Leita í fréttum mbl.is

Nýjar lummur

Eins og í flest öllum bloggum mínum verð ég að nefna veðrið á nafn...hér hefur verið hrein bongó blíða alla vikuna og húsfreyjan er bara að verða fallega brún á litinn..

Á sunnudaginn síðasta fór fram hálf maraþonið umtalaða í c.a. 30 stiga hita.  Það var heitara en í sölum helvítis og ég hélt að ég væri að andast á síðustu 5 kílómetrunum.  Reyndar var stærsta krísan í sirka miðju hlaupinu þar sem að ég hafði drukkið ansi mikið vatn daginn áður og um morguninn til þess að vera klár í hitann....ég var í svaka spreng og gerði heiðarlega tilraun til þess að halda í mér...en nei þrýstingurinn jókst með hverju spori og ég lét til neyðast og hoppaði bak við runna og losaði umfram vökvann þar.  Ég barðist við illgresi og brenninetlur áður en að ég fann "the spot" og bar þess merki allann daginn á fótleggjunum...en betra þar en...þið vitið hvar!!! Annars varð mér hugsað til bókarinnar "How to shit in the woods" á meðan ég var að sinna kalli náttúrunnar...Ég og Lína vinkona rákumst á þessar fleygu bókmenntir einhvertímann og það hefði verið gáfulegt að lesa hana betur, ég hefði án efa verið betur undirbúin..En ég náði í mark að lokum og ekkert á versta tíma heldur, náði 19. sæti af c.a 400 kerlum þannig að ég er nokkuð sátt við árangurinn enda voru aðstæðurnar ekki þær bestu...

Því miður veiktist Júlíus seinni partinn á sunnudaginn og var kominn með hita...það er svo sem ekki í frásögurfærandi nema fyrir þær sakir að hann er búin að vera undir læknishendi nærri allan mánuðinn.  Við fórum upp á spítala og eftir langa bið og margar prufur var komist að þeirri niðurstöðu að hann væri kominn með lungnabólgu greyið litla.  Við fengum að fara heim og hann er byrjaður á lyfjameðferð við þessu.  Hann er búin að vera slappur og með hita síðan og ég er að vona að þetta lyf fari að virka fljótlega..

Annars gengur grasekkju lífið ágætlega og vikurnar líða fljót..það er nóg að starfa og nú er okkur farið að hlakka til 17.júni en þá er planið að skreppa til Aarhus og fagna deginum þar.  Það er að segja ef heilsufarið á syni mínum er farið að skána...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

19/400 Huuuurrreyyyy (eru annars virkilega svona margar konur sem láta sig hafa það að hlaupa 20 km í 30 stiga hita !!!) til lukku! Gott að heyra að brúnkan er farin að skila sér. Ég stefni á að sleikja "gula fíflið" soldið sjálf í Tofino um helgina (verst að geta ekki verið allsber til að fá jafnan lit !). Ha ha já vel á minnst varðandi bókmenntirnar. Ég ætti etv að kaupa mér eina sem ég sá í bóksölu hér "Brownies". Minnir auðvitað á eitthvað gómsætt en sannleikurinn er annar. Hún greinir hin misjöfnu form lollanna og metur út frá því heilsufar. Minnti mig á sögurnar þínar af gamalmennum á elliheimilinum. Ætti að vera til á öllum þessum stofnunum. Knúsaðu lasarus. Alex vinkar líka. / L

Lína (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 07:46

2 Smámynd: Ólöf  Guðrún Ólafsdóttir

Jömm..þú ert andskoti nösk við að finna svona nytsamlegar bækur....sérlega skemmtilegur hæfileiki....við vinkum til baka.../Ó og J. 

Ólöf Guðrún Ólafsdóttir, 13.6.2007 kl. 20:49

3 identicon

Bleeeesuð,

Þetta eðal efni er samið af norska ríkissjónvarpinu og lýsir dönskunni svo ágætlega. Bara fyndið:

http://www.youtube.com/watch?v=s-mOy8VUEBk

Ves'go og hilsen,

Lína

Lína (IP-tala skráð) 18.6.2007 kl. 08:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólöf Guðrún Ólafsdóttir
Ólöf  Guðrún Ólafsdóttir
Akureyringur í Viborg

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband