Leita í fréttum mbl.is

Verkfallsdagbók

Dagur 33 og það er ekkert að gerast í samningum og fróðir menn eru að spá um þremur vikum í viðbót.  Ég verð að viðurkenna að ég er alveg klár í að byrja í vinnunni aftur er að verða fínt "frí".  Það verður líka spennandi að vita hvaða áhrif þetta verkfall hefur á námið...ég er að ímynda mér að það verði lengt.  Ég er voðalega hrædd um að við fáum ekkert út úr þessu verkfalli þar sem að það er greinilega enginn samningavilji í fólki og ef að ríkisstjórnin grípur inn í (sem er líklegast á núverandi tímapunkti) þá er ólíklegt að hún gefi meira en 12.8% eins og var í boði frá byrjun.  Maður veltir fyrir sér hvort að verkfall sé ekkert annað en dýr og kannski ekki sérlega áhrifamikil lausn.  Danska Hjúkrunarfræðingafélagið segir t.d. á heimasíðu sinn að það kosti félagið um 12 milljónir danskar krónur daglega að hafa félagsmenn í verkfalli...Hva´ það eru litlar 180 millur íslenskar daglega...You do the math?  Hins vegar er ég sammála að verkfallið snúist ekki eingöngu um launatölur heldur einnig um jafnrétti í launum og að tryggja áframhaldandi gæði í heilbrigðiskerfinu.  Það er vaxandi vandamál hér í landi að það eru einfaldlega ekki nógu margir umsækjendur inn í hjúkrunardeildirnar og því eru ekki nógu margir hjúkrunarfræðingar útskrifaðir ár hvert og það er áhyggjuefni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólöf Guðrún Ólafsdóttir
Ólöf  Guðrún Ólafsdóttir
Akureyringur í Viborg

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband