Leita í fréttum mbl.is

Grannar...allir þurfa góða graaanna..

Jæja þá er karlinn floginn á brott og við Júlíus erum ein í kotinu. þetta gengur nú bara ljómandi að vera grasekkja...og dagarinir fljúga af stað, enda hef ég frískan 14 mánaða orkubolta til að stytta mér stundirnar. 

Nú þar sem að ég er ein í koti og hef engan karlkyns til þess að sinna garðslætti varð ég að vinda mér út garð í dag og slá lóðina....það er nú svo sem ekki í frásögu færandi nema fyrir þær sakir að nágranni minn kæri var úti á sama tíma og ég.  Hann og hans frú eru kominn á eftirlaun og eitt af þeirra stóru hobbýum er garðurinn...sérstaklega hans og ber garðurinn hans þess fagurt vitni...dýrustu golfflatir landsins blikna í samanburði við grænu og sérlega vel hirtu lóðina hans...hvert einasta strá er jafn langt og er það ekki óalgeng sjón að sjá hann skríða á fjórum fótum, nærri því með flísastöng við það að fjarlægja illgresi og annan ófögnuð.  Nú í dag var granninn minn kæri að ditta að húsinu nánar tiltekið þakinu...eða réttara sagt að þvo þakið....ég fylgdist með með öðru auganum á meðan ég sinnti garðvinnunni og hló hátt inn í mér að aðförunum.  Blessaður karlinn var upp á þaki með svona Ajax gluggalög og lítinn bursta og pússaði þakið nánast einn þakstein í einu.....mér fannst þetta fyndin sjón....og það verður að taka það fram að þakið er býsna stórt...sumir hafa greinilega meiri tíma á sínum höndum en aðrir...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólöf Guðrún Ólafsdóttir
Ólöf  Guðrún Ólafsdóttir
Akureyringur í Viborg

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband