Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Handhirða

Ég vona að Bush karlinn hafi þvegið sér vel um hendurnar á eftir....það fylgdi nefnilega ekki sögunni...
mbl.is Bush fékk óvænta flugsendingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Take it easy..

Þá er Ipodinn fullur af nýrri músík...er nýbúin að hlaða inn nýjustu smellunum..og er því klár í slaginn á morgun að kljást við tuttugu km.  Nú það hjálpar auðvitað að ég brá mér til Flensborgar í dag og keypti nýjan hlaupagalla..jakka, bol og hálfar thights...bleikt og svart..ég verð svaka gella á morgun...því mottóið er að ef formið er ekki alveg í toppi þá verða að græjurnar verða vera tip top...you have to look the part darling ...hahaha..Óskið mér góðs gengis..

Jelló

Er nýkominn inn úr dyrunum, rjóð í kinnum eftir yndislegan hlaupatúr...12.9km voru á dagskránni í dag...og er að stefna á 20km á sunnudaginn. Ég er öll að koma til eftir fæðingarorlofið og er bara nokkuð frá á fæti...Nú eru eflaust margir sem hrista höfuðið og hugsa af hverju í andsk. maður er að leggja þetta á sig...ég segi nú bara við efasemdarmenn, prófaðu sjálfur/sjálf og þá veistu hvað ég er að tala um....Annars er stefnan sett á Viborg Avis Maraþon þ.e.a.s. hálf maraþon...þann 10. júni og það er ekki að verða langur tími til stefnu.  Viborg er frábær hlaupabær og hér hleypur fólk á öllum aldri allt árið um kring...það er mikill félagskapur í kringum þetta og mikil stemming í kringum Viborg hálfmaraþon...Jón hlaupari myndi örugglega fíla sig vel hér..(smá Akureyrar brandari) Ég vona bara að það verði ekki 25 stiga hiti akkúrat daginn sem hlaupið fer fram...það verður heitara en í helvíti að hlaupa rúma 21km í slíku óveðri...(á einungis við hálfmaraþon, alla aðra daga eru 25 gráður ljómandi veður).

Nú eins og ég nefndi í síðustu færslu er heldur betur að styttast í að karlinn leggi land undir fót...Ég er náttúrulega búin að skipuleggja ýmis verkefni fyrir karlinn sem hann þarf að klára áður en að hann stingur af...klippa runna, slá gras, hreinsa þakrennuna og svo mætti lengi telja....ég geri eiginlega ráð fyrir að hann verði guðslifandi feginn að losna úr þrælavinnunni á þriðjudaginn...Við erum nú reyndar að stefna á rólega helgi...kannski að skreppa í nokkra bíltúra...Flensborg er sterkur kandidat þar sem að hér er öl og gos lagerinn orðinn tómur....ekki það að ég geri ráð fyrir því að liggja í mjöðnum góða í sumar...það er bara alltaf gott að eiga byrgðir þegar góða gesti ber að garði...HINT HINT... 


Í fréttum er þetta helst..

Ég er nú bara nokkuð stolt af mér...ég mundi lykilorðið og ef tekið er tillit til hvursu langt er síðan ég hef litið hérna inn þá er það vel af sér vikið...

Núbb ýmislegt hefur drifið á daga okkar síðan síðast.  Við erum öll búin að liggja með flensu hér á bæ og við vorum tvo daga á spítala með Júlíus þar sem að hann tók upp á því að fá hitakrampa....eitthvað sem að okkur langar ekki til að prófa aftur..en hann er nú orðinn eldhress og byrjaður hjá dagmömmunni aftur...Mér líkar alveg hreint ljómandi vel í nýju vinnunni og læri eitthvað nýtt á hverjum degi...skurðgangurinn er mjög spennandi staður...og það hefur ekki liðið yfir mig ennþá..þannig að það er góðs viti.

Nú er heldur betur farið að styttast í að karlinn fljúgi vestur um haf...næsta þriðjudag...og við sjáum hann ekki fyrr en í september....það verður pínu skrítið að vera einstæð...en ég er þó sannfærð um að tíminn verði fljótur að líða...og svo skemmir ekki fyrir að danska veðurstofan var að lofa heitasta sumri í manna minnum...

 


Höfundur

Ólöf Guðrún Ólafsdóttir
Ólöf  Guðrún Ólafsdóttir
Akureyringur í Viborg

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband