Leita í fréttum mbl.is

Í fréttum er þetta helst..

Ég er nú bara nokkuð stolt af mér...ég mundi lykilorðið og ef tekið er tillit til hvursu langt er síðan ég hef litið hérna inn þá er það vel af sér vikið...

Núbb ýmislegt hefur drifið á daga okkar síðan síðast.  Við erum öll búin að liggja með flensu hér á bæ og við vorum tvo daga á spítala með Júlíus þar sem að hann tók upp á því að fá hitakrampa....eitthvað sem að okkur langar ekki til að prófa aftur..en hann er nú orðinn eldhress og byrjaður hjá dagmömmunni aftur...Mér líkar alveg hreint ljómandi vel í nýju vinnunni og læri eitthvað nýtt á hverjum degi...skurðgangurinn er mjög spennandi staður...og það hefur ekki liðið yfir mig ennþá..þannig að það er góðs viti.

Nú er heldur betur farið að styttast í að karlinn fljúgi vestur um haf...næsta þriðjudag...og við sjáum hann ekki fyrr en í september....það verður pínu skrítið að vera einstæð...en ég er þó sannfærð um að tíminn verði fljótur að líða...og svo skemmir ekki fyrir að danska veðurstofan var að lofa heitasta sumri í manna minnum...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sælar systir góð.. vel af sér vikið að þú skydir muna lykilorðið þitt, ég er stolt af þér stóra systir.. þótt árin færist yfir hverfur minnið ekki.. híhí ;-) Hins vegar hef ég eina og aðeins eina spurningu til þín mín kæra.. ertu búin að gleyma lykilorðinu inn á síðu sonar þíns, og jafnvel týna myndavélinni líka??? Þetta er búið að velta ýfið fögrum vöngum mínum framm og aftur.. :-)))

KV svesterin..

Anna Margrétin (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 21:00

2 identicon

Hæ vinkona... gaman hvað þér líkar vel í vinnunni;) sumarið verður án efa fljótt að líða og þú getur tjillað í góða veðrinu með Júllanum... allavegana líður tíminn hér á eyrinni ansi fljótt og við erum á fullu að mála íbúðina og flytjum um helgina... ja sei sei... knús frá Stínunni...

Stína (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 00:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólöf Guðrún Ólafsdóttir
Ólöf  Guðrún Ólafsdóttir
Akureyringur í Viborg

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband