Leita í fréttum mbl.is

Jelló

Er nýkominn inn úr dyrunum, rjóð í kinnum eftir yndislegan hlaupatúr...12.9km voru á dagskránni í dag...og er að stefna á 20km á sunnudaginn. Ég er öll að koma til eftir fæðingarorlofið og er bara nokkuð frá á fæti...Nú eru eflaust margir sem hrista höfuðið og hugsa af hverju í andsk. maður er að leggja þetta á sig...ég segi nú bara við efasemdarmenn, prófaðu sjálfur/sjálf og þá veistu hvað ég er að tala um....Annars er stefnan sett á Viborg Avis Maraþon þ.e.a.s. hálf maraþon...þann 10. júni og það er ekki að verða langur tími til stefnu.  Viborg er frábær hlaupabær og hér hleypur fólk á öllum aldri allt árið um kring...það er mikill félagskapur í kringum þetta og mikil stemming í kringum Viborg hálfmaraþon...Jón hlaupari myndi örugglega fíla sig vel hér..(smá Akureyrar brandari) Ég vona bara að það verði ekki 25 stiga hiti akkúrat daginn sem hlaupið fer fram...það verður heitara en í helvíti að hlaupa rúma 21km í slíku óveðri...(á einungis við hálfmaraþon, alla aðra daga eru 25 gráður ljómandi veður).

Nú eins og ég nefndi í síðustu færslu er heldur betur að styttast í að karlinn leggi land undir fót...Ég er náttúrulega búin að skipuleggja ýmis verkefni fyrir karlinn sem hann þarf að klára áður en að hann stingur af...klippa runna, slá gras, hreinsa þakrennuna og svo mætti lengi telja....ég geri eiginlega ráð fyrir að hann verði guðslifandi feginn að losna úr þrælavinnunni á þriðjudaginn...Við erum nú reyndar að stefna á rólega helgi...kannski að skreppa í nokkra bíltúra...Flensborg er sterkur kandidat þar sem að hér er öl og gos lagerinn orðinn tómur....ekki það að ég geri ráð fyrir því að liggja í mjöðnum góða í sumar...það er bara alltaf gott að eiga byrgðir þegar góða gesti ber að garði...HINT HINT... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólöf Guðrún Ólafsdóttir
Ólöf  Guðrún Ólafsdóttir
Akureyringur í Viborg

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband