24.1.2007 | 11:52
Úti er alltaf að snjóa..
Veturinn kom á mánudaginn...mínusgráður og alhvít jörð. Þið vitið svona hæfilega mikill snjór...sem rétt nær að leggja hvíta slæðu yfir jörðina án þess þó að vera svo mikill að maður komist ekki ferða sinna. Mér finnst þetta ósköð kósý (og nú veit ég að karl faðir minn bölvar mér í hljóði), það er eitthvað svo fallegt úti og í gær skein svo sólin til þess að setja lokapunktinn á listaverkið. Annars gengur lífið sitt vanagang hér á bæ..það er kannski takmarkað hvað heimavinnandi húsmóðir getur skrifað af spennandi sögum...ég hugsa að þær hljómi allar eins...kannski einhvern veginn svona..
" Í morgun fór ég á fætur, klæddi barnið og sjálfan mig. Snæddum morgunverð...það var hafragrautur í dag..nú þegar klukkan nálgaðist ellefu var kominn tími á lúr...við trítluðum með barnavagninn þangað til drengurinn sofnaði....ooog svo framvegis..."
Ég ætla að hlífa ykkur frá slíkum sögum...annars líður að því að ég fari að vinna aftur..16. apríl er dagurinn....verður án efa skrýtið að standa í "uniforminu" aftur...ég man ekki einu sinni lykilorðið mitt til að komast inn í tölvukerfið hvað þá að blanda og starta epidural dreypi....nei ég segi svona ætli þetta komi ekki. Ég geri ráð fyrir því að maður fái smá slaka svona í byrjun að minnsta kosti, í hope so at least...er ekki alveg viss um að annað væri verjanlegt.
Nú frá einu í annað. Framkvæmdirnar utandyra eru langt komnar...og jeminn góður..þvílíkur munur...ég verða að setja inn hérna before and after myndir.
Annars svona fyrir áhugasama eru komnar nýjar myndir á barnalands síðuna og fleiri eru á leiðinni..
kveð að sinni...
Húsmóðirin síkáta
Tenglar
Áhugamálið
Ungviðið
Spakmæli
Af mbl.is
Innlent
- Myndskeið: Stórbrotið útsýni af flugbrautinni
- Maskína: Framsókn í fallbaráttu
- Myndir: Hraunið við bílaplan Bláa lónsins
- Gosstöðvarnar ekki aðgengilegar fyrir ferðamenn
- Vatnsleki hjá Brauð & co
- Má segja að þetta gos hafi þjófstartað
- Hraunið við bílastæði Bláa lónsins
- Stal munum úr starfsmannaaðstöðu
Athugasemdir
Ég var hér að lesa en hef ekkert að segja...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 25.1.2007 kl. 20:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.