Leita í fréttum mbl.is

Mission completed

Fór til tannlæknis í dag í fyrsta skipti í háa herrans tíð..það er svo langt síðan síðast að ég barasta man ekki hvenær ég fór síðast.  Það kom í ljós að ég var með eina holu..og já það þurfti að bora.  Ég ákvað að splæsa á mig deyfingu, tilhugsunin um að láta tannlækninn juðast á tanndruslunni með rafdrifinni borvél var meira en ég gat borið.  Annars er það merkilegur fjandi þegar maður situr þarna í stólnum..með útglenntan kjaftinn, fullann af bómull og jafnvel eitt eða tvo verkfæri upp í sér að þá finnst flestum tannlæknum það vera kjörið tækifæri til þess að ræða um daginn og veginn.  Maður er ekki beint upplagður í stórar samræður undir slíkum kringumstæðum...og jafnvel deyfður líka.  Ég hef bara engan áhuga á "smalltalk"akkúrat á meðan er verið að níðast svona á mér..og til að bæta gráu ofan á svart stóð gosbrunnur upp úr mér á meðan háþrýstings græjan spúlaði greyið tönnina. Tannsi fór þó vel með mig í dag svona miðað við aðstæður..tönninn var löguð og deyfingin virkaði líka svona ljómandi vel...reyndar svo vel að ég var slefandi langt frameftir degi...og rúsinan í pylsuendann er svo að reikningurinn var mun lægri en óttast var í fyrstu...þannig að í rauninni er maður er alltaf að græða..

Jessör..læt þetta duga í bili..

Hilsen Ólöf with a slight drewling problem...

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólöf Guðrún Ólafsdóttir
Ólöf  Guðrún Ólafsdóttir
Akureyringur í Viborg

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband