12.4.2007 | 21:29
Jafnrétti
Það var frétt í danska fréttatímanum í kvöld sem vakti mig til umhugsunar. Fréttin var um réttindi feðra við andlát nýbura við fæðingu. Hér í Danmörku eru reglurnar nefnilega þannig að ef foreldrar verða fyrir því að barn þeirra látist við eða rétt eftir fæðingu þá fær móðirin 14 vikna "fæðingarorlof" en faðirinn aðeins 2 vikur. Nú er verið að reyna að breyta þessum reglum þannig að faðirinn eigi rétt á sama orlofi eins og móðirinn. Þetta er að mínu mati mjög nauðsynleg umræða og ekki spurning að feður eiga að eiga rétt á sama tíma til þess að syrgja og reyna að komast yfir áfallið. Þessi frétt kom mér mjög á óvart því ég hélt að það væri orðið nokkuð gott samræmi í foreldralöggjöfinni. Nú er ég ekki kunnug réttindum feðra á Íslandi en ég hef á tilfinningunni að það sé töluvert langt í að það sé fullt jafnrétti í þessum málum. Við konur tölum alltaf um að það sé víða pottur brotinn hvað varðar jafnrétti kynjanna og þá sérstaklega réttindi kvenna. Ég fæ ekki betur sé en að það vanti töluvert upp á réttindi karla...allavegana hvað varðar réttindi þeirra sem feðra.
Athugasemdir
karlmenn eru bara ekkert svo mikið að sækja á eftir þessum rétti sínum varðandi fæðingarorlof...og á meðan margir karlmenn líta á 3ja mánaða fæðingarorlofið sitt sem frí þá finnst mér ekkert liggja á að auka jafnræði kynjana hvað þetta varðar!
Kv. Súsanna einstæð með 2 börn en þurfti samt að horfa á eftir 8 vikum af sínum fæðingarorlofsrétti í DK á meðan barnsfaðirinn tók sitt orlof frá Íslandi og var í fríi í 3 mánuði! *hnuss*
Súsanna (IP-tala skráð) 14.4.2007 kl. 18:21
Það er án efa misjafnsauður í mörgu fé og hægt að misnota öll kerfi ef áhuginn er fyrir hendi....en ég held fast í það að það verði að vera einhverskonar jafnræði í foreldralöggjöfinni og sem betur fer þekki ég líka dæmi þess að feður njóti þess tíma sem þeir fá með börnum sínum og líta ekki á þetta sem frí heldur dýrmætan tíma saman báðir aðilar njóta góðs af. Ég stend líka við það að mér finnst afar ósanngjarnt að samfélagið líti ekki eins á rétt foreldra til þess að syrgja lát nýbura.
Ólöf Guðrún Ólafsdóttir, 14.4.2007 kl. 19:51
Misjafn sauður - já lambið mitt ;) Þetta var nú bara svona eitt öfgadæmi kannski hjá mér ehe ;) En ég held að næsta kynslóð á eftir okkur eigi eftir að njóta mun meira jafnréttis hvað þetta mál varðar - það situr enn svo mikil karlremba eftir í okkar nefninlega :S Er sammála þér með nýburalát, mætti alveg vera jafn réttur þar eða að konan fengi örlítið lengri tíma...mér finnast 2 vikur fyrir karlmenn of stuttur tími miðað við tímann sem konan fær (er ég að skrifa í hringi - kem engu útúr mér - hlýtur að vera veðrið haha).
Takk fyrir daginn í dag,
kv. Súsanna sem er búin að koma báðum stelpum í rúmið og hlustar á þær hrjóta í takt ;)
Súsanna (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 18:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.