Leita í fréttum mbl.is

Lasarus

Er þetta ekki týpískt....búið að bjóða fólki í mat í kvöld og svo aftur í síðbúið afmæliskaffi á morgun og drengurinn veikur...Greyið var kominn með háan hita í gærkveldi og var ansi slappur.  Hitinn er reyndar á niðurleið í dag og við erum að reyna að halda fast í afmælisplön á morgun.  Veðrið er virkilega að leika við okkur "dana" þessa dagana....sól og sumarhiti...við höfum ekki náð að njóta góða veðursins eins og til stóð sökum veikinda en við rákum nú aðeins nefið út í dag....Júlíus hafði gott af því aðeins að fá frískt loft og var bara nokkuð brattur seinni partinn...Við erum að vona að hann rífi þetta úr sér drengurinn bæði útaf af afmælisplönum en ekki síst vegna þess að á mánudaginn er fyrsti dagur hjá dagmömmu. 

Ég get með réttu sagt að ný vinnuvika hefjist hjá mér á mánudaginn....en þá er fyrsti vinnidagur eftir langt fæðingarorlof.  Það er ekki laust við að það sé að koma spenningur í mig...reyndar finnst mér hálf skrýtið að skilja Júlíus eftir hjá nánast ókunnugri konu....en okkur líst vel á Mette dagmömmu og erum vongóð um að Júlíusi líki vel hjá henni...Þar sem að ég byrja að vinna á mánudaginn tekur Thibaut frí í nokkra daga til þess að venja drenginn við. 

Hef svo sem ekki mikið meira að segja akkúrat núna....nema vildi nota tækifærið og óska Áslaugu og co. til hamingju með frábæru fréttirnar sem þau fengu fyrir helgi....Dóttir þeirra er algjör hetja og kraftaverkastelpa...


Jafnrétti

Það var frétt í danska fréttatímanum í kvöld sem vakti mig til umhugsunar.  Fréttin var um réttindi feðra við andlát nýbura við fæðingu.  Hér í Danmörku eru reglurnar nefnilega þannig að ef foreldrar verða fyrir því að barn þeirra látist við eða rétt eftir fæðingu þá fær móðirin 14 vikna "fæðingarorlof" en faðirinn aðeins 2 vikur.  Nú er verið að reyna að breyta þessum reglum þannig að faðirinn eigi rétt á sama orlofi eins og móðirinn.  Þetta er að mínu mati mjög nauðsynleg umræða og ekki spurning að feður eiga að eiga rétt á sama tíma til þess að syrgja og reyna að komast yfir áfallið.  Þessi frétt kom mér mjög á óvart því ég hélt að það væri orðið nokkuð gott samræmi í foreldralöggjöfinni.  Nú er ég ekki kunnug réttindum feðra á Íslandi en ég hef á tilfinningunni að það sé töluvert langt í að það sé fullt jafnrétti í þessum málum.  Við konur tölum alltaf um að það sé víða pottur brotinn hvað varðar jafnrétti kynjanna og þá sérstaklega réttindi kvenna.  Ég fæ ekki betur sé en að það vanti töluvert upp á réttindi karla...allavegana hvað varðar réttindi þeirra sem feðra. 

Er sumarið á leiðinni?

Það er allavegana það sem veðurfréttirnar lofuðu í kvöld...tuttugustigahiti og sól alla helgina og gleðin byrjar á föstudag.  Ég er nú þegar farin að hugsa um að draga sumarklæðin fram.  Það væri svei mér þá ekki amalegt að slá botninn í fæðingarorlofið með brakandi blíðu alla helgina...til er ég.  Páskafríið á enda og allt að komast í réttar skorður hér á bæ....eftir linnulaust át alla helgina.  Þarf heldur betur að taka sig á hér á bæ, ég fæ hreinlega ónotatilfinningu þegar ég hugsa um allt það nammi sem ég innbyrti sl. daga.   En batnandi manni er best að lifa og ég brá mér út að hlaupa í kvöld....samviskan er tandurhrein....tja allavegana í klukkutíma eða svo...því nú ligg ég hér á sófanum, nýbúin að éta "smá" ís.  Ég verð víst að verða mér úti um eitthvert 12 þrepa kerfi fyrir nammi alka....ég tek bara einn dag í einu

En talandi um að liggja hérna á sófanum þá er ég búin að glápa á imbann samhliða því að troða mig út af ís....Gvöð minn almáttugur hvað danskurinn getur kjaftað í timevis eins og maður segir á góðri dönsku.  Það er verið að debattera þátttöku danmerkur í Íraksstríðinu....vissulega vert umræðuefni....en nú er þessi blessaði þáttur búinn að vera í gangi í ca. tvo tíma og þátttakendurnir eru orðnir bláir af loftleysi af öllu kjaftæðinu.....og er fólk nær niðurstöðu....Nei og aftur nei...typical danish problem solving...við kjöftum bara fólk til dauða...Ég er allavegana þannig að ég kann betur að meta fólk sem brettir upp ermarnar, greinir vandann og finnur viðeigandi lausn....kannski barnalegt viðhorf....but hey thats me...


Páskafrí

Hér er vömbin að springa af mat.  Er búin að slátra eins og einu páskaeggi nr. 4 og hálfu alíslensku lambalæri í dag.  Þetta er bara eins og það á að vera.  Ég er ekki frá því að ég sé stærra fan af páskum en jólum....maður fær einhvern veginn meira fyrir peninginn...minna skreytingarvesen og fleiri frídagar.  Hér snýst allt um að njóta frídaganna í botn þar sem að nú styttist heldur betur í að ég fari aftur út á vinnumarkaðinn.  Það er ekki laust við að það sé að koma spenningur í mig.  Er reyndar í smá nostalgíu fíling,  datt inn á síðu árgangs 1997 frá MA (http://ma1997.muna.is. ) Fyrir þá sem ekki vita þá verð ég 10 ára stúdent í ár....stór tímamót, veit ekki , minnir mig kannski meira á að ég verð þrítug í desember...nei nei má ekki vera með svona stæla..maður fer náttúrulega að fylgjast með síðunni reglulega og fá nýjustu fréttir um viðburðinn...Ég reikna reyndar ekki með því að vera viðstödd dýrðina...öll sumarplön eru farin í vaskinn þar sem að karlinn flýgur af landi brott í lok mai og ég verð grasekkja fram í september.  Ég býst við að halda mig heimavið í sumar svona fyrir utan einstaka túr til köbenhávn...jæja þetta kemur víst allt saman í ljós síðar.

 

 

  


Hvar er Ólöf?

Hún er komin heim til Viborgar aftur eftir mikinn ferðamánuð og það liggur við að starfsfólk flugfélaganna þekki mig og Júlíus með nafni núna.  Annars er alltaf gott að koma heim í heiðardalinn aftur, við lentum í Álaborg sl. föstudag og að lendingu lokinni var brunað beint í IKEA í Aarhus og bíllinn fylltur.  Veðrið er guðdómlegt þessa dagana glampandi sólskin og svei mér þá ef hitinn fór ekki í 15-16 gráður í gær.  Hér á bæ er vorverkin komin á fullt, verið að sjæna garðhúsgögnin og svo framvegis.  Myndarlega húsmóðirin tók sig til og þvoði gluggana að utan um helgina, hins vegar verð ég að viðurkenna að árangurinn er slappur og því kemur fagmaður á morgun til að meta verkið.  Ég kann bara ekki að þvo svona glerdrasl án þess að það sé fullt af röndum á því.

Nú nýjustu fréttir eru þær að ég byrja í nýju starfi þann 1.maí.  Ég fór í atvinnuviðtal í gærmorgun og fékk stöðuna. Ég er semsagt að byrja í þjálfun sem skurðhjúkka og hlakkar mikið til, og svona til að gleðja mig enn frekar þá er þetta vaktalaust jobb.  Allavegana svona fyrsta árið á meðan að ég er í náminu. 

Við skruppum og heimsóttum dagmömmu Júlíus í gær og í dag.  Okkur líst bara vel á hana og hún býr bara steinsnar frá okkur kannski 500m.  Júlíus var hinn kátasti með heimsóknirnar og var ekkert á því að koma heim með okkur aftur.  Á föstudaginn fær hann svo að skreppa með dagmömmunni í heimsókn til annarrar dagmömmu og leika sér við börnin, en hann fer svo á fullt þann 16. apríl.  Já mikið verður það nú skrýtið að skilja hann eftir hjá nánast ókunnugri konu, en við bæði höfum gott af því enda algjörar samlokur.

Svo er afmæli prinsins framundan og verður næsta helgi tileinkuð honum.  Okkur hlakkar mikið til enda verður maður bara eins árs einu sinni.

 


Ég hata

-Frekju og yfirgang

-Fólk sem ekki þorir að segja hvað það meinar beint við mann

-Þegar maður er nýbúinn að kaupa helling inn og er að pakka í pokana, þá heldur færibandið áfram að hreyfast og á endanum eru allar vörurnar í risa fjalli við endann á bandinu.

-Óstundvísi...og sérstaklega mín eigin

-Biðraðir

-Þegar að ókunnugt fólk úti á götu er að gefa manni góð ráð um barnauppeldi (á sérstaklega við um dani)


Smá pása

Ég er búin að liggja í blogg dvala síðasliðinn mánuðinn eða svo...hef ekki haft neitt að skrifa um og því látið það eiga sig.  Andinn er þó kominn til baka og verður reynt að bæta úr þessu bloggleysi.  Í þessum skrifuðum orðum er ég og Júlíus á Akureyri....já aftur en tilefnið er ekki skemmtilegt..við þurfum að vera viðstödd jarðaför í næstu viku.

 Í Danmörku er allt í lukkunnar velstandi...tja nema hjá prins Hinrik finnst lífið ekki leika við sig...enda aðeins titlaður prins....það er semsagt ekki kátt í höllinni þessa dagana.  Ég held hann ætti að einbeita sér að dönskunáminu í staðinn fyrir að vera alltaf vælandi í fjölmiðla...

Vorið er að koma í konungsríkinu, fuglarnir farnir að syngja og daginn er farið að lengja.  Nú með hækkandi sól breikkar brosið á mér enda minn uppáhalds árstími...


Kjánahrollur..

Mér finnst þetta bara nokkuð gott orð..og var það sem mér datt fyrst í hug þegar ég sá auglýsingu í sjónavarpinu í gær. Auglýsingin var um Tina Turner show á Broadway þar sem Sigga Beinteins á örugglega mjög sannfærandi hátt fer með lög Tinu.  Myndskotið var af Siggu B. í mini leðurpilsi svona Ala Tina Turner....HAHAHA..Sigga B. er ekki beinlínis sú fyrsta sem mér dettur í hug þegar ég hugsa Tina Turner og er kannski algjör andstæða hennar...Lítil og ljóshærð íslensk söngkona...allavegana er ekki viss um að husun mín skili sér í þessu bloggi...mér fannst bara tilhugsunin um Siggu B. sem Tinu Turner frekar fyndin...

Eiki Hauks bara með svaka komback í gær í eurivision...ég er ekki hrifin...mér finnst hann best geymdur í Skandinavíska eurivision þættinum...mér finnst hann góður þar...hann er að verða hálf þreytt númer. En þetta er bara mín prívat skoðun...ef ég ætti að velja lag sem hefði átt að vinna væri það örugglega Heiða og Doktorinn...svaka happy people...

Við fjölskyldan eru kominn á norðurlandið og auðvitað byrjaði Júlíus fríið á því að veikjast...liggur með háan hita og er ansi slappur...þetta er reyndar í fyrsta skipti sem hann veikist svona fyrir alvöru, ég vona bara að hann hristi þetta fljótt af sér...


Jæja..

ætli sé ekki kominn tími á að skrifa nokkur vel valinn orð hérna...hér eru allir í óða önn við að pakka í töskur því á morgun liggur leið okkar til Malmö og á föstudag verður flogið til eyjunnar góðu..ekki laust við að það sé kominn spenningur í mannskapinn og hundurinn farinn að tvístíga sem og hann gerir iðulega þegar ferðatöskurnar eru dregnar fram...hann mun án efa dvelja í góðu yfirlæti á hundahóteli hérna í bænum á meðan við erum í burtu...

En að öðru....er fólk ekki að djóka með íslensku evróvisíon kandidatana...mér varð á að fara inn á forkeppnissíðuna og svei mér þá...mér líst nú ekki á blikuna...Annars er heldur keppnin ekki fyrir mér vöku svona almennt séð...but one has som pride...Hér í Danaveldi varð klæðskiptingur með stóran fjaðurkamb fyrir valinu sem framlag baunans....altílagi lag sossum..og ferskur karakter...´

Jæja það þýðir ekki að tuða meira hér...got to pack...segi bara sjáumst á klakanum..

 


Muy muy grande baby

My goodness..þvílík stærð..ekki er þessi eymingja móðir öfundsverð..hún hlýtur að sitja á stórum dónut púða í þessum töluðum...reyndar vorkenni ég enn meira móður barnsins sem á heimsmetið..bara nett 10.2 kíló...ég held ég þakki bara mínu sæla fyrir að hafa bara komið 3770 gr.í heiminn.

 


mbl.is Barn í ofurstærð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ólöf Guðrún Ólafsdóttir
Ólöf  Guðrún Ólafsdóttir
Akureyringur í Viborg

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband