3.8.2006 | 09:01
Enginn er verri þótt hann vökni..
Gaman að koma heim eða hittó..búið að vera mígandi djöf..rigning síðan að við komum heim úr sólinni og ég meina rigning því himininn er bókstaflega búinn að falla niður nokkrum sinnum á dag sl. 3 daga. Eymingja nágrannakona mín sem ég leyfi mér að nefna Rympu á ruslahaugnum vegna drasl og óreiðu í garðinum hjá henni bankaði upp á hjá okkur í gærkveldi svona um kvöldmatarleytið. Var henni frekar mikið niður fyrir blessaðri konunni. Hún var að forvitnast um hvort kjallarinn hjá okkur væri þurr þar sem að hjá henni væri c.a 5 cm hátt vatn um allan kjallarann. "Ó mæ" voru svona fyrstu viðbrögð húsráðenda sem auðvitað drifu sig í kjallarann til að athuga ástandið...og í fyrstu leit allt út fyrir að vera í sómanum...það var amk. ekki stormandi stórfljót í kjallaranum. Við nánari athugun komum við svo auga á blautan pappakassa sem stóð í einu horninu og mikið rétt það var pollur í kringum hann..."Ó mæ" varð húsráðendum aftur að orði...og aftur þegar að pappakassinn var fjarlægður og það sást seytla vatn í gegnum hornið niður við gólf. Hvað gera danir þá...og bókstaflega hvað gera danir þá. Sáum við fyrir okkur stórvinnuvélar, iðnaðarmenn og svimandi háan reikning. Reyndar liggur þetta horn akkúrat að þakrennu sem hefur verið að "bögga" okkur í þókokkurn tíma og því var nærtækast að "vippa" sér út í úrhellið og kanna bölvaða rennuna...og "rigtigt nok" var allt á floti í kringum hana og niðurfallið...Á meðan á þessu stóð hafði Rympa aka. nágrannakonan kallað á klóakmeistara til að bjarga sér frá drukknum þar sem að vatnið streymdi inn hjá henni..eftir að búið var að pumpa vatninu út frá henni fengum við klóakkallinn (hljómar geðslega) til að líta á ástandið hjá okkur. Hann kom askvaðandi í stórum stígvélum, ekki alveg nýþvegnum (ég ákvað ekkert að spá í hvað sæti á þeim). Það fyrsta sem kom upp í huga minn þegar ég barði hann augum var orðið "klósettkafari" en það er orð sem var mikið notað í minni sveit á árum áður..allavegana meinti hann ekki að hér væri mikil alvara á ferð, tók stærðarkúbein og kippti niðurfallinu upp og losaði um stífluna og viti menn það hefur ekki sést dropi á kjallaragólfinu síðan...og allar áhyggjur um svimandi háan reikning hafa verið lagðar á hilluna...í bili..
Annars erum við á fullu við að fegra húsið þessa dagana..máluðum eldhúsið í gær og breyttum aðeins innréttingunni þar..svo er planið að mála þakskeggið og sökkulinn um leið og það styttir upp..ég var aðeins að dunda mér við að gera smá barnaherbergi fyrir Júlíus Aron í gær..
Ég get ekki sagt að okkur leiðist í augnablikinu..
Athugasemdir
Bwahahahhahaha - þetta er snilldarfrásögn.
En íbúðin mín heldur vatninu enn ;) Og mér finnst rigningin góð...þó það megi nú alveg fara að hætta - bara eins og það rigni núna fyrir allt heila sumarið!
Velkomin heim annars - og mér finnst þessi bloggsíða að sjálfsögðu mikið mikið flottari en sú gamla :D
kv. Súsanna "breiðholtsbúi"
Dúsdús (IP-tala skráð) 3.8.2006 kl. 15:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.