Leita í fréttum mbl.is

Smá update...

Jæja er ekki kominn tími á eins og eina færslu hér á bæ.   Ég er ennþá í verkfalli og líkar það illa.  Ég er að verða meira og meira á móti verkfalli sem vopni á vinnumarkaðinum og vill jafnvel vera svo frökk að kalla það gamaldags. Ég meina að það borgi sig engan veginn "ökónómískt" ef svo má segja.  Verkfall er dýr lausn sem hefur takmarkaðan árangur sérstaklega hér í danaveldi þar sem atvinnuveitendurnir þ.e. Danske regioner er læstar í fastann ramma sem er ákveðinn á Christiansborg og hafa í raun ekkert að semja um.  Mér finnst í raun grátlegt að þegar að þetta verkfall endar og við stöndum uppi með okkar 12.8% eins og allir hinir sem nb. ekki hafa verið í verkfalli í 8-9 vikur er verkfallskasinn tómur ef ekki í stórum mínus.  Hverjir fylla þennan kassa, já meðlimirnir og það þýðir extra útgjöld fyrir hvern meðlim mánaðarlega plús að það er verðbólga og ljótar verðbólguspár.   Það þarf því ekki neinn stóran stærðfræðisnilling til þess að reikna út að það sem við fáum út úr þessu er takmarkað og jafnvel ekki neitt þegar maður tekur tillit til þess hversu lengi þetta verkfall hefur staðið.  Nú segja margir já en þetta er öflugasta vopnið sem atvinnumarkarðurinn hefur yfir að ráða og þetta snýst ekki bara um peninga heldur að vekja athygli á miklum launamismun í samfélaginu.  Já sammála en ég held samt sem áður að það sé hægt að vekja athygli á faginu og launamismun á annan og jafnvel meira árangursríkan hátt.  Það er hægt að gera helvíta flotta PR herferð fyrir þá summu sem að búið eyða í verfall og ég held líka að það verði mikil vinna að laga traust hins almenna borgara til stéttarinn eftir svona verfalltörn enda hafa kannanir sýnt að samúðin út í samfélaginu er á undanhaldi....já og ekki minnst gagnvart ungu kynslóðinni sem á að sækja inn í hjúkrunarskólana okkar en nú vill örugglega enginn verða nöldrandi og leiðinlegur hjúkrunarfæðingur.....

Ég ætla ekki að hafa þennan pistil minn lengri en snúa mér að okkur famelíunni...Nú erum við Júlíus ein í kotinu en við sendum Thibaut í flug til USA 2. júni og þar verður hann næstu 3 mánuðina eða svo.  Veðrið hefur leikið við okkur hér í Viborg (og í allri Danmörku) og það léttir alltaf lundina þegar sólin skín.  Þar sem að ég er ennþá í verfalli hefur auðvitað verið tími til ýmissa verkefna og það nýjasta var að ég bónaði bílinn hérna á mánudagskveldið og er bara nokkuð ánægð með það.  Fyndið samt hvað það er eitthvað stereotýpískt karlaverk að bóna bíl og vakti það mikla athygli karpeningsins hérna í hverfinu að frúin var úti að pússa bíl....gaman að ögra þessum týpisku kynjahlutverkum.  Annars teljum við dagana þangað til 28. júni því þá förum við Júlíus í heimsókn til Thibauts í USA og verðum í 2 og hálfa viku....mig hlakkar geggjað til enda hef ég ekki verið vestan hafs síðan að við fluttum heim fyrir 4 árum.  Vona samt að ég nái að mæta í vinnu áður....sjáum til.

Jæja að lokum óska ég allra góðrar helgar (þeas ef einhver les þetta bull mitt)

Túrulú....


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Hæ vinkona,

Þá má fókusera á jákvæðu punktana í þessu.  Þú kemst í sólbað og hefur tíma til að bóna bílinn !  Annars skil ég þig vel að vera komin með meira en nóg.  Hils/Lina ;)

Lina (IP-tala skráð) 14.6.2008 kl. 20:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólöf Guðrún Ólafsdóttir
Ólöf  Guðrún Ólafsdóttir
Akureyringur í Viborg

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband