Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Lidt sjov...

Fékk þennan skemmtilega link frá Línu í Kananda.....og nú deili ég honum með ykkur

http://www.youtube.com/watch?v=s-mOy8VUEBk....


Nýjar lummur

Eins og í flest öllum bloggum mínum verð ég að nefna veðrið á nafn...hér hefur verið hrein bongó blíða alla vikuna og húsfreyjan er bara að verða fallega brún á litinn..

Á sunnudaginn síðasta fór fram hálf maraþonið umtalaða í c.a. 30 stiga hita.  Það var heitara en í sölum helvítis og ég hélt að ég væri að andast á síðustu 5 kílómetrunum.  Reyndar var stærsta krísan í sirka miðju hlaupinu þar sem að ég hafði drukkið ansi mikið vatn daginn áður og um morguninn til þess að vera klár í hitann....ég var í svaka spreng og gerði heiðarlega tilraun til þess að halda í mér...en nei þrýstingurinn jókst með hverju spori og ég lét til neyðast og hoppaði bak við runna og losaði umfram vökvann þar.  Ég barðist við illgresi og brenninetlur áður en að ég fann "the spot" og bar þess merki allann daginn á fótleggjunum...en betra þar en...þið vitið hvar!!! Annars varð mér hugsað til bókarinnar "How to shit in the woods" á meðan ég var að sinna kalli náttúrunnar...Ég og Lína vinkona rákumst á þessar fleygu bókmenntir einhvertímann og það hefði verið gáfulegt að lesa hana betur, ég hefði án efa verið betur undirbúin..En ég náði í mark að lokum og ekkert á versta tíma heldur, náði 19. sæti af c.a 400 kerlum þannig að ég er nokkuð sátt við árangurinn enda voru aðstæðurnar ekki þær bestu...

Því miður veiktist Júlíus seinni partinn á sunnudaginn og var kominn með hita...það er svo sem ekki í frásögurfærandi nema fyrir þær sakir að hann er búin að vera undir læknishendi nærri allan mánuðinn.  Við fórum upp á spítala og eftir langa bið og margar prufur var komist að þeirri niðurstöðu að hann væri kominn með lungnabólgu greyið litla.  Við fengum að fara heim og hann er byrjaður á lyfjameðferð við þessu.  Hann er búin að vera slappur og með hita síðan og ég er að vona að þetta lyf fari að virka fljótlega..

Annars gengur grasekkju lífið ágætlega og vikurnar líða fljót..það er nóg að starfa og nú er okkur farið að hlakka til 17.júni en þá er planið að skreppa til Aarhus og fagna deginum þar.  Það er að segja ef heilsufarið á syni mínum er farið að skána...


Newsflash!

Hér í konungsríkinu er veðrið ekki af verri endanum þessa dagana.....sólin skín í heiði og hitastigið er ljúft....og svona er útlitið næstu daga...samanber www.dmi.dk.

Nú driftin var alveg að drepa mig í kvöld þannig að ég ákvað að endurlífga barnalandssíðu sonarins og eru komnar inn nokkrar nýjar myndir...enjoy....ég geri ráð fyrir að vera ansi aktív með myndavélina þar sem að Thibaut er fjarri góðu gamni og getur aðeins fylgst með í gegnum netið...

Ég ætla að láta þetta duga í bili....nætí næt...


Grannar...allir þurfa góða graaanna..

Jæja þá er karlinn floginn á brott og við Júlíus erum ein í kotinu. þetta gengur nú bara ljómandi að vera grasekkja...og dagarinir fljúga af stað, enda hef ég frískan 14 mánaða orkubolta til að stytta mér stundirnar. 

Nú þar sem að ég er ein í koti og hef engan karlkyns til þess að sinna garðslætti varð ég að vinda mér út garð í dag og slá lóðina....það er nú svo sem ekki í frásögu færandi nema fyrir þær sakir að nágranni minn kæri var úti á sama tíma og ég.  Hann og hans frú eru kominn á eftirlaun og eitt af þeirra stóru hobbýum er garðurinn...sérstaklega hans og ber garðurinn hans þess fagurt vitni...dýrustu golfflatir landsins blikna í samanburði við grænu og sérlega vel hirtu lóðina hans...hvert einasta strá er jafn langt og er það ekki óalgeng sjón að sjá hann skríða á fjórum fótum, nærri því með flísastöng við það að fjarlægja illgresi og annan ófögnuð.  Nú í dag var granninn minn kæri að ditta að húsinu nánar tiltekið þakinu...eða réttara sagt að þvo þakið....ég fylgdist með með öðru auganum á meðan ég sinnti garðvinnunni og hló hátt inn í mér að aðförunum.  Blessaður karlinn var upp á þaki með svona Ajax gluggalög og lítinn bursta og pússaði þakið nánast einn þakstein í einu.....mér fannst þetta fyndin sjón....og það verður að taka það fram að þakið er býsna stórt...sumir hafa greinilega meiri tíma á sínum höndum en aðrir...


Höfundur

Ólöf Guðrún Ólafsdóttir
Ólöf  Guðrún Ólafsdóttir
Akureyringur í Viborg

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband