Leita í fréttum mbl.is

Hola...

Nú fer heldur betur að styttast í Íslandsför..og brosið hjá húsfreyjunni á Lærkevej 10 breikkar í hlutfalli við það.  Mikið hlakkar mig til að skreppa á klakann, er búin að vera með smá heimþrá undanfarið.  Þetta kemur svona í kippum hjá mér og það er venjulega hægt að mæla heimþránna á því hversu mikil íslensk tónlist er spiluð hér á hverjum degi.  Það er skemmst frá því að segja að hér er spiluð íslensk tónlist daginn út og inn...og svona til að toppa það skráði ég mig í 14 daga prufuáskrift á tonlist.is.  Jessör það er trúlega mjög heppilegt að ég sé búin að tryggja mér miða þann 9.nóv.

Helgin leið hratt og örugglega.  Eins og venjulega var ungbarnasund á laugardagsmorguninn.  Júlíus er alltaf jafn ánægður með að komast í laugina..það eru læti í drengnum og er aldrei lukkulegri en þegar hann er í upphálds "elementinu".  Síðar sama dag smeygði húsfreyjan sér í badmintongallann og spilaði eins og eina liðakeppni....því miðir tapaðist sá leikur 8-5.  Það verður þó að fylgja sögunni að húsfreyjan skilaði sigri í hús í einliðaleik..og er bara nokkuð sátt við það.  Gærdagurinn fór að mestu í að flytja húsgögn milli hæða og útbúa gestaaðstöðu í kjallaranum. Barnaherbergið var tæmt þannig að nú fer jafnvel að líða að því að Júlíus fari að sofa í eigin herbergi..hmmm..Annars gerðisti sá stórviðburður á laugardagskvöldið að Júlíus Aron reisti sig upp og stóð einn.  Hann gerði þetta í rúminu sínum...hann náði góðu taki á rimlunum reisti sig upp á hnén og síðan alla leið upp á fæturnar.  Þetta gerði hann auðvitað með tilheyrandi stunum og hljóðum...foreldrarnir fylgdust auðvitað spenntir með og réðu sér ekki fyrir kæti þegar að honum lukkaðis ætlunarverk sitt.  Núna er þetta aðalsportið og hann æfir sig grimmt...hann er hvergi banginn og reynir að reisa sig upp við allt...þetta þýðir auðvitað að hér þarf verulega að huga að öryggismálum og að ekki séu lausir hlutir á sveimi...

Annars er vert að benda á fyrir áhugasama að það eru komnar nýjar myndir á barnalandið..skaut nokkrar góðar af honum í gær..

Adios amigos

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólöf Guðrún Ólafsdóttir
Ólöf  Guðrún Ólafsdóttir
Akureyringur í Viborg

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband