Leita í fréttum mbl.is

Aðfangadagskvöld..

Þá eru jólin gengin í garð..með gjöfum, góðum mat og öllu tilheyrandi.  Aðfangadagur hérna á Mön var yndisgóður. Við fórum í jólamessu í gærdag og eftir hana var haldið heim og jólaöndinni komið fyrir í ofninum. Allir fóru í sitt fínasta og rykið blásið af jólaskapinu.  Ég sannfærði fransk/dönsku tengdafjölskylduna mína um að það væri ekki hægt að halda jól á þess að hafa jólatónlist frá Rás 2 í eyrunum og hlusta á kirkjuklukkurnar hringja inn jólin á slaginu sex(kl. sjö að staðartíma).  Rás 2 fékk semsagt að malla hérna í surround sound í allt gærkvöld.  Öndin var feikigóð matreidd að frönskum sið og þar á eftir var möndlugjöf.  Við dönsuðum í kringum jólatréð að dönskum sið og þar á eftir voru gjafir opnaðar.  Júlíus Aron var auðvitað löngu kominn í rúmið enda var klukkan farin að ganga í ellefu þegar við náðum að opna gjafir.  Margir voru pakkarnir og af öllum stærðum og gerðum.....VIÐ ÞÖKKUM FYRIR OKKUR!!!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson, 26.12.2006 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ólöf Guðrún Ólafsdóttir
Ólöf  Guðrún Ólafsdóttir
Akureyringur í Viborg

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband