Leita í fréttum mbl.is

Lasarus

Er þetta ekki týpískt....búið að bjóða fólki í mat í kvöld og svo aftur í síðbúið afmæliskaffi á morgun og drengurinn veikur...Greyið var kominn með háan hita í gærkveldi og var ansi slappur.  Hitinn er reyndar á niðurleið í dag og við erum að reyna að halda fast í afmælisplön á morgun.  Veðrið er virkilega að leika við okkur "dana" þessa dagana....sól og sumarhiti...við höfum ekki náð að njóta góða veðursins eins og til stóð sökum veikinda en við rákum nú aðeins nefið út í dag....Júlíus hafði gott af því aðeins að fá frískt loft og var bara nokkuð brattur seinni partinn...Við erum að vona að hann rífi þetta úr sér drengurinn bæði útaf af afmælisplönum en ekki síst vegna þess að á mánudaginn er fyrsti dagur hjá dagmömmu. 

Ég get með réttu sagt að ný vinnuvika hefjist hjá mér á mánudaginn....en þá er fyrsti vinnidagur eftir langt fæðingarorlof.  Það er ekki laust við að það sé að koma spenningur í mig...reyndar finnst mér hálf skrýtið að skilja Júlíus eftir hjá nánast ókunnugri konu....en okkur líst vel á Mette dagmömmu og erum vongóð um að Júlíusi líki vel hjá henni...Þar sem að ég byrja að vinna á mánudaginn tekur Thibaut frí í nokkra daga til þess að venja drenginn við. 

Hef svo sem ekki mikið meira að segja akkúrat núna....nema vildi nota tækifærið og óska Áslaugu og co. til hamingju með frábæru fréttirnar sem þau fengu fyrir helgi....Dóttir þeirra er algjör hetja og kraftaverkastelpa...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tak so mukket Olöf mín, bestu fréttir sem við gátum fengið. Erum í skýjunum :)  Verst að við náum ekkert að hittast í vikunn   :/

Slauga (IP-tala skráð) 14.4.2007 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólöf Guðrún Ólafsdóttir
Ólöf  Guðrún Ólafsdóttir
Akureyringur í Viborg

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband