6.11.2006 | 11:35
Þá..
er Íslandsförin alveg að bresta á og til marks um það keyrir þvottavélin "non stop" hér á bæ. Ekki er laust við að spenningur sé komin í strákinn enda ákvað hann um helgina að byrja að æfa sig á íslenskunni og kom með líka þetta fína "MAMM" og síðar fór að fylgja lítið "a" með svona í endann..kemur þó ekki alltaf..hmmm..tilviljun eða er drengurinn búin að segja fyrsta orðið..ég leyfi mér að halda því síðara fram enda með eindæmum stolt af honum fyrir að segja "MAMM" og að nota íslensku útgáfuna..en allir vita frá grunnskólaárunum að mamma er mor á danska málinu...Jessöríbob mikill skýrleiki í drengum sem nú btw. getur reist sig upp við sjónvarpsskápinn..drengurinn verður altalandi og hlaupandi um allt áður en hann nær að verða eins árs...greinilegt að foreldrarnir eru góð eintök til undaneldis..
Annars sá ég spaustofuna frá því á Laugardag og skemmti mér vel yfir henni..bara nokkuð gott hjá þeim..og Örn náttúrulega alveg drepfyndinn sem danskur "kommentater" röltandi upp/niður strikið...Greinilegt að danskurinn er að rifna úr öfund yfir skjótum "heimsyfirráðum" íslendinga..typisk dansk segi ég bara..þeir ég nú líka svo fínt orð yfir svona öfund út í náungann.."JENTELØV". Í framhaldi af allri þessari dönsk/íslensku krísu og í því sambandi áhrif dólgslátanna á íslensku krónuna. Er ekki bara sniðugast að taka upp Evruna?...þá eru íslendingar ekki undir því komnir hvort að einhver aumur blaðamaður á þeim annars öðlings klósettpappír Ekstra bladet fer vitlausu meginn fram úr rúminu á morgnanna. Gengi "pappírseyjupeninga" eru ögn viðkæmara en annarra mun alþjóðlegri gjaldmiðla...Nei ég segi bara sonna?...
Það var svo sem ekki meiningin að snúa pistli dagsins upp í rammpólitískan áróður...segi bara góðar stundir og eins og hún "Skorrý" frænka mín segir..gangið á guðs vegum..Við sjáumst hress á Akureyri..
Over and out..
Húsfreyjan með pólitískt harðlífi..
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.