8.8.2006 | 10:14
Vinnan göfgar manninn..
og það er enginn lygi...
Eldhús tjékk, sökkull tjékk, þak tjékk, barnaherbergi og rósabeð work in progress.
Algjört yndi að vera búin að þessu...og þvílík andlitslyfting..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.8.2006 | 09:01
Enginn er verri þótt hann vökni..
Gaman að koma heim eða hittó..búið að vera mígandi djöf..rigning síðan að við komum heim úr sólinni og ég meina rigning því himininn er bókstaflega búinn að falla niður nokkrum sinnum á dag sl. 3 daga. Eymingja nágrannakona mín sem ég leyfi mér að nefna Rympu á ruslahaugnum vegna drasl og óreiðu í garðinum hjá henni bankaði upp á hjá okkur í gærkveldi svona um kvöldmatarleytið. Var henni frekar mikið niður fyrir blessaðri konunni. Hún var að forvitnast um hvort kjallarinn hjá okkur væri þurr þar sem að hjá henni væri c.a 5 cm hátt vatn um allan kjallarann. "Ó mæ" voru svona fyrstu viðbrögð húsráðenda sem auðvitað drifu sig í kjallarann til að athuga ástandið...og í fyrstu leit allt út fyrir að vera í sómanum...það var amk. ekki stormandi stórfljót í kjallaranum. Við nánari athugun komum við svo auga á blautan pappakassa sem stóð í einu horninu og mikið rétt það var pollur í kringum hann..."Ó mæ" varð húsráðendum aftur að orði...og aftur þegar að pappakassinn var fjarlægður og það sást seytla vatn í gegnum hornið niður við gólf. Hvað gera danir þá...og bókstaflega hvað gera danir þá. Sáum við fyrir okkur stórvinnuvélar, iðnaðarmenn og svimandi háan reikning. Reyndar liggur þetta horn akkúrat að þakrennu sem hefur verið að "bögga" okkur í þókokkurn tíma og því var nærtækast að "vippa" sér út í úrhellið og kanna bölvaða rennuna...og "rigtigt nok" var allt á floti í kringum hana og niðurfallið...Á meðan á þessu stóð hafði Rympa aka. nágrannakonan kallað á klóakmeistara til að bjarga sér frá drukknum þar sem að vatnið streymdi inn hjá henni..eftir að búið var að pumpa vatninu út frá henni fengum við klóakkallinn (hljómar geðslega) til að líta á ástandið hjá okkur. Hann kom askvaðandi í stórum stígvélum, ekki alveg nýþvegnum (ég ákvað ekkert að spá í hvað sæti á þeim). Það fyrsta sem kom upp í huga minn þegar ég barði hann augum var orðið "klósettkafari" en það er orð sem var mikið notað í minni sveit á árum áður..allavegana meinti hann ekki að hér væri mikil alvara á ferð, tók stærðarkúbein og kippti niðurfallinu upp og losaði um stífluna og viti menn það hefur ekki sést dropi á kjallaragólfinu síðan...og allar áhyggjur um svimandi háan reikning hafa verið lagðar á hilluna...í bili..
Annars erum við á fullu við að fegra húsið þessa dagana..máluðum eldhúsið í gær og breyttum aðeins innréttingunni þar..svo er planið að mála þakskeggið og sökkulinn um leið og það styttir upp..ég var aðeins að dunda mér við að gera smá barnaherbergi fyrir Júlíus Aron í gær..
Ég get ekki sagt að okkur leiðist í augnablikinu..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.7.2006 | 21:47
Komin heim
Jebbs..renndum i hlad i dag..eftir finar vikur i franska landinu, godur matur, gott vin, gott vedur. Tad var akkurat hitabylgja tegar vid komum og tad var ekkert annad ad gera en ad drifa sig bara a strøndina "med det samme"..Annars var ymislegt annad brallad..m.a farid til Cocnac, Bordeaux, Rochefort og farid i ferd med Ostrulestinni...Sidustu 4 daga ferdarinnar eyddum vid i N-frakklandi i Normandi, en tar byr amma Thibauts. Ferdin fra sudur til nordurs tok "litla" 9 tima og var Julius Aron alveg ad verda gedveikur i bilstolnum og er alveg ohætt ad segja ad su ferd hafi verid dropinn sem fyllti mælinn hja honum tvi nuna ma hann varla sja hann an tess ad kvarta saran. Annars stod hann sig eins og hetja drengurinn..ekkert mal ad ferdast med tessa elsku.
Annars er planid ad setja inn fullt af myndum a næstu døgum..myndavelin var hofd hatt a lofti alla ferdina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.7.2006 | 12:48
Sólarmegin
Varð aðeins að bæta við einni færslu..svo gaman að vera komin með nýtt blog..lov it. Það er svo gaman að geta sett myndir saman með færslunum, einhvern veginn tókst mér aldrei að læra að gera það á gamla staðnum sem segir kannski meira um mína hæfileika fyrir framan tölvuna en sjálft lénið. Allt að verða klappað og klárt fyrir reisudaginn, farseðlar, passi, staðfesting á bílaleigubílnum og sólvörn liggja frammi og töskurnar eru að verða klárar..Mér gengur afar illa að vera inni við og pakka þar sem að sólin skín og hitinn á mælinum er 31 gráða. Sit í þessum töluðum orðum úti í sólinni með tölvuna og litli kútur liggur hérna í skugganum með beran bossan..hann er alveg að elska það í botn..yndislegt að sjá hann sprikla hérna á teppinu. Og talandi um veður er útlitið ekki slæmt fyrir France..
ADIOS AMIGOS
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.7.2006 | 18:55
Nýtt heimili
Ég var orðin pínu þreytt á gamla blog heimilinu mínu..allt of mikið af auglýsingum og svoleiðis jönki. Hér er farið að líða að Frakklandsferð og undirbúningurinn er í fullum gangi. Þvottavélin er á fullu og ég fer að láta niður í töskur eftir smá stund.
Afrek helgarinnar:
Létum reyna á tilgátuna: Gsm símar verða nákvæmari og skila skýrarara hljóði eftir þvott á 30 gráðum.
Niðurstaða: Nei.
Átum mikinn grillmat
Grassláttur
Ég geri ekki ráð fyrir því að rita fleiri fleig orð áður en að við höldum á vit ævintýranna..Ég læt eina mynd af sumarhúsinu í france fylgja með..
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)