþá atvinnulaus og engir samningar komnir í hús enn. Þetta er bara hið besta sumarfríi og fínt að hlaða batteríið fyrir sumarið áður en að karlinn flýr land og skilur mig eftir með hús, hund og barn. Garðurinn hefur aldrei verið fegri og ég er búin að búa til tvö ný beð í verkfallinu. Það er kannski ekki stór áskorun að stinga upp eins og eitt beð heldur að halda lífi í plöntudótinu á eftir en það verður að koma í ljós. Pallurinn var málaður í í gær og garðhúsgögnin hafa aldrei verið flottari þannig að núna er að nást fyrir endann á vorverkunum. Í gær brá ég mér í flugtúr með eiginmanninum í nágrenni Viborgar og Silkiborgar. Það var virkilega gaman og veðrið var magnað. Ég fékk meira segja að fljúga mest alla leiðina og því dusta rykið af gömlum töktum. Eiginmaður minn er hugrakkur maður og leyfði mér að lenda og það úr hægra sæti...magnað alveg..enda langt síðan að ég hef flogið...
Nú helgin býður víst upp á meira sólskinsveður og því verða allir í sólskinsskapi. Ég ætla að kíkja út með Charlotte vinkonu minni á Laugardaginn og svo er planað að heimsækja vinafólk í bústað á sunnudag...
Jæja best að snúa sér aftur að imbanum er að horfa á skelfilegan þátt sem heitir Paradise Hotel...jésús minn þvílík og önnur eins vitleysa en það er skárra en að fara niður í kjallara og hengja upp þvott...svona er maður klikkaður...
Har det bra´
Tenglar
Áhugamálið
Ungviðið
Spakmæli
Af mbl.is
Innlent
- Þurfum við að kalla fram samdrátt í kerfinu?
- 3,9% atvinnuleysi fyrstu sjö mánuðina
- Leggja umhverfisvænt gervigras á Fífuna
- Fólk mun verða vart við lögreglu
- Reynsluboltar ræða fyrirhuguð vindorkuver
- Hamarsvirkjun verði flokkuð í biðflokk
- Geta óskað eftir niðurgreiðslu bílastæðagjalda
- Mínútu þögn og gestir hvattir til að mæta í bleiku
Erlent
- Telur hertöku leiða til frekari hörmunga
- Tölvuþrjótar komust yfir gögn 850.000 manns
- Mótmæla ísraelskum fyrirtækjum á vopnamessu
- Samþykkir áætlun um að hertaka Gasaborg
- Barn hlaut alvarlega áverka í átökum
- Tugir manna létust í rútuslysi
- Reiddist heiftarlega við heimkomu
- Fleiri dæmi um gröfur í hraðbankastuldi
Athugasemdir
Komdu sæl Ólöf... ég var að googla Viborg og fékk upp þessa síðu! Ákvað bara svona til gamans að kvitta
aldrei að vita nema við sjáumst á förnum vegi!!
Kveðja af Sjællandsgade, Katrín.
Katý í Viborg (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 20:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.