24.4.2008 | 16:29
Er ekki bara allt í þessu fína
Hér er allavegana allt í góðu. Verð að nefna hérna í þriðju færslunni í röð að veðrið er alveg hreint magnað þessa dagana og maður er alveg að komast i sumarfílínginn. Vantar samt svona herslumuninn hitalega séð áður en að maður fer að spóka sig berleggjaður í pilsi. Júlíus er orðinn ansi hress eftir flensuna en eyminginn hún móðir hans er ekki alveg jafn spræk er þó öll að koma til. Nefið er gjörsamlega stíflað af hor og magnið er trúlega svo mikið að í gær veltist það út í eyrun. Það er allavegana mín kenning þar sem að hægt og hljót mynduðust miklar hellur í eyrunum á mér og eru þar enn í dag....og er með stöðugan tinnitus..jamm er samt á bataleið er alveg sannfærð. Nú er verkfallið búið að standa yfir um 10 daga og ekkert virðist vera að gerast ég og Júlíus brugðum okkur í kröfu og mótmælagöngu í fyrradag. Það var bara býsna skemmtilegt en fyrsta skipti sem ég reyni slíkt. Það var skemmtilegt að hitta kollegana aftur og mikil og góð stemming á leiðinni....nú er að bíða og sjá hvað gerist.
Athugasemdir
Hvernig er "hor-statusinn" mín kæra ?
Heyrðu, ertu farin að synda berbrjósta í Danmörku, sé í fréttum að það er orðið löglegt í DK...húrra ;-)
Knús/L
Lína (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 04:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.