24.10.2006 | 13:10
Súper Gella...með súper tennur..
Helgin liðinn og ný vinnuvika tekinn við. Ég fór til hárgreiðsludömunnar á laugardagsmorguninn og fékk pínu meikover..ljósar strípur og nýja klippingu..bara nokkuð ánægð með mig enda ekki hægt annað þegar að hárið kostaði mig fót og handlegg...970 danskar krónur..ég ætla ekki einu sinni að reikna verðið yfir í íslenskar nýkrónur..Ég var með móral allan laugardaginn, allan Sunnudaginn og fór svo að skána um miðjan dag í gær...djíííís.. ég er greinilega í röngum bransa..þvílíkt tímakaup..Jæja það er best að vera ekkert að svekkja sig á þessu..hárið er fínt og ég er viss um að ég gleymi þessum reikningi fljótt þegar ég fæ reikninginn frá tannlækninum en ég er að fara til tannsa á morgunn...ég hef ekki farið til tannlæknis í skammarlega langann tíma þannig að blessaður tannlæknirinn verður ánægður með mig...þ.e.a.s hann getur haldið feiki fín Jól þegar ég verð búin að borga upphæðina sem ég er að búast við fyrir að láta laga kjaftinn á mér..
Annars er lítið héðan að frétta..það sem helst getur talist fréttaefni er að Júlíus Aron er alveg að komast upp á hnén þannig að nú líður ekki á löngu þangað til að hann skríði rétt..þetta eru náttúrulega stórfréttir í þessu húsi.
Athugasemdir
Hei! Ég er líka að fara til tannsa á mjög svo ókristilegum tíma í fyrramálið!!
Vona að þú sért alveg droppdeddgordjöss með nýja hárið...vá mig svimar bara við verðið enda lét ég vinkonu bara renna yfir hárið á mér um daginn og nennti ekki einu sinni að pæla í gráu ræflunum sem stungu nefinu fram í dagsljósið.
Ég er annars alveg að fara að hringja...
Súsanna (IP-tala skráð) 24.10.2006 kl. 20:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.