23.3.2008 | 13:50
Gleðilega páska
Gleðilega páska alle sammen. Hér á Lærkevej er páskahyggen að ná hámarki en íslensk Nóa páskaegg voru dregin upp úr íslenskum ferðatöskum í morgun..og það yljaði mitt íslenska hjarta að fyrstu páskaegg einkasonarins voru íslensk...og auðvitað var atburðurinn festur á filmu og verður birtur á síðu Júlíusar við tækifæri. Veturkonungur ákvað að heimsækja konungsríkið um páskana og er bara búið að vera helv. skíta kuldi og snjókoma síðan fyrir helgi. Því fóru öll plön um garðvinnu í vaskinn..ég náði þó að hreinsa eins og eitt beð áður en að veturinn kom..eins og ég hef áður sagt þá eru það litlu sigrarnir sem skipta máli..Júlíus er auðvitað kátur með snjóinn og hefur fengið að leika sér úti í honum. Við erum búin að fá skemmtilegar heimsóknir um páskana...fyrir utan auðvitað aðalheimsóknina. Charlotte og Freja kíktu á okkur á skírdag en litla Freja fótbraut sig fyrr í vikunni (hún er mánuði yngri en Júlíus). Hún er algjör hetja og hoppar á einum fæti þessi elska. Nú á föstudaginn langa komu Brynja, Laufey og María Rún í stelpuferð til Viborgar...rosalega skemmtilegt að sjá þær og allt of langt síðan að ég hef séð hana Laufeyju...en það var mikið spjallað og hefðum við örugglega getið haldið áfram lengi lengi en þær stöllur þurftu að fara aftur til Aarhus...
Annars er planið einfalt í dag..innbyrða íslensk páskaegg, hangiket og svona til að toppa íslensku stemminguna er Siggurrósar diskurinn heima í DVD tækinu....sem by the way er algjör snilld....Sé enn eftir að hafa misst af tónleikinum í Ásbyrgi..
Athugasemdir
Hæ skvís! Gleðilega páska;) vonum að páskaeggin góðu hafi runnið ljúflega niður;) þau gerðu það á þessum bæ namminamminamm.... eins og Hanna Marín segir;) knús og kveðjur til ykkar!
Stína (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 23:34
Hæ elsku Ólöf og þið öll. Mikið rosalega var gaman að kíkja á ykkur um páskana bara alveg ómetanlegt. Bara takk endalaust fyrir okkur. María bara elskar að koma í heimsókn og ég tala nú ekki um stelpuferð. Æðislegt að Laufey var með í för og eins og þú sagðir við hefðum sko endalaust getað kjaftað æj svo gaman.
Hlakka til næsta hitting að fagna litla/stóra Júlíus!!!
Knús til þín,
kveðja Brynja.
Brynja (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 15:05
Langaði bara að senda knús til ykkar, gaman að fá svona tvö blogg með stuttum millibili. Kanski þetta sé allt að koma aftur hjá minni . Alltaf gaman að fá fréttir af ykkur.
Knúúúúss
Slaugan
Áslaug Ósk Hinriksdóttir, 26.3.2008 kl. 17:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.